Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 53

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 53
föstudagur 21. september 53 Verslun O. Ellingsen: Vcrzlunnrhi'is O. Fllingsen meönn steinbrj ggjan rur i iÖ lið:. Þegar litð er til vöruvalsins í Verslun O. Ellingsen kemur í ljós að útgerðarvörur skipa stórt rúm. Þá er rétt að nefna því tengt ýmiss konar öryggis og skoðunarvörur frá Pains Wessex, Schermuly línu- byssur, handblys, svifblys og fleira þess háttar. Mikið úrval af vörum til skipasmíða. Þá eru á boðstólum í Ellingsen vélaþéttingar og véla- nauðsynjar og verkfæri ýmiss kon- ar í miklu úrvali. Málningarvörur og tjörur af ýmsum gerðum. Þá geta sjómenn fengið allan vinnu- fatnað sem þeir þurfa á að halda í versluninni. Má þar nefna sjó- klæði, sjóstakka og sjóhatta. Til að geta veitt viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem nauðsynleg er. þarf verslunin alla jafna að eiga fyrirliggjandi um 8000 vöruteg- undir. Vörurnar eru keyptar frá meira cn 250 erlendum fram- leiðendum og 60 innlendum aðil- um. Þar af leiðir, að fyrirtækið verður alltaf að vera í sambandi við 3-400 framleiðendur og sölu- aðila. Eins og fyrr segir þarf Ellingsen ávallt að hafa tiltækar um 8000 vörutcgundir. í útgerð er málum þannig háttað, að oft er lítill fyrirvari áður en menn þurfa á nauðsynlegum vörum að halda. Þar af leiðandi kallar þessi þjón- usta á svona mikið vöruval. Verslun O. Ellingsen leitast við að uppfylla þær kröfur sem við- skiptavinir fyrirtækisins gera og þjóna á þann hátt undirstöðuat- vinnuvegi landsmanna. Verslun O. Ellingsen er með bás á sjávarútvegssýningunni i Laugar- dalshöll Ásamt þeint sýna eftirtal- in fyrirtæki og greint er frá þeim vöruflokkum sem þau k\nna. Móreplast A/S. Noregi; lóðabelgir og netahringir. Paul Merten, V. Þvskalandi. björgunarhringir. bjargbelti. Scanropc A/S, Noregi; stálvírar. togvírar, landfestatóg og sísallín- ur. The Beldham packing & rubber, Englandi; vélaþéttingar. Tranberg A/S. Noregi; siglingalj- ós. Andr. Jacobsen Industri A/s. Nor- egi; veiðarfæralásar. tréblakkir. trolllásar, vatnstrekkjarar. Verslunin O. Ellingsen er eitt elsta verslunarfyrirtæki í Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað árið 1916. af Othar Ellingsen, norskum skipasmið, sem komið hafði hing- að til lands árið 1903 til að veita Slippfélaginu í Reykjavík for- stöðu. Fyrsta árið var verslunin til húsa í Kolasundi, en ári síðar flutti hún í Hafnarstræti 15 og var hún þar til húsa í tæp 60 ár. Nú er verslunin til húsa í Ánanaustum og er þar mjög vel staðsett gagn- vart aðalfiskveiðihöfninni í borg- inni. l. pphaflega var Ellingsen hugs- uð sem sérverslun með veiðarfæri og útgerðarvörur, en segja má að breiddin í vöruúrvalinu nriðist við ntun fleiri svið en sjávarútveginn einan. En alltaf hefur þjónustan við útgerðina verið efst á blaði hjá Ellingsen. Enda þótt Ellingsen væri stað- sett í Revkjavík. náði þjónustu- svæði verslunarinnar yfir allt landið. Nauðsynlegt er fyrir versl- un af þessu tagi að hafa tiltækan mikinn vörulager og víst er að sá tilkostnaður sem fylgir því að líggja nteð miklar vörubirgðir hef- ur í áranna rás oft valdið stjórn- endum Ellingsen erfiðleikum. En þrátt fyrir það. hcfur verslunin verið starfrækt í tæp 70 ár og veitt islenskum sjávarútvegi mikilvæga þjónustu. Frá togalagernum hjá Ellingsen i Ánanaustum. Verslunarhus Ellingsen í Ananaustum. Avallt er lögð mikil áhersla á að hafa lagerinn sem bestan. Frosts knivefabrik, Svíþjóð; fisk- aðgerðarhnífar. ABA-bolage, Svíþjóð; slöngukl- emmur. i’tins Wessex Ltd., Schermuly, Englandi; neyðarmerki, línubyss- ur. Oelta puntpefabrik A/S, Noregi; dælur. Sigtryggur Jonsson skrifstofustjóri Ellingsen. Barzillai Hingley & Sons, Engl- andi; trolliásar, trollútbúnaður, akkeri, keðja, sigurnaglar. 1/S Aalykke, Danmörku; net- adrekar, dragnótahlekkir, sigurn- aglar. Ansell Jones & Co, Englandi; blakkir, blakkaskífur. Nauteknik A/S. Noregi; björgun- arbúningar Nord 15 8000 vörutegundir ávallt tiltækar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.