Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 28

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 28
28 föstudagur 21. september Hampiðjan: Rannsóknir og upplýsngar Úr vinnslusal Hampiðjunnar. „Yfirskrift báss Hampiðjunnar á Sjávarútvegssýningunni í Laugar- dalshöll verður: Rannsóknir og þróun í veiðarfæragerð og upplýs- ingastarfsemi um nýjungar og þróun,“ sögðu Gunnar Svavarsson forstjóri Hampiðjunnar og Guð- mundur Gunnarsson sölustjóri í viðtali við Fiskifréttir. „Okkur er það alveg ljóst, að það er nauðsynlegt að hafa sífelld- ar rannsóknir í gangi til að tryggja næg vörugæði. Við leggjun sífellt meiri áherslu á þann þátt til að við getum verið leiðandi afl bæði í framleiðslunni og einnig varðandi notkun úti á sjó. Það má segja að rannsóknaþátturinn sé tvíþættur. Annars vegar stundum við sjálfir rannsóknir og hins vegar leitum við upplýsinga um þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið ann- ars staðar." Peir Gunnar og Guðmundur kváðust vilja dreifa upplýsingum sem að gagni geta komið til þeirra sem kaupa vöruna. Farnar eru margar leiðir í því sambandi en þeir nefndu ferð sem Hampiðjan efndi til á síðasta ári í tilraunatank- inn í Hirtshals. Þar voru skoðuð og framkvæmdar mælingar á 7 trollmódelum sem notuð eru á íslandi. Vegna eindreginna óska, var gert myndband um þessar tilraunir sem dreift hefur verið hér á landi í á annað hundrað eintökum. „Hampiðjan hefur áhuga á að koma sér upp tilraunatanki hér á landi,“ sagði Gunnar, „en eins og ástandið er nú í íslenskum sjávar- útvegi höfum við ekkert bolmagn til þess.“ Þá greindu þeir frá heimsóknum Hampiðjumanna í verstöðvar. Það hefur til dæmis farið hópur til að kynna kostnaðarskiptingu við veiðar að því er lýtur að veiðarfær- um, og einnig var leiðbeint um hvernig eigi að umgangast veiðar- færin. Og þá sögðust þeir einnig njóta þess að tala við sjómenn og fræðast af þeirra reynslu. Aðspurðir um nýmæli hjá Hampiðjunni greindu þeir Gunnar og Guðmundur frá því, að á djúp- rækjuveiðum sem stundaðar hafa verið við Grænland hefðu verið notuð stór og mikil troll með smáum möskva. Hampiðjan hefur verið stór á markaði fyrir slík veiðarfæri • í Evrópu. En þessir smáu möskvar leiða af sér að mótstaða í sjónum er mjög mikil og þess vegna er olíunotkun mjög mikil. Því komu tilmæli til Hamp- iðjunnar frá útgerðarmanni í Dan- mörku, hvort fyritækið gæti ekki hannað grennra garn, sem hefði þó sama styrk. Farið var að rann- saka málið, sem endaði með hönn- un á garni, sem er 1,8 mm fléttað. Sami útgerðarmaður og óskað hafði eftir þessu prófaði það og stækkaði um leið hlerana. Þannig segist hann spara 10% í olíu, en líklegt er, að ef sama stærð af hlerum hefði verið notuð áfram, hefði sparnaðurinn orðið allt að 30%. Þetta garn er að ryðja sér til rúms, enda lipurt og þjált. „Talandi um rækjutroll," sagði Gunnar, „Þá hefur Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari á ísafirði sýnt það lofsverða framtak að kaupa til landsins tæki til neðan- sjávarmyndatöku. Þettatæki hefur mikið verið notað við rannsóknir á rækjutrollum í Djúpinu. Vélin hefur þó nýst til fleiri hluta. Hún var til dæmis nýtt við björgun þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fórst í Jökulfjörðum. Menn telja að það hefði verið óframkvæman- legt án þessa tækis.“ Hampiðjan hefur leigt þetta tæki ásamt sjtjórnanda til rann- sókna á þorskanetum í Breiðafirði í samvinnu við Guðna Þorsteins- son hjá Hafrannsóknastofnun. Höfundur þessa tækis er Breska hafrannsóknastofnunin í Aber- deen í Skotlandi. Nú standa yfir samningar við þá um að fá útgáfu- rétt á íslandi á 3 myndum sem sýna hegðun fisks gagnvart trolli og dragnót og ýmsum öðrum veiðar- færum. Ætlunin er að dreifa spól- unni til þeirra, sem áhuga kunna að hafa hér á landi, gegn vægu gjaldi. Að lokum sögðu þeir Gunnar Svavarsson og Guðmundur Gunn- arsson hjá Hampiðjunni að þeir byðu alla velkomna í bás Hamp- iðjunnar á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll. KVIKK 205 Hausskurðarvélin. Bylting í nýtingu þorskhausa Auka má nýtingu á slægðum þorski með haus um 5-13% eftir vinnsluaðferð. Vinnslumöguleikar: 1. Ferskt/frysting Við sýnum hausskurðarvélina í vinnslu á 3' Marningur sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 22.-26. september n. k. á bás D-34. KVIKK sf. Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík Sími 91-29177, tlx: 2213 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.