BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 27

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 27
Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa líka látið í ljós óánægju með launaliði kjarasamninganna og sömu- leiðis má nefna að fjórar konur sem sæti áttu í stjórn verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, gengu úr flokkn- um í einu lagi, að stærstum hluta vegna óánægju með samningana. Það er þannig langt frá því að allir séu á eitt sáttir um ágæti þessara ný- gerðu samninga. Þeir hafa líka víða verið samþykktir með semingi og til dæmis að taka voru 28% þeirra sem atkvæði greiddu í atkvæðagreiðslu BSRB á móti þeim. Þegar þetta er skrifað eru liðnar u.þ.b. þijár vikur frá undirritun samn- inganna og viðbrögðin við samningun- um sjálfum ættu því að vera komin í ljós að mestu. Það verður ekki í efa dregið að meirihluti fólks sé samn- ingunum fylgjandi. Hins vegar verður ekki sagt að þeirri afstöðu fylgi nein veruleg hrifning. Enn á líka árangur samninganna eftir að koma í ljós að stórum hluta. Af ríkisstjórnarinnar hálfu og Alþingis, hafa þegar verið sett lög um tolla- lækkanir og fleira sem á að tryggja lækkun verðbólgunnar. Því hefur einnig verið lofað af hálfu ríkisstjóm- arinnar að gengi verði haldið stöðugu og það er auðvitað ein af frumforsend- um þess að unnt sé að hafa hemil á verðbólgunni. VERÐGÆSLA Verðlagsstofnun hefur líka verið fal- ið að hafa sem nákvæmast eftirlit með verðlagsþróun og þessa dagana gengst verkalýðshreyfingin fyrir miklu átaki til að efla verðskyn almennings og virkja sem flesta neytendur til að hafa auga með verðlagsbreytingum og til- kynna Verðlagsstofnun um allar óeðli- legar verðbreytingar. Þama hefur myndast samstarf þriggja sterkra aðila, Verðlagsráðs verkalýðssamtaka og neytendasam- taka, sem ætti að geta skilið verulegum árangri. Þó má benda á ýmislegt sem dregur úr möguleikunum til að halda uppi öflugu verðlagseftirliti með þess- um hætti. Þannig er verðlagning í landinu orð- in frjáls á flestum sviðum og ef til þess kæmi að kúga þyrfti einstaka aðila eða atvinnugreinar til hlýðni, væri tæpast um aðra möguleika að ræða en afnema þetta frelsi a.m.k. um stundasakir með því að setja lög um hámarksálagningu. Slíkt er hins vegar í andstöðu við ríkj- andi stefnu í verðlagsmálum og væri því skref aftur á bak á vissan hátt. Einnig má benda á að verðskyn fólks mun yfirleitt ekki vera nægilega - LÁNSKJARAVÍSITALAN Lánskjaravísitalan lækkaði um 2,5% í kjölfar kjarasamninganna og efnahagsráðstafananna. Þessi lækk- un gildir fyrir aprílmánuð og hefur í för með sér að verðtryggð lán lækka sem þessu nemur. Þetta hefur aldrei gerst áður frá því þessi vísitala var fyrst tekin upp hérlendis. Reikni- stofnun bankanna annast útreikn- inga vísitölunnar fyrir bankana og þar stóðu menn frammi fyrir því að þurfa að endurvinna tölvuforrit vegna þess að í þeim var ekki gert ráð fyrir því að lánskjaravísitalan gæti lækkað. - BÍLALEIGUR Verðskrá Bílaleigu Llugleiða, lækkaði um nærri 8% að meðaltali. Ástæðan var sú að verið var að skipta um bíla hjá leigunni og nýju bílamir urðu ódýrari en reiknað hafði verið með. Bæði daggjald og kílómetra- gjald var því lækkað á öllum bílum leigunnar. Þær bílaleigur sem nú eru að skipta um bíla að einhverju eða öllu leyti ættu að hafa aðstöðu til að lækka gjöld sín á samsvarandi hátt og slíkar aðgerðir gætu orðið þess vald- andi að bílaleigugjöld lækki almennt af samkeppnisástæðum. - TRYGGINGAIÐGJÖLD Iðgjöld af bifreiðatryggingum lækkuðu að vísu ekki, þvert á móti stórhækkuðu þau, en hækkunin varð þó nokkru minni en ráð hafði verið fyrir gert. Það var eftir að bein til- mæli höfðu borist frá ASÍ. - LÁTÆKTARSEKTIR Hinar svokölluðu fátæktarsektir, eða sú þóknun sem bankamir taka fyrir að innheimta innistæðulausar ávísanir, voru meðal þess sem hætt var við að hækka. Sömu sögu var að segja um gjald fyrir ávísanahefti og önnur þjónustugjöld bankanna. Allir þessir liðir voru hækkaðir um svipað leyti og kjarasamningarnir gengu í gildi, en hækkanimar voru síðan dregnar til baka. Það var þó ekki gert fyrr en eftir að viðskiptaráðherra hafði beitt sér af hörku í málinu. BSRB-blaðiö 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.