BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 10

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 10
Ef við metum árangur í stjórn- málum eftirþví, hvortmenn ná völdum eða ekki — sem ég eralls ekki aðsegjaaðsé algildur mœlikvarði á árangur I stjórn- málum — þá nefur þessari forystusveit Sjálfstæðisflokksins gengið erfiðlega að ávaxta þann mikla og aooa art, sem hún fékk i hendur. Tveir formenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Geir Hailgrimsson. Báðir sátu í útgáfustjórn Morgunblaðsins. Morgunblaðið er stórveldi. Það kemur út í rúmlega 40 þúsund eintök- um daglega. Tæknilega stendur það betur en aðrir íjölmiðlar í landinu. Áhrifa blaðsins gætir víða. Það gefur tóninn í blaðaheiminum og hefur bein áhrif á viðhorf almennings til þjóð- mála. Morgunþlaðið er nátengt Sjálf- stæðisflokknum. Sumir líta á blaðið sem flokksmálgagn. Aðrir líta á það sem eina fjölmiðilinn í landinu sem er sambærilegurerlendum fjölmiðlum. En hvernig lítur annar ritstjóri blaðsins, Styrmir Gunnarsson, á Morgunblaðið og meint áhrifþess? — Ég held að áhrif Morgunblaðsins séu engin föst stærð heldur séu þau breytileg. Stundum hefur blaðið mikil áhrif á umhverfi sitt og skoðanamynd- un í landinu en á öðrum tímum eru þessi áhrif takmörkuð. Allt fer þetta eftir efnum og aðstæðum. Áhrif fjölmiðlanna í heild hafa auk- izt. Það er eðlileg afleiðing opnari blaðamennsku. HLUTVERK FJÖLMIÐLA Þú nefnir að fjölmiðlar hafi í heild sinni orðið áhrifameiri með árunum. Hvert er hlutverk fjölmiðla að þínu áliti? — Hlutverk fjölmiðla er, að endur- spegla sem bezt þjóðlífið frá degi til dags, miðla upplýsingum og vera vett- vangur skoðanaskipta fólks. Það er líka hlutverk þeirra fjölmiðla, sem einkaaðilar gefa út, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stjórn- málaflokkar að vera boðberar ákveð- inna skoðana og hugmynda ef þeim sýnist svo. Ríkisfjölmiðlar eiga hins vegar að vera upplýsingamiðill en ekki boðberar ákveðinna skoðana. Hefur hlutverk fjölmiðla breytzt t.d. í stjórnmálum? — Sú var tíðin, að fjölmiðlamir voru fyrst og fremst málgögn ráðandi aðila, stjórnmálaflokka, stjórnmála- manna og embættismanna. Þetta hefur breytzt á einum aldarfjórðungi. Fjöl- miðlar veita ráðamönnum meira að- hald en áður. Þetta hefur breytt aðstöðu stjórn- málamanna, flokkanna og embættis- manna. Þeim hefur gengið misjafnlega að átta sig og aðlaga sig þessum breyt- ingum. Þær hafa lagt aukna ábyrgð á herðar blaðamanna og fréttamanna. Þeim hefur gengið misjafnlega að fóta sig í nýju hlutverki. Standa fjölmiðlarnir sig í nýju hlut- verki? — Það skortir töluvert á það. Einn helzti vandinn er sá, að yfirleitt fá blaðamenn ekki tækifæri til að afla sér sérþekkingar á ákveðnum sviðum. Þeir vinna að einu í dag og öðru á morgun. Þó hafa nokkrir blaðamenn Morgunblaðsins sérhæft sig á vissum sviðum, svo sem í erlendum málefn- um, sjávarútvegsmálum, lögreglumál- um, stjómmálafréttum, landbúnaðar- málum o.fl. SAMBAND FLOKKS OG BLAÐS Hver eru tengslin á milli Morgun- blaðsins og Sjálfstœðisflokksins? — Það eru engin formleg tengsl á milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins. Einu beinu tengslin á sínum tíma voru í því fólgin að ritstjórar blaðsins áttu rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Rit- stjóri Vísis sat þar einnig árum saman. Haustið 1975, þegar sundrung varð á Vísi og Dagblaðið hóf göngu sína, var boð um setu á þingflokksfundum ekki 10 BSRB-blaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.