Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 34

Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 34
34 föstudagur 21. september Marel: — einnig hægt að tengja skýrslutölvum Höskuldur Ásgeirsson sölustjóri hjá IVIarel. Ný kynslóð Marel voga er nú komin á markað og eru þær með nýjum vélbúnaði og nýjum hug- búnaði. Við hönnun nýju voganna var haft að leiðarljósi að þær gætu starfað við hlið eldri Marel vog- anna og tengst öllum tækjum frá Marel svo sem safnstöðvum. Einnig var höfð hliðsjón af eldri vogum á þann hátt að hægt er að endurýja þær með hinum nýja búnaði með litlum tilkostnaði þannig að þær líkjast þeim nýju í höfuðdráttum. Þetta kom framí viðtali við Höskuld Ásgeirsson, sölustjóra Marel. Meðal nýjunga í tölvunum má nefna að nú er notuð Motorola 6809 tölva, sem talin er vera besta 8 bita tölva á markaðnum, enda er hún öflug og auðvelt er að gera fyrir hana forrit. Þá eru nýjustu minnisrásir í þeim þannig að hægt er að setja í þær mun lengri forrit og láta þær vinna miklu flóknari verk auk þess sem þær geta geymt í sér fleiri gögn er áður. Vararaf- hlöður eru nú á öllum minnum voganna þannig að rafmagns- truflanir rugla þær ekki. Fleiri möguleikar Notandi getur nú sett hvaða texta sem er í innvigtunarvog, flakavog og millivog og er ekki bundinn fjöstum nöfnum á fisktegundum og pakkkningum. Hann getur not- að þau nöfn sem henta hverju sinni og bætt við nýjum pakkning- um án aðstoðar frá Marel. Að stofni til er pökkunarvogin frá árinu 1980 með sex pökkunar- minnum, hvort heldur í kílóum eða pundum. Með breytilegum pökkunarminnum eftir aðstæðum og vali á yfirvigt á hverri pakkn- ingu eftir gæðum hráefnis. Einnig getur verkstjóri sett læsingar- eða neitunarmörk á vogina. Notagildi vogarinnar er þvi þrenns konar. Hægt er að nota hana sem venju- lega vog, sem pökkunarvog og sem flokkunarvog. Marel flokkun. Einn kostur nýju voganna er það sem Höskuldur nefnir Marel flokkun. Hún er fólgin í því að í stað þess að flokka flök í allt að 12 flokka með því að leggj a hvert flak á vogina, er fullur bakki af flökum settur á hana, vogin núllstillt og síðan eitt og eitt flaktekið upp úr bakkanum. Skynjar vogin þá þyngdina, sem úr bakkanum er tekin og sýnir þyngdarflokkinn á skjánum. Þar sem þessi aðferð sparar handtök er hún fljótvirkari en eldri aðferðir og meðhöndlun hráefnis verður minni. Að sögn Höskuldar Asgeirssonar, sölu- stjóra, er hægt að flokka 55 til 60 flök á mínútu í fjóra stærðarflokka með þessu móti. Vogin geymir upplýsingar um magn í hverjum þyngdarflokki og má prenta út meðalþyngd flaka, heildarþyngd og fjölda flaka í hverjum flokki og heildarþyngd allra flokka. Þá getur verkstjóri sett læsingarmörk fyrir hvert pakkningarminni og haft mismunandi læsingarmörk fyrir t. d. roðfisk og 5 Ibs pakkningar. Að byrja smátt Hin fullkomna örtölva, sem nú er í hverri vog, gerir henni mögulegt að„ starfa sjálfstætt, og skila flókn- um uppgjörum. Þessir eiginleikar gera mönnum kleift að byrja smátt, kaupa eina og eina vog og dreifa fjárfestingunni á lengri tíma. Sé fyrst ráðist í þá þætti sem mest gefa af sér ætti hvert þrep að geta greitt hið næsta. Kennsla og aðlögun vinnsluþátta verður einnig auðveldari þegar smátt er byrjað. Höskuldur tekur svo til orða að nýju pökkunarvoginni sé innbyggt vogaftirlit, sem nýtist að fullu án safnstjöðvar eða tölvu. Allar útskriftir koma beint út úr voginni án safnstöðvar eða tölvu. Tenging Marel við tölvur Þar sem mikið af þeim upplýsing- um, sem Marel tölvuvogirnar safna, nýtast í ýmsa skýrsluvinnslu svo sem bónusreikning og birgð- abókhald, hefur Marel unnið að þv áð tengja vogirnar skýrsl- uvinnslutölvum. Fyrst eru vogirn- ar tengdar Marel SS-200 safnstöð, sem vinnur úr gögnum voganna. Safnstöðin er síðan tengd skýrslu- vinnslutölvu gegnum kapal eða með síma módem. Marel vogir hafa nú bæði verið tengdar við IBM system 34 og 36 og einnig við Data point tölvur, sem Marel vogir tengjast við í Noregi. Með sérstök- um bónusskráningarforritum safn- stöðvarinnar er hægt að taka sjálf- virkt gögn svo sem um afköst og og nýtingu í snyrtingu, bæta inn vinnslutölum og senda síðan bón- usupplýsngar til skýrsluvinnslu- tölvu í gegnum síma. í stað þess að vinna úr stöflum af blöðum eru skjáir notaðir, enda leggur Marel áherslu á að eyða pappírsflóði í frystihúsum. Utflutningur hugvits og þekkingar Þótt rekja megi upphaf Marel voganna allt aftur til ársins 1977 að sérfræðngar úr fiskiðnaði, tæknif- ræðingar og raunvísindamenn úr Háskóla íslands hittust til þess að finna leiðir til sérhæfðar fram- leiðslu í þágu fiskiðnaðarins, er ekki nema liðlaga eitt ár síðan Marel hf var stofnað. Fyrir ári störfuðu fjórir menn við fyrirtækið en nú eru þeir orðnir 15. Marel kaupir rafkomponenta og rásir erlendis frá,býr til forrit og setur inn á minnisrásir og umgjarðirnar eða ’boddíin’ eru smíðuð í vél- smiðju hérlendis. Fyrir ári gerði Marel umboðssamning við norska fyrirtækið Svan West Ring a/s, sem er eitt stærsta tölvu- og hug- búnaðarfyrirtæki í Noregi. Það fyrirtæki hefur selt nokkuð af vog- um og mikið af rekstrarforritum fyrir fiskiðnað í Noregi. Upp á síðkastið hefur fjörkippur færst í söluna svo segja má að hugbúnað- ur Marel sé einn af fáum hugbún- uðum, sem seldir eru úr landi í einhverjum mæli. Höskuldur Ásgeirsson, sölu- stjóri, var spurður hvort fyrirtækið hygðist fara út á fleiri svið rafeinda- framleiðslu í ljósi velgengni á fyrr- greindu sviði. Hann sagði að ís- lendingar hefðu alltaf verið að bjóða upp á efnisleg gæði í stað tölvuvæddra trækni, sem byggð væri á íslenskri þekkingu og þróun. Þar vær grundvöllur á fisk- iðnaðarsviðinu og reyndar á sviði allrar matvælaframleiðslu, sem kræfist skráningar og eftirlits á framleiðslustigi. Fiskiðnaðurinn væri ekki svo stór markaður að risafyrirtæki á tölvusviði teldu taka því að sinna honum ofan í kjölinn og því ættu íslensk fyrirtæki mögu- leika á þessu sviði en tæðast öðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.