Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 52

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 52
52 föstudagur 21. september Frígoscandia (ær viðurkenningn fyr- ir GYRoCOMPACT 64 lausfrystitækið 2 CYRoCOMPACT 64 lausfrystir hentar til þess að frysta allar tegundir matvæla Á IFFEX ’84 eða International Frozen Food Congress, sem haldið var á vegum Industrail and Trade Fairs í Bella Center í Kaupmanna- höfn í maí mánuði síðastliðnum voru veittar tvenns konar viður- kenningar. Önnur fyrir frábærar nýungar í framleiðslu á frystum matvælum hin fyrir frábæra nýung í tækni er varðar fryst matvæli. Tækniviðurkenningin var veitt Frigoscandia Contracting AB í Helsingborg í Svíþjóð, en Frigo- scandia kynnti nýtt lausfrystitæki á sýningunni í Bella Center og nefn- ist það GYRoCOMPACT 64. Um þessar mundir er Frigoscandia tal- ið vera leiðandi fyrirtæki í heimin- um í framleiðslu á tækjum fyrir fryst matvæli. í úrskurði dómnefndar um GYRoCOMPACT 64 segir meðal annars að lausfrystitæki beri af öðrum tækjum, ef litið sé á hollustuhliðina, fjölhæfni við framleiðslu og afköst, hvernig ork- unýtingin er og einnig er hönnun tækisins talin vera að öllu leyti framar öðrum lausfrystitækjum. Einn af leyndardómunum á bak við GYRoCOMPACT kerfið er „patcnt" sem byggist á sjálf- hleðslu, svonefnt FRIGoBELT sem gerir slár og bita allskonar óþarfa við að halda beltinu uppi. Hverri frystistöð í lausfrystitækinu er þannig fyrir komið, að af- kastagetan er 50% meiri en á fyrri tækjum, miðað við stærð. Engin hætta er á að hið fastdrifna FRIGoBELTI verði fyrir titringi eða núningi. Hin fullkomna hönn- un kemur í veg fyrir sérhvern möguleika á skemmdum og engin hætta er á að beltið beri með sér, bakteríur. Beltið er umlukið ryð- fríu stáli og einnig er það sífellt þvegið með vissu millibili. Að auki er FRIGoBELT með gífurlega möguleika hvað varðar frystigetu og eins er hægt að koma fyrir á því hinum ólíku tegundum matvæla til frystingar, bæði hvað varðar breidd og hæð. Þá er líka hægt að koma frystistigunum fyrir eftir óskum kaupenda. Sem sagt nýja lausfrystikerfið gefur mestu hugsanleg gæði við frystingu á; kjöti, fuglum, fiski og öðrum sjá- vardýrum, ennfremur er það hent- ugt til frystingar á brauðum, kar- töflum, grænmeti, ís og ýmsu fleiru. Frigoscandia er einnig með einkaleyfi á hvernig loftblásturinn gengur eftir frystiklefanum. Eftir lokuðum FRIGoBELT göngum er blæstrinum stjórnað, sem þýðir styttri frystitíma og um leið minni orkunotkun. GYRoCOMPACT 64 er eini lausfrystiskápurinn á markaðnum, sem getur fryst vöru, sem er frekar há. Pegar hann er afhentur frá verksmiðju er hann sendur í þrem tilbúnum hlutum í gámum. Gengið er frá öllu, jafnt einangrun, sem hinu óviðjafnanlega FRIGo- BELTI. Að jafnaði tekur um 10 daga að ganga frá lausfrystinum eftir að hann kemur á áfangastað, en þá er hann tilbúinn til notkunar. Við hönnun á GYRoCOM- PACT 64 lausfrystitækinu var mik- ið hugsað um að sem minnst færi fyrir því. Það má koma lausfrysti- tækinu fyrir í litlum verksmiðjum og án þess að trufla aðra fram- leiðslu. Þá er hægt að hafa tækið þannig, að matarinn í frystinn er á sömu hlið og losunartækið. Einnig má hafa tækið utandyra, ef menn vilja það heldur, þar sem öll ein- angrun á tækinu er vatnsheld. Þá má flytja lausfrystitækið á milli staða og tekur það j afn langan tíma að koma því fyrir þar og á upphaflega staðnum, eða 10 daga. GYRoCOMPACT 64, er aðeins smurt á einum stað, belta þvottur og þurrkun sér um hreinsunina og sérstakt Frigoscandia afþíðingar- kerfi afþíðir tækið þegar það er ekki í notkun. Á IFFEX í Kaupmannahöfn sagði Folke Plymouth fram- kvæmdastjóri Frigoscandia meðal annars: „Við vitum að við erum nú með fyrsta flokks tæki á ferðinni. Viðtökurnar á markaðnum hafa verið frábærar og ég er einstaklega ánægður með þá viðurkenningu sem hönnuðir og starfsmenn Frigoscandia fengu fyrir allt það verk, sem þeir eiga að baki við smíði á GYRoCOMPACT 64.“ Pannig lítur CYRoCOMPACT 64 út á teikningunni. Vélsmiðja Hornatjarðars 35 reknetahrist- arar seldir á nokkrum árum Vélsmiðja Hornafjarðar hóf starf- semi árið 1973 og nú starfar fyrir- tækið í fjórum deildum, þar er: vélsmiðja, bifreiðaverkstæði, smurstöð og hjólbarðaviðgerðir ásamt efnis- og varahlutaverslun. Fyrirtækið er með aðsetur í húsi, sem er 1500 fermetrar að grunn- fleti og var byggt 1974. Vélsmiðja Hornafjarðar hefur stækkað smátt og smátt og um þessar mundir eru starfsmenn 34. Ari Jónsson framkvæmdastjóri segir, að frá upphafi hafi aðalþætt- irnir í starfsemi fyrirtækisins verið viðgerðir, endurbyggingar eða endurnýjanir atvinnutækja í sjá- varútvegi. Eitt af markmiðum fyrirtækisins hefur alla tíð verið að nýta sér þekkingu og reynslu sem það og starfsmenn þess öðlast við fram- kvæmdir áðurnefndra verkefna. Með góðu samstarfi við útgerðar- menn og ýmsa skipstjóra á Höfn vinnur Vélsmiðja Hornafjarðar stöðugt að þróun og framleiðslu tækja og búnaðar til sjávarútvegs- ins. Frá því á árinu 1976 hefur Vélsmiðja Hornafjarðar framleitt og selt 35 reknetahristara. Nú eru 70% báta sem stunda síldveiðar í reknet búnir þessum tækjum. Af annarri framleiðslu fyrir- tækisins má nefna trollhlera, vökvaknúin vírstýri á togvindur, netaskífur, netadreka, vindur og fleira. Vélsmiðja Hornafjarðar kynnir þessar vörur á sjávarútvegssýning- unni á bás C-58. - Vertu velkom- inn. VélsmBla I iornafiar$ar hf 78C Nfn símar 97-834C & 97-8341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.