BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 74
STARFSMANNA-
FELAG RÍKIS-
STOFNANA
47. aðalfundur Starfsmannafélags
ríkisstofnana var haldinn 25. marz s.l.
Á fundinum var kosin ný stjórn starfs-
mannafélagsins og er hún þannig skip-
uð: Formaður Einar Ólafsson, varafor-
maður Tómas Sigurðsson, gjaldkeri
Sigurfinnur Sigurðsson, ritari Sigrún
Aspelund, meðstjómendur Stefán
Arngrímsson, Margrét Ríkharðsdóttir
og Jóhannes Gunnarsson. Varamenn
eru Guðrún Stefánsdóttir, Klemenz
Erlingsson, Sigríður Kristinsdóttir og
Margrét Tómasdóttir.
Á aðalfundinum voru samþykktar
íjölmargar ályktanir m.a. um kjaramál
og skipulagsmál. í kjaramálaályktun
aðalfundarins segir m.a.: „Aðalfundur
SFR minnir á þá staðreynd, að nýgerð-
ir kjarasamningar bæta aðeins að litlu
leyti þá kjaraskerðingu sem yfir launa-
fólk hefur gengið á síðustu árum.“ Síð-
ar segir: „Það er staðreynd að hér á
landi er fátækt og uppboðum á íbúð-
um launafólks íjölgar ört. Á sama tíma
hefur gróði ijármagnseigenda aukist og
verulegt launaskrið ey staðreynd.
Aðalfundur SFR skorar á allt launa-
fólk að mynda órofa samstöðu, svo
snúa megi við þessari óheillaþróun.“
Á fundinum var lögð sérstök áherzla á
verulega hækkun launa, einkum
lægstu launa, og trausta kaupmáttar-
tryggingu.
Þá var á fundinum hvatt sérstaklega
til þess að stjóm SFR beitti sér fyrir
umræðum um skipulagsmál SFR og
BSRB í ljósi þeirrar umræðu sem
framundan er á þeim vettvangi um
framtíðarskipulag samtakanna.
STARFSMANNA-
FÉLAG
REYKJAVÍKUR-
BORGAR
Aðalfundur Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar var haldinn 1.
marz s.l. að Grettisgötu 89. Dagskrá
fundarins voru venjuleg aðalfundar-
störf. Á fundinum flutti formaður fé-
lagsins, Haraldur Hannesson yfirgrips-
mikla skýrslu um starf félagsins. Rakti
hann m.a. uppbyggingu sumarhúsa fé-
lagsins að Ulfljótsvatni, en þar hafa
verið reist ljögur sumarhús, sem verð-
ur úthlutað í fyrsta sinn í sumar.
Gjaldkeri félagsins, Ingimar Karls-
son, skýrði endurskoðaða reikninga fé-
lagsins og lýst var stjórnarkjöri og gerð
grein fyrir fram komnum tillögum til
breytinga á lögum félagsins.
Á fyrsta fundi stjórnar félagsins eftir
aðalfund tók við ný stjórn þess. Hana
skipa: Formaður Haraldur Hannes-
son, varaformauur Pétur Pétursson,
gjaldkeri Ingimar Karlsson, ritarar Ása
Clausen og Guðmundur V. Óskarsson.
Aðrir í stjórn félagsins eru: Arna Jóns-
dóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Hulda
Ólafsdóttir, Sigríður Axelsdóttir, Sjöfn
Ingólfsdóttir og Þórhallur Halldórs-
son.
STARFSMANNA-
FÉLAG KEFLA-
VÍKURBÆJAR
Aðalfundur Starfsmannafélags
Keflavíkurbæjar var haldinn 20. mars
s.l. Á dagskrá voru venjuleg aðalfund-
arstörf og önnur mál.
Ein ályktun var gerð á fundinum
um starfsmannaráð, en það hefur lítið
sem ekkert starfað undanfarin ár.
Aðalfundur S.T.K.B. skorar á bæj-
arráð að leggja niður bæjarstarfs-
mannaráð í þeirri mynd sem það er nú
í og stofna starfskjaranefnd í staðinn.
Starfssvið starfskjaranendar mun vera
að fjalla um þreytingar á launum
starfsmanna á milli samninga.
Núverandi stjórn félagsins er:
Hólmar Magnússon, formaður, ínga
Lóa Guðmundsdóttir, varaformaður,
María Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Jón
Olsen, ritari og Guðmundur R. J.
Guðmundsson, meðstjómandi. Vara-
stjórn: Guðbjörg Ragnarsdóttir og
Gísli ísleifsson.
Árshátíð félagsins var haldin 22.
mars s.l. í nýju glæsilegu veitingahúsi
við Vesturbraut. Var hún mjög vel sótt
og tókst í alla staði vel.
PÓSTMANNAFÉLAG
ÍSLANDS
Aðalfundur Póstmannafélags fs-
lands var haldinn 14. apríl. Fundurinn
var fjölmennur. Sóttu hann um 80
manns. Daginn eftir kom saman nýtt
Félagsráð PFÍ og kaus það stjóm fé-
lagsins og formann. Þorgeir Ingvason
fráfarandi formaður og Sigrún Sturlu-
dóttir gengu úr stjóm. Nýr formaður
var kjörinn Jenný Jakobsdóttir og er
hún fyrsta konun, sem gegnir embætti
formanns í PFÍ.
í stjóm PFÍ eru, auk Jennýjar, þau:
Torfi Þorsteinsson, varaformaður, Lea
Þórarinsdóttir, ritari, Sigríður Hans-
dóttir gjaldkeri og meðstjórnendumir
Ingveldur Bjarnadóttir, Guðrún Ólafs-
dóttir og Ragnheiður Björnsdóttir.
Á aðalfundi PFÍ var samþykkt
ályktun um kjaramál þar sem segir
m.a.: „Aðalfundur PFÍ varar við því
alvarlega misræmi sem skapast hefur á
launum opinberra starfsmanna annars
vegar og á hinum svokallaða frjálsa
markaði hins vegar. Það hlýtur að vera
alvarlegt áhyggjuefni sú stefna stjóm-
valda að láta reka að feigðarósi í
launamálum stofnana ríkisins." Fjöldi
annarra ályktana var samþykktur s.s.
um skipulagsmál BSRB, þar sem
starfsgreinaskipulagi er hafnað. Einnig
var samþykkt ályktun um stöðuveit-
ingar innan Póst- og símamálastofn-
unarinnar, en nýlega gerðist það að
yfirmenn skilyrtu stöðuveitingu því,
að viðkomandi starfsmaður léti af
trúnaðarstöðu fyrir stéttarfélag sitt.
Jenný Jakobsdóttir.
FÉLAG OPINBERRA
STARFSMANNA Á
VESTFJÖRÐUM
Aðalfundur opinberra starfsmanna
á VestQörðum FOSVEST var haldinn
20. marz s.l. Á dagskrá fundarins voru
venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál.
Á fundinum var m.a. rætt um hugs-
anlega ráðningu starfsmanns félagsins í
hluta starf og samþykkt var tillaga þess
efnis. Þá var rætt um húsnæðis-
vandræði félagsins. Almennt var rætt
um launamálin og væntanlega sér-
kjarasamninga.
Samkvæmt lögum félagsins gengu
tveir stjómarmanna úr stjóm, þau Inga
74 BSRB-blaðið