Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 14

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 14
14 föstudagur 21. september Eimskip hf.: Flutningaþarfir ís- lensks sjávarútvegs Pær breytingar sem íslensk skipa- félög hafa unnið að á undanförn- um árum, eiga eftir að koma íslenskum sjávarútvegi verulega til góða í framtíðinni. Þróunn á síðustu tveimur til þremur árum hefur verið ótrúlega hröð. Stærstu skipafélögin hafa byggt upp eigin hafnaraðstöðu í Reykjavík og víðar, og þar sem fulltrúar sjávar- útvegs og skipafélaga hafa tekið höndum saman um skipulagningu hefur átt sér stað ákveðin og afgerandi stefnumörkun um fram- tðaruppbyggingu flutninga og við- skipta innan lands sem utan. Það skipulag sem nú er að komast á rekstur millilandaflutn- inga skipafélaganna, byggir á reyn- slu allt frá síðustu aldamótum. íslendingar hafa stundum átt því láni að fagna, að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma, og svo vill til að saga samvinnu íslenskra skipafélaga og sjávarútvegs hefur til þessa mótast af slíkum ákvörð- unum. Engin efast í dag um að vélbáta- útgerðin, sem hófst hér á landi laust eftir síðustu aldamót, hafi verið eitt örlagaríkasta spor, sem stígið hefur verið til eflingar ís- Iensks atvinnulífs frá upphafi. Sú þróun sem síðan hefur átt sér stað, ber þess reyndar vitni á flestum sviðum. Fljótt á litið kann að virðast að ólíkt sé komið á með útvegsmönn- um áldamótaáranna og samtím- ans.Þá var ekki spurt um hversu mikið mætti veiða, heldur með hverju. Hitt hefur svo átt við frá upphafi, að íslenskri útgerð er nauðsyn að geta reitt sig á trygga og reglulega flutninga á afurðum sínum. Vélbátaútgerðinni fylgdi meiri afli, sem síðan kallaði á stærri markaði en voru fyrir hendi hér á landi. Þessi vandi var engan veginn auðleystur og er saga sjávarútvegs á íslandi reyndar samtvinnuð sí- breytilegum þörfum á flutningum afurða og nauðsynja til þess að halda honum gangandi. Annarsvegar varð að koma til þjónustuaðili sem gat tryggt eðli- leg tengsl útgerðarplássa á landinu - þjónustuaðili sem gat tryggt flutninga á afurðum innanlands. Hinsvegar varð einnig að tryggja markaði - íslenskur markaður var of lítill og því varð að leita út fyrir landsteinana. Það var við þessar aðstæður sem fyrsta íslenska skipafélagið - Eim- skipafélag íslands - var stofnað. Saga þess, sem og annara skipa- félaga sem síðar komu til sögunnar hefur síðan verið órjúfanlega sam- tvinnuð slenskum sjávarútvegi, þróun hans og þörfum, sem vissu- lega hafa breyst síðan um aldamót. Þessar þarfir hafa einkum miðast við flutninga og má segja að án sjávarútvegsins væru íslensku skipafélögin ekki þar sem þau eru í dag. Áhrifin eru hinsvegar gagnkvæm. Með tilkomu reglu- legra áætlanasiglinga og flutninga innanlands sem utan, opnuðust leiðir til enn frekari eflingar útvegs í landinu. Tæki til viðhalds og enduruppbyggingar bárust nú til landsins með nokkura mánaða millibili, sem kallanði síðan á enn frekari breytingar hjá skipafé- lögunum svo mætti yrði breyttum þörfum um flutningsmagn og varð- veislu varnings. Enda liðu ekki nema nokkur ár, að útvega varð skip sérhönnuð til útflutnings á sjávarfurðum. Fyrsta kæliskipið, Brúarfoss, kom til landsins 1927 og tvö önnur skip hugsuð til flutn- inga, bættust í skipaflota Eim- skipafélagsins næstu ár á eftir. Árið 1939 voru skip Eimskipafé- lagsins orðin 6, eða talsvert fleiri en önnuðust flutninga til landsins árið 1914 er félagið var stofnað og auk þess átti Eimskipafélag Reykjavíkur tvö skip um þetta leyti. Á tímabilinu frá aldamótum hefur margt gerst í íslenskum sjávarútvegi. Þrátt fyrir kreppu ástand millistríðsáranna tóku fyrstu síldarverksmiðjurnar til starfa 1930 og frystihúsin fóru síðan af stað upp úr 1940. Þegar síðari heimstyrjöldin skellur á má því segja að kominn sé vísir að stóriðju á íslandi og mikið í húfi að þessi iðnaður næði að þróast eðlilega. Skipafélögin stóðu and- spænis því að verða að fullnægja vaxandi flutningaþörf sjávarútvegs og leysa jafnframt þann vanda sem hafði skapast af samdrætti í Evrópusiglingum vegna stríðsins. Söluhorfur, sem að verulegu leyti ultu á áætlunum íslenskra flutn- ingsaðila, voru því alls ekki góðar um þetta leyti, að ógleymdu því að afkoma skipafélaganna var að miklum hluta til háð því, að geta haldið uppi reglulegum millilanda- siglingum. Það var því eðlilegt þegar hér var komið að siglingar hæfust til Bandaríkjanna og að reynt væri að vinna þar markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Óhætt er að fultyrða að hefðu fslandssiglingar á þessum árum ekki verið í höndum íslendinga sjálfra. sem gerðu sér grein fyrir þörfinni á viðskiptasamböndum við útlönd, hefði ekki verið brugðið jafnskjótt við og raunin varð. íslenskur skipafloti var hér nauðsyn eins og svo oft áður. Hér að framan hafa aðeins verið raktir nokkrir atburðir sem skiptu verulegu máli um þróun þeirra atvinnuvega sem í dag mynda um 70% útflutningsverðmæta þjóðar- innar. Hægt væri að týna til fleiri dæmi um það hvernig hagsmunir þessara aðila hafa haldist í hendur frá upphafi aldarinnar. Söluhorfur íslenskra sjávarafurða hafa miðast, og miðast enn við áætlanir skipafélaga sem geta flutt eða skipulagt flutninga margvísl- egustu vörutegunda til ólíklegustu staða á hnettinum. Erlendir mark- aðir hafa frá upphafi verið tilefni náinnar samvinnu sjávarútvegs og flutningaaðila á íslandi. Söluhorf- ur erlendis hafa endurspeglast í áætlunum skipafélaganna, sem þannig hafa undirbyggt milliríkja viðskipti þjóðarinnar. Skipulagðar áætlanasiglingar gera ráð fyrir reglubundinni og tíðri þjónustu á milli fyrirfram ákveðinna hafna og all fyrirferða- miklu rekstrarkerfi. Verulegur skrifstofurekstur tilheyrir þessum siglingum og ekki aðeins mikil fjárfesting í skipum heldur einnig í tækjakosti og aðstöðu í landi. Siglingar af þessu tagi eru yfirleitt fjárfrekar. ÖIl þjónusta er á til- tölulega fáum höndum en eftirsp- urn á margra höndum og dreifð. Eitt af einkennum markaðsins í áætlanasiglingum er svæðisbundið samstarf áætlanaskipafélaga um verð og þjónustu. Áætlað hefur verið að samkomulög „Conferenc- es“ af þessu tagi nái til u. þ. b. 60-70% aföllum áætlanasiglingum í heiminum. Það sem sagt er réttlæta samkomulög af þessu tagi,er að þau skapi jafnvægi og öryggi í siglingunum og svo tekjur sem geri mögulegan arð af rek- strinum, sem sðan megi verja til endurnýjunar. Kostnaður við áætl- anasiglingar hefur farið ört vax- andi á þessari öld og á sjöunda áratugnum eða um 1970 var kostn- aður við lestun og losun skipa orðinn um 64% af heildarflutnings- kostnaði. Þessi þróun var skipafélögum um allan heim mikið áhyggju- efni.Hafist var handa um endur- skipulagningu flutningakerfa og reynt að einfalda flutninga sem framast var kostur. Niðurstaðan varð sú að meiri áherslu bæri að leggja á flutninga í stórum eining- um. Með tilkomu bretta náðist strax mikil hagræðng hvað varðar lestun, losun og nýtingu skipa. Gjörbylting átti sér hins vegar stað er gámarnir komu til sögunnar. íslensku skipafélögin fylgdust náið með þessari þróun frá upphafi og hefur árangur þeirrar athugun- ar verið að koma í ljós síðustu tvö til þrju árin í mynd bættrar þjón- ustu og aðstöðu skipafélaganna. Má benda á sem dæmi, uppbygg- ingu nýs kerfis til flutninga á frcð- fiski, sem var hannað í sameiningu af Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og Eimskip. Þetta kerfi getur í senn sinnt stórum vörusendingum, lagað sig að sölu innlendra aðila hverju sinni og jafnframt takmark- að dreifingu gerist slíks þörf. Þetta er mögulegt vegna aukinnar bretta- og gámavæðingar og vegna söfnunarkerfis, sem byggir á að hægt sé að taka við fiski og fisk- afurðum til geymslu í miklu magni. Uppbygging þessa nýja flutningakerfis er enn í fullum gangi meðal íslensku skipafélag- anna. Stóraukin notkun gáma til varðveislu vörunnar á meðan á flutningi stendur skapar hagræð- ingu á nánast öllum sviðum. Mun styttri tíma tekur nú, en áður að lesta og losa skipin. Flutningar á landi eru mun öruggari, auðveldari og hagkvæmari en áður, þar sem ekki er hróflað við varningnum fyrr en hann kemur á áfangastað. Möguleikar á fjölbreyttari flutn- ingum en áður, hafa aukist með tilkomu ólíkra gerða gáma. Sér- stakir gámar hafa verið útbúnir til ferksfisksflutninga en útflutningur ferskfisks með skipum íslensku skipafélaganna hefur margfaldast síðastliðin ár. Svona mætti halda áfram. Sú aðstaða til aukinnar þjónustu við undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar, sem íslensku skipaélögin hafa unnið að á undanförnum árum, er þegar tekinn að skila árangri. Utflutningur a ferskum fiski i gámum hefur meira en tvöfaldast það sem af er árinu. Hér er verið að ganga frá fiski úr Guðfinnu Sveinsdóttur, sem fluttur var út í gámum. Notkun frystigama fer stöðugt vaxandi. Her er verið að fylla einn af fryst- um fiski. Fra athafnasvæði Eimskips i Sundahofn. Nyji gamakraninn i baksyn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.