BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 56
eftir Sigurð Á. Friðþjófsson
LÁN HÆKKUÐ -
GREIÐSLUTÍMI
LENGDUR
Eitt af síðustu verkum Alþingis nú
áður en það fer í fimm mánaða sumar-
frí, er að afgreiða ný lög um Húsnæðis-
stofnun. Lög þessi þyggja alfarið á til-
lögum ASÍ og atvinnurekenda og voru
mótuð að mestu leyti í Garðastræti,
höfuðstöðvum Vinnuveitendasam-
þandsins í mars, skömmu áður en aðil-
ar vinnumarkaðarins gengu til samn-
inga enda voru húsnæðistillögurnar
einn af hornsteinum þessa samkomu-
lags.
Höfuðatriði samkomulagsins var að
lífeyrissjóðirnir keyptu mun meira af
skuldabréfum byggingasjóðanna og að
þetta aukna fjármagn sem þannig
kæmi inn í Húsnæðisstofnun yrði not-
að til að auka lán byggingarsjóðanna
um helming til þeirra sem eru að
kaupa eða byggja í fyrsta sinn.
Lánsupphæðin átti að ákvarðast af
því hversu stóru hlutfalli af ráðstöfun-
arfé sínu lífeyrissjóðirnir veittu í bygg-
ingarsjóðina. Þannig átti sjóðfélagi í
lífeyrissjóði sem notaði 55% af ráðstöf-
unarfé sínu að fá hámarkslán sem er
2,1 milljón króna, til kaupa á nýrri
íbúð. Lánshlutfall þetta fór svo stig-
lækkandi eftir því sem kaup lífeyris-
sjóðanna minnkuðu, en til að veita
lágmarksréttindi þurfti sjóðurinn að
kaupa fyrir 20% af ráðstöfunarfé sínu.
Lágmarkslánið er 700 þúsund krónur.
Sömuleiðis hækka lán til kaupa á
gömlu verulega mikið eða í 70% af ný-
byggingarlánum og er hámarkslán þar
um 1,5 milljónir króna. Einnig lengist
lánstíminn á almennum lánum í 40 ár.
Þessar tillögur voru, einsog fyrr
sagði, einn af homsteinum kjarasamn-
inganna og var ekki gengið til undir-
skriftar fyrr en ríkisstjórnin hafði lofað
að þær myndu fara í gegn á þessu þingi
þannig að þær kæmi til framkvæmda
eigi síðar en 1. september í ár.
Skömmu fyrir páska var sett á lagg-
imar nefnd skipuð tveim fulltrúum frá
ASÍ, þeim Ásmundi Hilmarssyni og
Jóhannesi Siggeirssyni, Örlygi Geirs-
syui frá BSRB og þeim Gunnari Birg-
issyni og Vilhjálmi Einarssyni frá VSÍ.
Lélagsmálaráðherra skipaði Jóhann
Einvarðsson í nefndina, Geir Haarde
var fulltrúi fjármálaráðherra og forsæt-
isráðherra setti Hallgrím Snorrason,
Hagstofustjóra, sem formann nefndar-
innar.
Undirritaður ræddi stuttlega við
Örlyg Geirsson, fulltrúa BSRB í nefnd-
inni um svipað leyti og frumvarpið
kom til fyrstu umræðu á Alþingi.
HRÖÐ VINNUBRÖGÐ
Örlygur sagði að nefndin hefði unn-
ið mjög hratt að því að gera frumvarp
úr tillögum Garðastrætishópsins.
Sagði hann að alls hefðu nefndarmenn
komið 14 sinnum saman. Þá naut
nefndin aðstoðar sérfróðra manna frá
félagsmálaráðuneyti og Húsnæðis-
stofnun svo og tölfróðra manna frá líf-
eyrissjóðunum og Seðlabanka. Einnig
voru haldnir 3 sameiginlegir fundir
56 BSRB-blaðið