BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 56

BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 56
eftir Sigurð Á. Friðþjófsson LÁN HÆKKUÐ - GREIÐSLUTÍMI LENGDUR Eitt af síðustu verkum Alþingis nú áður en það fer í fimm mánaða sumar- frí, er að afgreiða ný lög um Húsnæðis- stofnun. Lög þessi þyggja alfarið á til- lögum ASÍ og atvinnurekenda og voru mótuð að mestu leyti í Garðastræti, höfuðstöðvum Vinnuveitendasam- þandsins í mars, skömmu áður en aðil- ar vinnumarkaðarins gengu til samn- inga enda voru húsnæðistillögurnar einn af hornsteinum þessa samkomu- lags. Höfuðatriði samkomulagsins var að lífeyrissjóðirnir keyptu mun meira af skuldabréfum byggingasjóðanna og að þetta aukna fjármagn sem þannig kæmi inn í Húsnæðisstofnun yrði not- að til að auka lán byggingarsjóðanna um helming til þeirra sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn. Lánsupphæðin átti að ákvarðast af því hversu stóru hlutfalli af ráðstöfun- arfé sínu lífeyrissjóðirnir veittu í bygg- ingarsjóðina. Þannig átti sjóðfélagi í lífeyrissjóði sem notaði 55% af ráðstöf- unarfé sínu að fá hámarkslán sem er 2,1 milljón króna, til kaupa á nýrri íbúð. Lánshlutfall þetta fór svo stig- lækkandi eftir því sem kaup lífeyris- sjóðanna minnkuðu, en til að veita lágmarksréttindi þurfti sjóðurinn að kaupa fyrir 20% af ráðstöfunarfé sínu. Lágmarkslánið er 700 þúsund krónur. Sömuleiðis hækka lán til kaupa á gömlu verulega mikið eða í 70% af ný- byggingarlánum og er hámarkslán þar um 1,5 milljónir króna. Einnig lengist lánstíminn á almennum lánum í 40 ár. Þessar tillögur voru, einsog fyrr sagði, einn af homsteinum kjarasamn- inganna og var ekki gengið til undir- skriftar fyrr en ríkisstjórnin hafði lofað að þær myndu fara í gegn á þessu þingi þannig að þær kæmi til framkvæmda eigi síðar en 1. september í ár. Skömmu fyrir páska var sett á lagg- imar nefnd skipuð tveim fulltrúum frá ASÍ, þeim Ásmundi Hilmarssyni og Jóhannesi Siggeirssyni, Örlygi Geirs- syui frá BSRB og þeim Gunnari Birg- issyni og Vilhjálmi Einarssyni frá VSÍ. Lélagsmálaráðherra skipaði Jóhann Einvarðsson í nefndina, Geir Haarde var fulltrúi fjármálaráðherra og forsæt- isráðherra setti Hallgrím Snorrason, Hagstofustjóra, sem formann nefndar- innar. Undirritaður ræddi stuttlega við Örlyg Geirsson, fulltrúa BSRB í nefnd- inni um svipað leyti og frumvarpið kom til fyrstu umræðu á Alþingi. HRÖÐ VINNUBRÖGÐ Örlygur sagði að nefndin hefði unn- ið mjög hratt að því að gera frumvarp úr tillögum Garðastrætishópsins. Sagði hann að alls hefðu nefndarmenn komið 14 sinnum saman. Þá naut nefndin aðstoðar sérfróðra manna frá félagsmálaráðuneyti og Húsnæðis- stofnun svo og tölfróðra manna frá líf- eyrissjóðunum og Seðlabanka. Einnig voru haldnir 3 sameiginlegir fundir 56 BSRB-blaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

BSRB blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.