BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 23

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 23
Það borgaði sig að fjárfesta í verkamannabústöðum i upphafi... sjá rautt, hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvarp þar að lútandi. Verkalýðshreyfingin hefur hinsveg- ar ekki verið mjög uppnumin yfir hug- myndinni, hefur hún gjarnan stillt Búseta upp sem keppinaut við verka- mannabústaði, enda hefur Búseti farið fram á sömu fyrirgreiðslu og þeir. Á 33. þingi BSRB, sem var haldið sl. haust, er lögð höfuðáhersla á að auka félagslegar íbúðabyggingar með stór- auknum íjárframlögum. Er lagt til að búseturéttaríbúðir fái 95% framlag frá hinu opinbera en leigjandinn greiði 5%. Einnig er lagt til að lán til verka- mannabústaða hækki í 90% af kostn- aði íbúðar. Kristján Thorlacius segist telja æski- legt að Búsetarétturinn verði sem val- kostur inni í húsnæðiskerfinu, en hann telur af og frá að það sé gert eins og Búseti hefur sett fram. Telur hann að húsnæðissamvinnufélögin eigi ekki heima í sama kerfi og verkamannabú- staðir, enda eignist íbúar verkamanna- bústaða smám saman íbúðirnar á meðan að þeir sem eru í Búsetaíbúð eru leigjendur og því óréttlátt að þeir greiði jafn mikið og hinir. STÓRFRAMFÖR Þó BSRB hafi ekki verið með um að móta þessar tillögur telur formaður samtakanna að það hafi verið tíma- bært að breyta húsnæðislöggjöfinni, hún hafi þarfnast endurskoðunar og að í flestum höfuðatriðum er BSRB sátt við þær hugmyndir sem þarna eru sett- arfram. „Þegar á heildina er litið er þetta stór framför. I stað 700 þúsunda eiga menn nú kost á 2,1 milljón króna láni á mjög bættum lánskjörum tii íjörtíu ára og jafnframt eru lán til þeirra sem kaupa gamlar íbúðir stóraukin. En það á eftir að útfæra mörg atriði í tillögun- um. Sem heildarstefna er þetta stórt framfaraspor en ekki gallalaust," segir Kristján Thorlacius. BSRB skrifaði undir kjarasamning við samninganefnd ríkisins með þeim fyrirvara að staðið yrði við þetta sam- komulag um húsnæðismálin. í yfirlýs- ingu með samningnum segir að hann sé undirritaður í trausti þess að kaflinn um húsnæðismál komi til fram- kvæmda í ár. Segist samninganefnd BSRB muni beita sér fyrir auknum kaupum ríkisskuldabréfa til fram- kvæmdar húsnæðiskaflans ef þetta stenst. OFSEINTÚTI í svari ríkisstjórnarinnar til samn- ingsaðila segir, að ríkisstjórnin fallist á grundvallaratriði þeirra hugmynda, sem fram koma í yfirlýsingu samnings- aðila um húsnæðismál og er hún til- búin að athuga þær vandlega í samráði við aðila vinnumarkaðarins, sérstak- lega útgjöld ríkisins í þessu sambandi. Segist ríkisstjórnin reiðubúin til að beita sér fyrir breytingum á Iögum og reglu um húsnæðismál í samræmi við niðurstöður þeirrar athugunar. Þegar þetta er ritað hefur ekki enn verið skipuð nefnd til áð sjá um þessa endurskoðun, en líklega hefur sú nefnd hafið störf þegar þessar línur birtast lesendum. í samkomulaginu er talað um að nýju húsnæðislögin takigildi I. sept- ember í ár. Til að svo megi verða þarf Alþingi að afgreiða þau sem lög fyrir þinglok í vor. Efast menn stórlega um að það náist. Er alltof skammur tími eftir af þinghaldi til að svo viðamikil löggjöf náist í gegn. Fyrir það fyrsta þá eru eins og áður hefur verið sagt mörg atriði pakkans óútfærð einsog t.d. húsnæðisafsláttur- inn. Hér er um að ræða skattafrádrátt fyrir þá sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta skipti. Er sá frádráttur enn óþekkt stærð. Þá er eftir að útfæra hvenær á byggingarstiginu húsnæðis- lánið verði greitt þegar um nýbyggingu er að ræða. Auk þess má búast við að ýmis önnur atriði komi upp þegar af- greiða á nýja húsnæðislöggjöf, eins og t.d. hlutur Búseta. Eins og sjá má á svari ríkisstjórnar- innar hér að framan hefur hún ekki skrifað upp á þetta samkomulag án fyrirvara. Sérstaklega á að athuga út- gjöld ríkisins í þessu sambandi. Hefur verið bent á að vaxtamunurinn sem ríkissjóði er ætlað að greiða vaxi mönnum mjög í augum þar á bæ. Er jafnvel búist við að ríkisstjórnin reyni að draga úr þeim mun með því að leggja til hækkun á vöxtum þeirra sem taka húsnæðislán. Verði það rökstutt með því að lánþegar fái með nýju lög- unum mun hagstæðari Ián sem eiga að greiðast á lengri tíma en hingað til, auk þess sem meðaltals vextir af húsnæðis- lánum og lífeyrissjóðslánum hafi verið mun hærri en nú er ráðgert. Lánþeg- um sé því engin vorkunn að greiða t.d. 4,5% vexti af nýju lánunum. Á móti er bent að ætli ríkisstjórnin sér slíkt hafi hún brotið samkomulagið og hún muni því tæplega leggja slíkt til. Nú svo er ekki einu sinni á hreinu undir hvaða ráðuneyti þetta heyrir lengur. Er það Þorsteinn Pálsson í fjár- málaráðuneytinu, sem leikur lykil- hlutverkið, eða er það Steingrímur Hermannsson í forsætisráðuneytinu? Og hvert er hlutverk Alexanders Stef- ánssonar í félagsmálaráðuneytinu? Hvað með starf milliþinganefndar, sem áður hefur verið rætt um? Það er talað um að hún sé í hálfgerðu tóma- rúmi um þessar mundir. Allar hennar hugmyndir hafa hingað til strandað á fjármagnsskorti, en nú er allt í einu Qármagnið fyrir hendi, en þá eru bara aðilar búnir að ákveða hvernig því eigi að verja. Líklega verður milliþinga- nefndin höfð með í ráðum þegar geng- ið verður frá nýrri húsnæðislöggjöf og byggt á hennar starfi. Þrátt fyrir það og hvað sem öllu öðru líður þá efuðust allir viðmælend- ur greinarhöfundar um það að ný hús- næðislöggjöf næði í gegn á þessu þingi og hvað er þá orðið um homstein síð- ustu kjarasamninga? Þeir samningar byggðust m.a. á því að ný húsnæðis- löggjöftæki gildi 1. september 1986. BSRB-blaðiö 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.