Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 29

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 29
föstudagur 21. september 29 Kassagerð Reykjavíkur: Litil þróun verið í pökkun fisks i frystihúsunum: Kassagerðin kynnir nýjan búnað til pökkunar á fiski ásamt nýjum öskjum Það þarf vart að kynna Kassagerð Reykjavíkur almenningi, svo þekkt er fyrirtækið meðal almenn- ings. Kassagerðin var stofnuð 1932 og var höfuðtilgangur hennar framleiðsla umbúða fyrir íslenskar fiskafurðir til útflutnings. Nú framleiðir Kassagerðin hvers kyns umbúðir úr pappa fyrir hinar þrjár höfuðatvinnugreinar íslend- inga, sjávarútveg, landbúnað og iðnað, en sem fyrr er framleiðslan lang mest fyrir sjávarútveginn. Þá hefur fyrirtækið náð góðum árang- ri erlendis og framleiðir til dæmis verulegan hluta umbúða fyrir fær- eysku frystihúsin og einnig hefur verið selt til Bandaríkjanna og fleiri landa. Þegar rætt var við Leif Agnars- son framkvæmdastjóra Kassagerð- arinnar sagði hann, að lítil vöruþró un hefði átt sér stað í umbúðum til frystihúsa um langt skeið. „Þar getum við nefnt hina víðfrægu 5 punda pakkningu, hún hefur verið óbreytt í fjölda ára,“ segir Leifur. „Við höfum talið að þetta myndi breytast og ennfremur höfum við vonast til og reiknað með að um frekari vinnslu afurðanna hér heima. Að vísu hafa margir fært rök á móti frekari vinnslu á íslandi, en engu að síður höfum við búið okkur undir slíka þróun, enda hefur þróun í umbúðum orðið mikil erlendis á síðustu árum. Það hefur líka verið mikil þróun í frystihúsunum hér heima á síð- ustu árum. Vélabúnaður er full- kominn, margt er tölvuvætt, en þegar kemur að pökkuninni hættir vélvæðingin. Þar er enn hand- pökkun og sömu umbúðir notaðar og fyrir mörgum árum,“ segir Leifur. í því skyni að framþróun verði í pökkun og nýjum umbúðum í frystihúsum á íslandi hefur Kassa- gerðin samið við þau tvö fyrirtæki, sem eru langfremst í pökkun á frystum matvælum í heiminum, en það eru Kliklok Corp. í Bandaríkj- unum og Diotite í Bretlandi. Með- al annars nota verksmiður SH og Sambandsins í Bandaríkjunum pökkunarkerfi frá Kliklok Corp. „Þessi fyrirtæki framleiða vélar til uppsetningar og lokunar á um- búðum. Vélasamstæðurnar frá þessum fyrirtækjum reisa öskjurn- ar og síðan fara þær eftir færibandi þar sem þær eru fylltar. Á færi- bandinu má annaðhvort vél- eða handfylla öskjurnar allt eftir því hvort hentar betur. Síðan halda öskjurnar áfram, að vél sem lokar þeim,“ sagði Leifur. Þá sagði hann, að öskjurnar sem notaðar væru, væru hannaðar með tilliti til notkunar í þessum vélum. Kassagerðin hefði hins vegar feng- ið leyfi til að leigja þessar vélar og framleiða öskjur fyrir þær. Þessar öskjur væru yfirleitt plasthúðaðar, annað hvort aðeins að innanverðu, eða bæði utan og innan. Þegar þeim væri lokað soðnaði plastið Vélasamstæða eins og Kassagerð Reykjavíkur er með á sjávarútvegssýningunni. saman, þannig að þær verða vökvaheldar. Kassagerðin hefur tryggt sér framleiðsluleyfi fyrir þessar öskjur á Islandi, í Færeyjum og á Græn- landi. „Ef fyrirtæki hérlendis ætla sér að fara að framleiða matvörur fyrir erlendan markað í neytenda- umbúðum verður að nota þessar öskjur,“ segir Leifur. Á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll á bás C-30 sýnir Kassagerðin vélasamstæðu frá Diotite í Englandi og sú samstæða hentar til dæmis ntjög vel til pökkunar á 1 punda öskjum. Kassagerðin hefur þurft að þjálfa starfsfólk til viðhalds og eftirlits á þessum samstæðum. Þá kom fram hjá Leifi, að aðra tækni þarf við litprentun á plast- húðaðar öskjur, en þegar prentað er á venjulegt karton. Auk þess er hráefnið í plasthúðuðu öskjurnar vandmeðfarnara. „Ég vil taka það fram, að við erum ekki beint að auglýsa véla- samstæðuna, sem við sýnum í Laugardalshöll, heldur fyrst og Kassagerð Reykjavíkur og er fremst að kynna þá möguleika, starfsmannafjöldinn svipaður og sem svona pökkunarkerfi bjóða undanfarin ár. Framleiðsla fyrir- upp á,“ sagði Leifur Agnarsson. tækisins hefur heldur vaxið undan- Um 160 manns starfa nú hjá farin 2 ár. PACKED BY (CEtAND SEAFOOD CORP. r/ NET WEIGHT 15 LBS. 'UCT OF FAROE ISLANOS wm QUICK FROZEN ADDOCK FILLETS Ibs 5.90 kg. NORTH ATLANTIC FILLETS GUARANTEED FRESH! JUMBO COD FLOUNDER HADDOCK POLLOCK SOLE MED. JUMBO COD G0LDEN EYE Það eru ekki bara islensk fyrirtæki sem notfæra sér áratuga reynslu Kassagerð- ar Reykjavíkur hf. í gerð umbúða fyrir hinar ýmsu tegundir sjávarafurða. Hefur þú góða vöru sem þarfnast góðra umbúða? Við erum ávallt til viðtals. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF KLEPPSVEGUR 33 - PÓSTHÖLF 4180- 124 REYKJAVÍK - SlMI 38383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.