Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 66

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 66
66 föstudagur 21. september ALPHA DIESEL - ÖM í Nafnið Alpha hefur verið sam- tengt hagnýtum og áreiðanlegum vélum fyrir smærri skip; fiskibáta, dráttarbáta, ferjur og strandferða- skip, síðan frá aldamótum. Orðstír Alpha stendur föstum fótum enn í dag, en Alpha vélar spanna nú yfir miklu stærra aflsvið og eru notaðar í allar stærðir skipa. Fyrir um það bil 50 árum varð Alpha dótturfyrirtæki Burmeister og Wain, hinna frægu dieselvéla- framleiðenda- í Kaupmannahöfn. Nýlega sameinaðist B&W diesel M.A.N. samsteypunni, öðru leið- andi fyrirtæki á sviði dieselvéla- framleiðslu, en fyrstu tilraunir Dr. Rudolph Diesels fóru einmitt fram hjá M.A.N. í Augsburg. Framtíðarþróun fjórgengisdies- elvéla er nú í höndum hinnar þrautreyndu hönnunardeildar M.A.N.en Alpha í Frederikshavn, heldur áfram hönnun á niður- færslugírum, skrúfuútbúnaði, fjar- stýribúnaði og öðrum búnaði fyrir fullkominn aðalvélabúnað. Þetta fyrirkomulag tryggir stöðuga framþróun að því marki, sem þeir hafa sett sér, að framleiða hagkvæmar, traustar og end- ingargóðar skipsvélar. Nú, eins og áður, standa kostir Alpha aðalvélabúnaðir fyrir sínu. Hugleiðið eftirfarandi: * Alpha aðalvélabúnaður er fram- leiddur af sérfræðingum, sem vinna hver á sínu sviði við framleiðslu á dieselvélum, gírum, skiptiskrúfum, fjarstýri- búnaði og samtengingu þessa alls, sem einnar heildar, undir sama þaki. * Að sérfræðileg ráðlegging Alpha í sambandi við aðalvéla- búnað er byggð á aldar reynslu í hönnun og framleiðslu. * Einstöku hlutar í Alpha aðal- vélabúnaðinum eru valdir af sérfræðingum Alpha til að ná hámarks notagildi. * Titringssnúningsvægi er reiknað fyrir allan aðalvélabúnaðinn í einu og titringseyðar og sveigj- anlegir liðir gerðir í samræmi við það. * Allir hlutir aðalvélabúnaðarins eru valdir og prófaðir af einum framleiðanda, en það er enn frekari trygging fyrir fullkomn- um aðalvélabúnaði. * Skiptiskrúfan frá Alpha er þekkt fyrir öryggi og notagildi. Fastar skrúfur fást einnig með Alpha aðalvélabúnaði. ★ Þegar skipt er við Alpha útilok- ast öll vandamál vegna sam- ræmingar milli framleiðenda. ★ Einn framleiðandi. Einn þjónustuaðili. Einn ábyrgðaraðili. Hið stöðuga markmið Alpha, er að gefa viðskiptavinum sínum rétt- an aðalvélabúnað miðað við þarfir. Vegna hins háa eldsneyt- isverðs eru gerðar æ meiri kröfur til sparnaðar og þess vegna lögð sérstök áhersla á eftirfarandi kröfur: * Aukinn eldsneytissparnað dísil- vélarinnar. * Aukna nýtingu skrúfunnar. M.A.N./Alpha Af fjölmörgum aðalvélabúnuðum sem Alpha framleiðir kynnum við nú á Sjávarútvegssýningunni nýj- asta aðalvélabúnaðinn; M.A.N./ Alpha sem samanstendur af: * M.A.N., gerð D 2542 MLE, 520 HÖ. * Niðurfærslugír 1800/300 s/mín. * Skiptiskrúfa * Fjarstýribúnaði, aðvörunarbún- að. Kostir þessa aðalvélabúnaðar eru: * Stutt og lágrýmd vél, með ábyggðum niðurfærslugír. * Ný hönnun á skiptiskrúfu sem er til þess gerð að ná hárri nýtingu við lágan snúnings- hraða. * Útilokun á tímafrekum sam- ræmingarvandamálum, þar sem allir hlutarnir koma frá einum og sama framleiðanda. * Einn framleiðandi. Einn þjónustuaðili. Einn ábyrgðaraðili. Yélin * Bein eldsneytisinngjöf með M.A.N. kveikjukerfinu, sem gefur mjög háa hitanýtingu. * Hár meðalþrýstingur, sem þýðir hámarks orkuframleiðslu innan hinna gefnu kraftlína. * Lágur kveikjuþrýstingur, sem þýðir litla vélarþyngd og þar með tilsvarandi aukningu á burðargetu skipsins. * Lítill hávaði, vegna hins hóflega þrýstings í strokkunum. * Lágur viðhaldskostnaður, sem ekki síst er fenginn með því að það næst auðveldlega til allra hluta, sem eftirlit þurfa og stilla þarf. * Allar vélarnar eru byggðar eftir staðli með tilliti til flokkunar- félaga. Nidurfærslugírinn: * Innbyggð kúpling. * Innbyggður „servo - motor“ fyrir skiptingu. * Innbyggð þrýstilega. * Aukaaflúttök. Skiptiskrúfubúnaður- inn: * Fullkomin nýhönnuð 4ra blaða skiptiskrúfa. * Fáir slitfletir í skrúfuhaus. * Olíufyllt stefnisrör með hvít- málmsfóðringum. * Stefnisrör sett í aftanfrá. * Fastur-eða stýrisskrúfuhringur. Fjarstýri- og aðvörunar- búnaðurinn: * Einföld stjórnun, sem krefst sem minnstrar athygli stjórn- andans. * Auðskildar og nauðsynlegar upplýsingar á áberandi stað. * Lágmarkskrafa um rými, sem er nauðsynlegt í hinu þrönga stýr- ishúsi nútíma skipa. * Einföld uppsetning, í grundvall- aratriðum ein kapaltenging og tveir vírar úr stýrishúss-stjórn- borðinu til vélarrúmsins. * Hámarks áreiðanleiki, og við bætist notkun sterkra og þaul- reyndra hluta, jafnframt 24 V. D.C. rafstraum. Fjarstýritækin eru: * Tvö handföng til stjórnar á snúningshraða vélar og skipti- skrúfu. * Mælaborð í stýrishúsi, sem er með mæla fyrir snúningshraða vélar, smurolíuþrýsting, skol- loftsþrýsting, kælivatnshita, af- gashita, olíuþrýsting á gír, þrýstihnappa fyrir kúplingu og þrýstihnapp til neyðarstöðvunar á vélinni. Aðvörunarmerki ásamt ljósum vegna minnkandi smurolíuþrýstings og gírolíu- þrýstings og hækkandi kæli- vatnshita. * Stjórnkassi í vélarrúmi með aðalrofa, gangsetningarrofa, þrýstihnapp til þess að útiloka aðvörunarmerki meðan á gang- setningu stendur, tímateljara og mæla fyrir smurolíuþrýsting og gírolíuþrýstng. Alphatronic Einnig sýnum við nýhannaðan fjarstýribúnað fyrir hina velþekktu Alpha aðalvélabúnaði, þ. e. a. s. Alpha L/V-23 og L/V-28. Yerið velkomin í Bás 120 MAN-B&W dísilvélar sf. Barónstíg 5 Sími 11280 - 11281 * M.A.N., gerð D 2542 MLE, 520 HÖ. * Nið urfærslugír 1800/300 s/mín. * Skiptiskrúfa * fjarstýribúnaður, aðvörunarbúnaður.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.