Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 11

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 11
föstudagur 21. september 11 Meðan gert er út þarf að þjónusta flotann — segir Kjartan Ó Kjartansson Flestir þeirra sem starfa í sjávarút- vegi á íslandi þekkja ASIACO, en það fyrirtæki hefur lengi þjónað íslenskum sjómönnum og útvegs- mönnum. Fyrirtækið er nú til húsa að Vesturgötu 2, í Reykjavík, sem sagt nálægt sjónum, en úti á Sel- tjarnarnesi er fyrirtækið með lager og netaverkstæði, sem tók til starfa fyrir nokkrum árum. Á dögunum lögðum við leið okkar til ASIACO og ræddum við Kjartan Örn Kjartansson fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Fyrsta spurningin, sem við lögð- um fyrir Kjartan Örn var: AS- IACO er þjónustumiðstöð fyrir sjávarútveginn, og hefur verið lengi. Hvernig hefur starfsemin þróast? Það er ef til vill best að skýra frá þessu með því að líta á þróun fyrirtækisins í þau rúmlega 25 ár, sem það hefur starfað. Asíufélagið hf. eins og það hét þá, var upphaf- lega stofnað í kringum hin nýju gerviefni sem þá voru að koma á markaðinn, aðallega nælon. Þá voru neta og nótaveiði allsráðandi og hefur fyrirtækið verið leiðandi í öllu því er að neta og nótaveiðum lítur síðan. Þegar skuttogarabylt- ingin hófst kringum 1970, þá juk- um við þjónustu í togveiðarfærum hverskonar. Fyrirtækið hafði milli- göngu um smíði 10 togara í Japan og á sama tíma kynntum við plastkassa til notkunar um borð í veiðiskipum, sem leið til að varð- veita hráefnið betur. í dag rekum við víra- og netaverkstæði að Suðurströnd 4 á Seltjarnarnesi. Þaðan getum við nú mætt flestum þörfum í sambandi við veiðarfæri. Sem dæmi get ég bent á bát, sem stundar netaveiðar hluta af árinu, er á fiski- eða humartrolli á sumrin og síðan á síldveiðum á haustin. Þessum bát getum við þjónað með allar hans þarfir frá einum stað. f sambandi við plastílátin á þetta einnig við, hvort heldur er fyrir fiskvinnslu í landi eða fyrir fiski- skip. Allir þekkja Dyno-Strömber fsikikassana og Dyno-Cipac fiski- körin. Þau eru nú til í fleiri stærð- um og gerðum en áður eða eftir því sem ég best veit hjá öðrum, það er að þessum þörfum öllum mætum við einnig frá einum stað. Þá vil ég líka geta nýustu þjón- ustunnar, sem er útflutningur á ferskum fiski. Fyrirtækið hefur um árabil, í meira eða minna mæli, verið í útflutningi á rækju og flestar afurðir frystitogarans Örv- ars frá Skagaströnd hafa verið seldar af ACIACO. Nú tökum við að okkur fyrir viðskiptavini okkar að koma ferskum fiski í gámum á markað í Englandi eða Þýskalandi eftir því sem við á. Því held ég að það sé rétt að mega kalla okkur þjónustumiðstöð fyrir sjávarútveginn. Við höfum allt til að veiða fiskinn, varðveita hann og hreyfa og koma honum síðan á markað. - Hvað þýðir sjávarútvegssýn- ingin fyrir ACIACO? - Þó að á sýningu, sem þessari sé væntanlega seint hægt að koma fyrir öllum þeim hlutum, sem mað- ur vildi sýna, eða kynna alla þá þjónustu sem fyrirtækið getur tek- ið að sér, þá er hún samt sérstakt tækifæri til að sýna á einum stað styrk fyrirtækisins og breidd. Um leið tekst okkur væntanlega að hitta þarna mikinn fjölda við- skiptavina til að ræða við þá um þarfir þeirra í nútíð og framtíð. Það er jú okkar hlutverk að koma góðum framleiðsluvörum til not- enda og koma upplýsingum not- enda til skila við framleiðendur. - Hvaða fyrirtæki munuð þið kynna á sýningunni og verða full- trúa þessara erlendu fyrirtækja staddir á íslandi á meðan sýningin varir? - Ein aðalástæðan fyrir vel- gengni fyrirtækisins er hversu vel okkur hefur tekist til að með erlenda samstarfsaðila, sem eru hver á sínu sviði leiðandi í heimin- um. Flestir aðalsamstarfsaðilar okkar sýna hér og eru flestir með fulltrúa svo þar gefst viðskipta- mönnum tækifæri til að eiga við- ræður beint við framleiðendur, sem er örugglega mikilvægt fyrir öll samskipti. í stafrófsröð sýna þessir: Edwin Ashworth Marine Ltd., Englandi sýnir nýja hlera. Bison toghlera og verða þeir bæði sýnd- ir í aðalbásnum nr. D-70 og einnig á útisvæði nr. F-18. Bison hlerarnir eru mjög sérstakir og um margt mjög öðruvísi en menn eiga að venjast. Sú reynsla sem fengist hefur af þeim er alveg frábær og hvet ég menn eindregið að heim- sækja okkur og ræða við fram- leiðendann og hönnuðinn hr. John Ashworth. Við erum að gefa út bæklinga með tæknilegum upplýs- ingum um hlerana, en slíkt hefur verið af skornum skammti hér á landi til þessa. Verða þeir afhentir áhugamönnum í aðalbásnum. Baskelittfabrikken A/S í Noregi sýnir í aðalbási okkar nr. D-70 hvers konar neta- og nótaflot, baujur og belgi og fríholt. Fram- leiðsla Baskelitt er mjög fjölbreytt og mætir þörfum margra og hefur framleiðsla þeirra fengið mikla reynslu hérlendis eða á þriðja tug ára, en framleiðslan er sífellt að þróast. British Robes Ltd., Englandi stærstu stálvíraframleiðendur heims, sýna þarna ýmsar gerðir víra, frá fiskivírum til kranavíra og allt þar á mili. Flestirþekkj a bláa þráðinn, Rolls Roycinn í vírum, en færri vita að þeir eru einnig mjög stórir framleiðendur á köðlum hvers konar t. d. verður sýnt snurvoðartóg, sem hefur fengið mjög góða reynslu hér. Ekki skemmir að verðin eru nú mjög hagstæð á þessari gæðafram- leiðslu. Dyno Norplast A/S Dyno Cipax Nord AOS Noregi eru með sér bás nr. D-86, þar sýna þeir ýmsar gerðir af kössum, bökkum, kútum og kerum, meðal annars nýja gerð fiskikassa, sem eru auðveldari að bera í höndum en eldri gerðirnar og enn sterkari ef eitthvað er. Mjög margar gerðir af fiskkössum, bæði einangruðum og óeinangruð- um eru sýndar og trúi ég að margir eigi eftir að leggja leið sína til Dyno, ekki hvað síst vegna aukins ferskfiskútflutnings í gámum. Hermann Engel Co, Bremer- haven, hinn þekkti og leiðandi framleiðandi í flottrollum sýnir í bás nr. C-96. Hönnuðurinn sjálfum, Hans-Hermann Engel verður til viðtals í básnum og er gaman að fá slíkan auðfúsugest hingað heim. Nichimen Co Ltd. Unitia, Japan sýna þarna ýmsar gerðir nælon- neta. Aflanetin frá Nichimen eru gæðavara sem flestir vildu líkja eftir og þarf vart að kynna netin hér. Nam Yang Fishing Net Ind. Co. S-Kóreu sýna einnig nælon þorska- net og nótaefni. ASIACO hefur nýlega hafið samstarf við þetta fyrirtæki, sem býður vörur sínar á mjög hagstæðu verði. ETS, Morgere, Frakklandi sýnir hluta af framleiðslu sinni á úti- svæði nr. F-14 en frekari upplýs- ingar fást í aðalbásnum. Frönsku Polycalent stálhlerarnir eru löngu þekktir hér sem annarsstaðar og eru „orginalinn af stálhlerunum“. Panther Plast A/S, Danmörku sýnir í aðalbásnum m. a. ýmsar gerðir af plastflotum. Nokalon trollflotin eru löngu orðin þekkt hér, enda þau sem tóku við af álkúlunum. 8“ djúpsjávarflotið þeirra er það sem mest er notað hér, enda reynst það besta af sinni tegund. Er aldrei að vita nema extra góð kaup gerist á þeim nú. Parsons Chain Co Ltd., Bretlandi sýna hér bæði Trawlex keðjur og keðjulása og Kuplex lyftikeðjurog tengi. Trawlex trollkeðjurnar og „rauðu lásarnir“ eru löngu orðin þekkt hér á landi, en færri þekkja enn Kuplex, sem er sérstakt kerfi keðju og tengja til að búa til hvers konar stroffur til lyfinga. Hefur kuplex mjög aukið öryggi í för með sér, utan þess, sem það er ódýrari lausn í notkun þar sem það á við en venjulegar vírstroffur. Pelters Co. Ltd., Englandi stærsti bobbingaframleiðandi heims sýnir á útisvæði nr. F-20 ýmsar gerðir stál- og gúmmíbobbinga fyrir allar gerðir trolla og báta og er hér um geysimikið úrval að ræða til að mæta öllum þörfum. Frekari upp- lýsingar verða gefnar í aðalbásn- um. SABA/Mölnlycke sýna Tork hreinlætisvörurnar. Er hér um að ræða þurrkur og sápur bæði fyrir grófa notkun eins og á verkstæðum eða í vélarrúmum eða þar sem Frá lagernum hjá ASIACO við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. sérstaks hreinlætis er þörf eins og í frystihúsum eða rannsóknarstof- um. Tork vörurnar mæta öllum þurrkunarvandamálum og munu sölumenn sýna viðskiptavinum vörurnar svo þeir geti sannfærst af eigin raun. SpanSet, Englandi sýnir hluta af fjölbreyttu úrvali tækja til sjóbún- aðar farms um borð í skipum og böndum og smoffum til hverskyns lyftinga og festinga. Vickers Oils, Englandi sýna olíur og smurefni til notkunar í stefnis- rörum skipa og þar sem hætta er á að sjór eða vatn komist að. Þar má sérstaklega nefna Hydrox 21, sem er stefnisröraolía, sérstaklega ætl- uð til þess að draga úr olíuleka þegar ásþétti skrúfubúnaðar hefur orðið fyrir skemmdum. Þetta er nýung hér á landi, sem væntanlega á eftir að vekja athygli. Thos B. Wellings Co. Ltd., Eng- landi sýna hverskyns veiðarfæra- lása, króka o. s. frv. ASIACO er löngu orðið þekkt fyrir góða þjón- ustu í öllu stáli fyrir togveiðarfæri og þarna getur að líta sýnishorn af því, sem á boðstólum er. - Nú hefur ASIACO verið í fremstu röð á sínu sviði í fjölda ára. Hvers væntið þið af sjávarút- vegssýningunni? - Til viðbótar því sem ég hef áður sagt má segja í stuttu máli að við væntum þess að selja þær bestu vörur, sem nú eru fáanlegar á markaðnum til viðskiptavina okkar, gamalla sem nýrra og til að kynna okkur og þær vörur sem við erum fulltrúar fyrir til nýrra kaup- enda. - Eruð þið með eitthvað sér- stakt á sýningunni, sem þig munið Bison hlerar á útlsvæði ASIACO. leggja áherslu á að kynna. Eitt- hvað nýtt sem menn hafa ekki séð áður í heiminum? - Allt sem við sýnum finnst mér vera sérstakt og merkilegt, en það er rétt að benda á það sem kann að vera óvenjulegt og þar á ég við sérstakar ferðir milli sýningar- svæðis og verkstæðis- og vöruhúss okkar. Þar getum við sýnt við- skiptavinum og sýningargestum, þá góðu aðstöðu, sem við höfum skapað okkur. Þar verða einnig til sýnis allar þær vörur, sem við getum ekki komið fyrir í sýningar- básum. Það er líka rétt, að við sýnum í fyrsta sinn stóran „Bison“ toghlera. Þessi hleri er 1200 kíló, ætlaður fyrir togara, en þeir sem til þekkja vita að þessir sérstöku hlerar hafa einungis verið til fyrir báta fram til þessa. Við ráðleggj- um öllum að heimsækja okkur til að skoða þessa hlera ásamt öðru. - Nú er sjávarútvegssýningin haldin á tíma er hálfgerð kreppa ríkir í íslenska sjávarútveginum. Hvernig finnst þér að taka þátt í sýningu á þessum tíma og ertu bjartsýnn á að úr rætist? - Það er Ijóst að þjónustufyrir- tæki í sjávarútvegi líður nákvæm- lega eins og útveginum sjálfum. Erfiðleikar hans bitna á fyrirtækj- um eins og okkar. Það er ríkasta von okkar, að sjávarútvegurinn megi fá eðlilegan rekstrargrund- völl og standa í eðlilegum blóma, enda ekki annað að sjá, en að stærri hluti þjóðanna þurfi að lifa á honum beint eða óbeint í nán- ustu framtíð. Meðan gert er út á íslandi, þarf að þjónusta fíotann og við ætlum okkur að vera hérna lengi, sagði Kjartan Örn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.