BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 10

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 10
Ef við metum árangur í stjórn- málum eftirþví, hvortmenn ná völdum eða ekki — sem ég eralls ekki aðsegjaaðsé algildur mœlikvarði á árangur I stjórn- málum — þá nefur þessari forystusveit Sjálfstæðisflokksins gengið erfiðlega að ávaxta þann mikla og aooa art, sem hún fékk i hendur. Tveir formenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Geir Hailgrimsson. Báðir sátu í útgáfustjórn Morgunblaðsins. Morgunblaðið er stórveldi. Það kemur út í rúmlega 40 þúsund eintök- um daglega. Tæknilega stendur það betur en aðrir íjölmiðlar í landinu. Áhrifa blaðsins gætir víða. Það gefur tóninn í blaðaheiminum og hefur bein áhrif á viðhorf almennings til þjóð- mála. Morgunþlaðið er nátengt Sjálf- stæðisflokknum. Sumir líta á blaðið sem flokksmálgagn. Aðrir líta á það sem eina fjölmiðilinn í landinu sem er sambærilegurerlendum fjölmiðlum. En hvernig lítur annar ritstjóri blaðsins, Styrmir Gunnarsson, á Morgunblaðið og meint áhrifþess? — Ég held að áhrif Morgunblaðsins séu engin föst stærð heldur séu þau breytileg. Stundum hefur blaðið mikil áhrif á umhverfi sitt og skoðanamynd- un í landinu en á öðrum tímum eru þessi áhrif takmörkuð. Allt fer þetta eftir efnum og aðstæðum. Áhrif fjölmiðlanna í heild hafa auk- izt. Það er eðlileg afleiðing opnari blaðamennsku. HLUTVERK FJÖLMIÐLA Þú nefnir að fjölmiðlar hafi í heild sinni orðið áhrifameiri með árunum. Hvert er hlutverk fjölmiðla að þínu áliti? — Hlutverk fjölmiðla er, að endur- spegla sem bezt þjóðlífið frá degi til dags, miðla upplýsingum og vera vett- vangur skoðanaskipta fólks. Það er líka hlutverk þeirra fjölmiðla, sem einkaaðilar gefa út, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stjórn- málaflokkar að vera boðberar ákveð- inna skoðana og hugmynda ef þeim sýnist svo. Ríkisfjölmiðlar eiga hins vegar að vera upplýsingamiðill en ekki boðberar ákveðinna skoðana. Hefur hlutverk fjölmiðla breytzt t.d. í stjórnmálum? — Sú var tíðin, að fjölmiðlamir voru fyrst og fremst málgögn ráðandi aðila, stjórnmálaflokka, stjórnmála- manna og embættismanna. Þetta hefur breytzt á einum aldarfjórðungi. Fjöl- miðlar veita ráðamönnum meira að- hald en áður. Þetta hefur breytt aðstöðu stjórn- málamanna, flokkanna og embættis- manna. Þeim hefur gengið misjafnlega að átta sig og aðlaga sig þessum breyt- ingum. Þær hafa lagt aukna ábyrgð á herðar blaðamanna og fréttamanna. Þeim hefur gengið misjafnlega að fóta sig í nýju hlutverki. Standa fjölmiðlarnir sig í nýju hlut- verki? — Það skortir töluvert á það. Einn helzti vandinn er sá, að yfirleitt fá blaðamenn ekki tækifæri til að afla sér sérþekkingar á ákveðnum sviðum. Þeir vinna að einu í dag og öðru á morgun. Þó hafa nokkrir blaðamenn Morgunblaðsins sérhæft sig á vissum sviðum, svo sem í erlendum málefn- um, sjávarútvegsmálum, lögreglumál- um, stjómmálafréttum, landbúnaðar- málum o.fl. SAMBAND FLOKKS OG BLAÐS Hver eru tengslin á milli Morgun- blaðsins og Sjálfstœðisflokksins? — Það eru engin formleg tengsl á milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins. Einu beinu tengslin á sínum tíma voru í því fólgin að ritstjórar blaðsins áttu rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Rit- stjóri Vísis sat þar einnig árum saman. Haustið 1975, þegar sundrung varð á Vísi og Dagblaðið hóf göngu sína, var boð um setu á þingflokksfundum ekki 10 BSRB-blaðið

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.