Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 25

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 25
föstudagur 21. september 25 aa n n [WJ \ IMPORTERS um M \8M[ n + AGENTS Bremerl Cuxhaven Hamburg OCEAN PERCH, COALFISH, COD frozen fillets blockfrozen + interleaved FROZEN PRAWNS (Pandalus borealis) LUMPFISH ROE HERRING + HERRINGFILLETS frozen marinated FROZEN BLACK HALIBUT blockfrozen or IQF Agency for containerimports Agency for trawlerlandings of fresh fish in Bremerhaven + Cuxhaven Please contact: Friedrich Wilhelm Lubbert GmbH & CO 2850 Bremerhaven 29 • P.O.B. 290402 • Telephone: 471-72084 • Telex: 238641 Vélsmi&ja Heiðarss ,Fyrirspurnir um sildar- söltunarkerti hafa komið allt frá Indónesiu(( „Petta fyrirtæki var stofnað fyrir 22 árum, árið 1962 og var fyrst starfrækt í Sætúni í Reykjavík," sagði Heiðar B. Marteins um upp- haf fyrirtækis síns Vélsmiðju Heið- ars, en það hefur þjónað aðilum í sjávarútvegi í 22 ár. „Svo fluttum við í Auðbrekku 43, þaðan fórum við í Hamraborg 1 og fyrir 10 árum síðan eignaðist ég þetta húsnæði hér í Vesturvör 26. Fram að því hafði fyrirtækið verið í leiguhús- næði.“ Aðspurður um hvaða viðfangs- efni fyrirtækið hefði tekið fyrir sagði Heiðar, að það smíðaði allt fyrir sjávarútveginn. „Fyrst unn- um við mest fyrir saltfiskverkend- ur og smíðuðum fiskþvottavélar. Fram að þeim tíma voru menn háðir gömlum aðferðum. Síðan þróaðist þetta smátt og smátt í það að við smíðuðum stærri vélar og færibönd. Þetta hefur verið aðal- lega fyrir innanlandsmarkað, en þó fer hlutur útflutnings vaxandi. Og er nú 1/3 hluti veltunnar fyrir ; ramleiðslu sem selst hefur á erl- cndum mörkuðum. Við höfum selt loðnulirognaþvottavélar til Noregs og til frlands höfum við selt fiskþvottavélar og færibönd fyrir síld og rnakríl." Heiðar sagði að á undanförnum árum hefði fyrirtækið verið að þróa upp sjálfvirkt síldarsöltunar- kerfi og hefði það verið sett upp á fimm stöðum hér á landi og auk þess í Bodö í Noregi. „Fað hefur mikið verið spurt um framleiðsluna og eru það aðilar víða að í heiminum, t. d. frá Kanada og Indónesíu. Erlendar þjóðir vilja að seljendur setji tækin upp og gera ráð fyrir að öll þjón- usta sé innifalin. Og þess vegna hefur það háð okkur að við höfum ekki gert nóg af því að selja heil vinnslukerfi, heldur bara einstaka hluta,“ sagði Heiðar. Um stærð fyrirtækisins sagði Heiðar, að þar störfuðu 7 fast- ráðnir menn allt árið. Yfir sumarið eru þetta 11 til 15 manns í vinnu. Og hann sagði að þessir sjö menn sem væru fastráðnir hefðu unnið hjá fyrirtækinu alveg frá upphafi. Það hefði það í för með sér að afköst væru mun meiri. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur, en það má ekki koma niður á vinnubrögðunum og ég vona að sú hafi orðið raunin. Mér þykir gaman að geta þess, að þeir sem hafa byrjað að skipta við okkur hafa haldið því áfram.“ „Við höfum verið sjálfir að hanna framleiðsluvörurnar, en höfum notið verkfræðiaðstoðar í gegnum iðnþróunarsjóð. Hann hefur séð um að greiða helming af hönnunarkostnaði. Þetta er gert í gegnum Meistarfélag járniðnað- armanna.“ Blaðamaður Fiskifrétta spurði Heiðar, hvað af framleiðsluvörum Vélsmiðju Heiðars yrði á Sjávarút- vegssýningunni. „Ég verð með síldarsöltunar- kerfi eins og ég hef sett upp á fimm stöðum hér á landi og í Bodö. En eins og er hefur fyrirtækið næg verkefni og komi einhverjar pant- anir mun ég ráða undirverktaka til að framleiða.“ Framleiðsluvörur Vélsmiðju Heiðars eru: vinnslukerfi fyrir síld, saltfisk og skreið. Færibönd, fisk- þvottavélar, netstigar og þvotta- og hreinsitromlur fyrir loðnu. Fyrirtækið gerir skipulagstillögur að vinnslukerfum fyrir hugsanlega kaupendur og síðan föst verðtil- boð. Af þessari upptalningu má sjá, að þjónustan beinist aðallega og nær eingöngu að sjávarútvegin- um. Síldarsöltunarkerfi frá Vélsmiðju Heiðars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.