BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 75
Jónsdóttir, ritari, og Þóra Gestsdóttir,
gjaldkeri.
Stjóm félagsins skipa nú: Hreinn
Pálsson, formaður, Solveig Thoraren-
sen, ritari, Anna Kristín Ásgeirsdóttir,
gjaldkeri, Gestur Kristinsson, varafor-
maður, Lárus Már Björnsson, með-
stjórnandi. í varastjórn eru þau Ást-
hildur Hermannsdóttir og Bjöm
Helgason.
NÝTT HUSNÆÐIS-
LÁNAKERFI
Húsnæðislán frá Húsnæðisstofnun
ríkisins hækka 1. september. Og láns-
tíminn verður lengri. Kemur þetta
einkum þeim til góða, sem eru að
koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta
sinn. Vextir af þessum lánum verða
3,5% — út kjörtímabilið. Þeir eru ekki
lögfestir til lengri tíma þar sem ríkis-
stjórnin treysti sér ekki til að gefa fyrir-
heit um slíkt.
Snar þáttur kjarasamninganna frá
því í vetur voru fyrirhugaðar úrbætur í
húsnæðismálum. Nú hefur verið lagt
fram á Alþingi frumvarp, sem tryggja á
þau markmið sem verkalýðshreyfingin
samdi um í þessum samningum. Gert
er ráð fyrir að frumvarpið verði að lög-
um á næstu dögum, er taki gildi 1.
september n.k. Frumvarpið var unnið
af nefnd skipaðri fulltrúa aðila vinnu-
markaðarins. Vann nefndin undir for-
sæti Hallgríms Snorrasonar, hagstofu-
stjóra. Fulltrúi BSRB í nefndinni var
Örlygur Geirsson. Fulltrúar ASÍ voru
þeir Ásmundur Hilmarsson og Jó-
hannes Siggeirsson. Með nefndinni
unnu starfsmenn félagsmálaráðuneyt-
is, Húsnæðisstofnunar ríkisins og
Seðlabanka.
í frumvarpsdrögunum segir m.a.:
„Meginatriði húsnæðissamkomu-
lagsins svo og þessa frumvarps er það,
að lagt er til að lánsréttindi í hinu
opinbera húsnæðislánakerfi verði
tengd aðild manna að lífeyrissjóðum
og lánveitingum lífeyrissjóðanna til
húsnæðislánakerfisins. Er lagt til að
einstaklingar hafi mismikinn lánsrétt
eftir því hve lífeyrissjóðir þeirra hafa
lánað mikið fé til húsnæðislánakerfis-
ins í hlutfalli við ráðstöfunarfé sitt.
Lánveitingar lífeyrissjóða til Bygging-
arsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs
verkamanna hafa um árabil verið ein
meginuppspretta lánsijár þessara
sjóða. Þessar lánveitingar, eða skulda-
bréfakaup lífeyrissjóðanna af bygg-
ingarsjóðunum tveimur, hafa bæði
verið reistar á sérstöku samkomulagi
um að sjóðirnir tækju með því móti
þátt í fjármögnun félagslegra íbúða-
bygginga en hins vegar á lögum. Með
lögum nr. 13/1981 var ákveðið, að
hveijum lífeyrissjóði sé skylt að verja
að minnsta kosti 40% af ráðstöfunarfé
sínu til kaupa á verðtryggðum skulda-
bréfum Byggingarsjóðs ríkisins, Bygg-
ingarsjóðs verkamanna, Fram-
kvæmdasjóðs íslands og fjárfestingar-
lánasjóða. Skuldabréfakaupin í heild
sinni hafa þó aldrei náð þessu marki og
skuldabréfakaup sjóðanna allra hafa
numið 33 — 37% ráðstöfunarfjár þeirra
undanfarin ár. Að auki hafa sjóðirnir
keypt mjög mismikið af skuldabréfum,
margir sjóðir hafa staðið við kaup-
skylduna og vel það en aðrir hafa
keypt mun minna.
LÁN HÆKKUÐ
Framhaldafbls. 57
MISGENGISFÓLKIÐ
Frumvarpið tekur ekkert á vanda
þess fólks sem fjárfesti í íbúðarkaupum
á þeim árum er lánskjaravísitalan æddi
áfram á meðan að launin stóðu í stað?
„Nei, við fórum ekkert út fyrir þann
ramma sem Garðastrætissamkomulag-
ið setti okkur og því var vandi þessa
hóps ekki viðfangsefni nefndarinnar.
Hinsvegar er í samkomulaginu ákveð-
ið að 500 milljónir fari í að leysa
bráðavanda þessa fólks en Húsnæðis-
stofnun mun sjálf ákveða hvernig
þeim fjármunum er varið. Ég er aftur á
móti þeirrar skoðunar að með þessu
nýja húsnæðislánakerfi muni viss
vandi þessa fólks leysast. Vandi þess
hefur verið tvíþættur, annarsvegar er
það misgengið og hinsvegar það að
eignirnar hafa ekki haldið verðgildi
sínu. Þegar stórauknu fjármagni verð-
Tinni, Tobbi og Kolbeinn vita vel aö safnast
þegar saman kemur. Tinnasparibaukurinn fæst aðeins
hjá okkur.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
BSRB-blaöiö 75