BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 57
með milliþinganefnd, sem ríkisstjóm-
in skipaði fyrir tæpu ári síðan til að
vinna að nýrri löggjöf að Húsnæðis-
stofnun. Sagði hann að það hversu
fljótt hefur tekist að koma þessu laga-
frumvarpi saman sé fyrst og fremst að
þakka góðri verkstjóm Hallgríms auk
þess sem allir nefndarmennimir hafi
verið sammála um að ljúka þessu af
eins fljótt og auðið væri.
„Okkar verk fólst fyrst og fremst í
því að koma samkomulagi aðila
vinnumarkaðarins um úrbætur í hús-
næðislánakerfinu í frumvarpsform.
Þeir sem unnu þessar tillögur höfðu
gengið þannig frá þeim að vinna okkar
var auðveldari en ella, allar meginlín-
ur höfðu þegar verið mótaðar."
HÆKKUN OG LENGING
Örlygur sagði að frumvarpið fæli
fyrst og fremst í sér að lán til þeirra
sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta
skipti hækkuðu verulega auk þess sem
lánstíminn lengdist um 10 ár en það
miðar hvorutveggja að því að létta
greiðslubyrði þeirra sem eru að eignast
þak yfir höfuðið.
Sem dæmi um hvemig þetta léttir
greiðslubyrðina þá þarf einstaklingur
sem fær fullt lán hjá Húsnæðisstofnun,
eða 2,1 milljón, að greiða 75 þúsund
krónur tvö fyrstu árin og um 100 þús-
und krónur á ári það sem eftir er en
hafi hann fengið lán eftir því kerfi sem
nú gildir, þ.e.a.s. 1,1 milljón, 500 þús-
und hjá lífeyrissjóði og 500 þúsund á
skammtíma bankalánum, þarf hann
að greiða um helmingi meira ári eða
um 200 þúsund krónur. Það er því um
helmings munur í þessu dæmi.
VAXTAMUNURINN
Örlygur var spurður að því hvort
engin ágreiningsefni hefðu komið upp
í nefndinni. Sagði hann að það hefði
verið ágreiningur um hvort ætti að
lögfesta 3,5% vaxtaþak á lán Húsnæð-
isstofnunar. í frumvarpi nefndarinnar
var vaxtaþakið lögfest en þeir Geir
Haarde og Jóhann Einvarðsson skil-
uðu séráliti, þar sem þeir lögðust gegn
slíkri lögfestingu. Hinsvegar vildu þeir
að ríkisstjórnin gæfi yfirlýsingu um að
vextir yrðu ekki hærri en 3,5%. Frum-
varpið einsog ríkisstjórnin lagði það
fram gerir svo ekki ráð fyrir lögfesting-
unni, en yfirlýsing liggur fyrir um að
vaxtagreiðslur fari ekki yfir 3,5% það
sem eftir er kjörtímabils ríkisstjórnar-
innar.
„Rökin fyrir þessu eru þau að Hús-
næðisstofnun er ætlað að greiða lífeyr-
issjóðunum til baka lánin með hæstu
löglegu vöxtum, sem eru um 9% í dag
og það gefur auga leið að Húsnæðis-
stofnun getur ekki staðið undir því í
mörg ár nema eitthvað aukaíjármagn
komi til. En menn verða að gera sér
grein fyrir því að húsnæðisfjármögnun
er félagsleg aðgerð og því verður að
reikna með því að ríkissjóður hlaupi
undir bagga með því að veita einnig
íjármagni inn í Húsnæðisstofnun í
auknum mæli. Hinsvegar mun ríkis-
stjórnin gefa yfirlýsingu um að þakið á
vexti lána úr Húsnæðisstofnun verði
3,5% þó svo að það verði ekki lögfest.“
BROT Á STJÓRNARSKRÁNNI?
Nú hafa sumir viljað halda því fram
að frumvarpið stangaðist á við viss
grundvallaratriði í lögum landsins, þar
sem mönnum er mismunað um lán
eftir því í hvaða lífeyrissjóði þeir eru?
„Þetta hefur vissulega verið deilu-
atriði, en tilgangurinn með þessu er að
þvinga lífeyrissjóðina til að kaupa fyrir
55% af ráðstöfunarfé sínu af bygging-
arsjóðunum og það er gert ráð fyrir því
að allir sjóðimir komi inn í þetta og
sjálfur hef ég þá trú að flestir sjóðimir
muni gera það, því sjóðsfélagar munu
ekki samþykkja annað. Það getur verið
að einstaka mjög sterkir og fámennir
lífeyrissjóðir, einsog t.d. Lífeyrissjóður
flugmanna, muni halda sér fyrir utan
þetta, enda geta þeir veitt sjóðsfélögum
sínum jafn hagstæð lán og Húsnæðis-
stofnun mun bjóða upp á. En flestir
aðrir munu hygg ég taka þátt í þessu.“
Örlygur Geirsson, varaformaöur BSRB, full-
trúi BSRB I nefnd þeirri sem samdi nýtt frum-
varp um húsnæðisstofnun, sem byggt er á
Garöastrætissami$omulaginu.
Nú munu húsmæður njóta fullra
réttinda þó þær séu ekki í neinum líf-
eyrissjóð. Fari þær hinsvegar út á
vinnumarkaðinn eiga þær á hættu að
réttindi þeirri skerðist. Er ekki með
þessu verið að reyna að halda konum
inn á heimilunum?
„Það er ljóst að það eru vissir gallar
á þessu en það kom aldrei annað til
greina en að húsmæður nytu fullra
réttinda."
70% AF KAUPVERÐI
Er ekki sú hætta fyrir hendi að þessi
lán, sem nú á að bjóða upp á verði til
þess að fólk kaupi stærri og dýrari
íbúðir en það hefði gert annars, eink-
um þar sem aðeins er hægt að veðsetja
íbúðina fyrir 60% af brunabótarmati
og til að geta veðsett fyrir rúmum
tveim milljónum þarf fólk því að eiga
íbúð sem kostar á íjórðu milljón, þar
sem brunabótamat á höfuðborgar-
svæðinu er iðulega mun lægra en gang-
verð á íbúðum?
„Þetta er atriði sem nefndin íjallaði
lítið um þar sem það liggur fyrir utan
verksvið hennar. Það eina sem ákveð-
ið var í þessu sambandi er að lánið
verði aldrei meira en 70% af kostnað-
arverði íbúðarinnar. Annað sem við
ijölluðum um var hvort rétt væri að
veita fólki úti á landsbyggðinni jafn
mikla fyrirgreiðslu og fólki á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem söluverð
íbúða í Reykjavík og t.d. í Vestmanna-
eyjum er ekkert sambærilegt og því
mun auðveldara að eignast íbúð í Eyj-
um en hér í Reykjavík. Nefndarmenn
urðu hinsvegar sammála um að ekki
væri hægt að mismuna fólki eftir því
hvar á landinu það byggi.“
Það jafnvel þó slíkt feli í sér mis-
munun?
„Það má til sannsvegar færa.“
Framhald á bls. 75
BSRB-blaðið 57