BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 62
Hörður Einarsson, Sveinn R. Eyjólfsson, Jónas Kristjánsson, Ellert B. Schram og Hannes H.
Gissurarson koma allir viö sögu i svonefndu útvarpsmáli.
Til að þessi kenn-
ing stœðist þurfti
að sjáifsögðu að
telja fólki trú um
að neyðarástand
hefði skapast.
Síðan myndu þeir
Jónas Kristjánsson,
Ellert Schram og
Hannes Hólm-
steinn sjá um að
brjóta lögin. Að
sjálfsögðu myndi
margraddaður
kór frjálshyggju-
manna kyrja undir
þeim söng, að
verkföll vœru
siœm og einokun
i útvarpsrekstri af
hinu illa.
Verður það hlutskipti verkalýðshreyfingar að reka
kjarabaráttu í Hæstarétti?
verkfallið þar sem deiluaðilar féllust á
að láta ágreiningsefni sín niður falla.
Fyrst tók þó steininn úr þegar sjálfur
ríkissaksóknari, Þórður Bjömsson,
gekk fram fyrir skjöldu, fyrirskipaði
málssókn og réttarhöld yfir starfsfólki
útvarps og sjónvarps, og til þess að
undirskrika að embættið teldi þessi
mál grein af sama meiði og lögbrot
frjálshyggjumanna birti hann lands-
mönnum ákærumar gegn hinum
ólöglegu útvarpsstöðvum og starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins í einni og
sömu fréttatilkynningunni. Dæmið
hafði gengið upp. Utvarpsmálin voru
orðin til.
„VIRÐULEGA SAMKOMA“
Eitt stórbrotnasta hlutverkið í þessu
sjónarspili öllu lék Ragnhildur Helga-
dóttir þáverandi menntamálaráðherra.
Svo hugleikin var henni barátta Hann-
esar Gissurarsonar og lögbijótanna á
DV að þegar þeir höfðu verið kærðir í
óþökk hennar skundaði hún samdæg-
urs á fund svokallaðs Útvarpsfélags
þar sem þessi mannskapur var mættur.
Þar sagði ráðherra m.a. orðrétt:
„Virðulega samkoma. í dag hafa
gerst atburðir sem urðu þess valdandi
að ég ákvað að fara á þennan fund. Ég
tel að það hafi gerst aburðir sem þýða
að við verðum að leggja allt kapp á
það, að fá lögfest nú alveg á næstunni
löglega fijálsa útvarpsstarfsemi í land-
inu ... I dag hefur verið lokað á veg-
um dómsvaldsins tveimur stöðvum
sem ... ekki voru löglegar í strangasta
skilningi, nema að dómur felli þann
úrskurð að þær hafi verið það, þrátt
fyrir allt, eftir grundvallarreglunni um
tjáningarfrelsi og eftir neyðarrétti eins
og á stóð ... ég vonast til þess, að þeg-
ar framhaldsstofnfundur þessa félags
verður haldinn, að þá verði fijáls út-
varpsstarfsemi orðin fyllilega lögmæt á
íslandi. Ég óska ykkur til hamingju
með það sem framundan er og vona að
það verði gæfulegt."
Hér verður ekki annað sagt en að
menntamálaráðherra landsins gangi
æði langt í stuðningi sínum við ólög-
lega starfsemi þótt verri sé að sjálf-
sögðu sá tvískinnungur, sem í því fólst
að gera allt sem hægt var til að koma í
veg fyrir að útvarpað væráút Ríkisút-
varpinu meðan á verl,.iil i stóð og
hneykslast síðan á því fólki sem tók sér
það vald „að láta fólk þegja,“ eins og
menntamálaráðherrann komst að orði
um starfsmenn Ríkisútvarpsins í ræðu
sinni.
Hér verða menn að minnast þess að
meira en lítið var í húfi fyrir frjáls-
hyggjumenn: Orðstír eins útbreiddasta
málgagns þeirra, DV. Og — Sjálfstæð-
isflokksins. Hann hafði heimilað hin-
um ungu frjálshyggjumönnum að
koma upp útvarpsstöð í sjálfri Val-
höllu, í blóra við lög og margra varkár-
ari sjálfstæðismenn. Svo mikið var í
húfi — eins og menn minnast — að
þegar löggæslumenn bar að garði í
Valhöll til að rannsaka hvort um ólög-
legt athæfi væri að ræða, þá meinuðu
þeir Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og
Davíð Oddsson, borgarstjóri, lög-
62 BSRB-blaðið