Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 7

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 7
föstudagur 21. september 7 Lásar og keðjur frá Ramnaas. hlekki og keðjur, meðal annars frá sænska fyrirtækinu Gunnebo- Ramnaas. Af íslenskum vörum sem Seifur selur til útgerðar má nefna allar vörur frá Hampiðjunni og Plast- einangrun hf. á Akureyri. Dantrawl A/S framleiðir allar gerðir veiðarfæra Dantrawl A/S í Hirtshals í Dan- mörku er eitt þeirra fyrirtækja sem Seifur er með umboð fyrir, en eins og nafnið gefur til kynna, þá fram- leiðir Dantrawl fyrst og fremst vörpur. Dantrawl var stofnað 1961, á sama tíma og ákveðin bylting varð í danska fiskveiðiflotanum, en þá tóku Danir fyrstu stál fiskiskipin í notkun. Á þeim rösklega 20 árum, sem fyrirtækið hefur starfað, hefur það stækkað mikið og er nú eitt af stærstu fyrirtæk jum í Danmörku á sviði veiðarfæragerðar. Dantrawl framleiðir nú margar gerðir varpa, eins og til dæmis flotvörpur, kol- munnavörpur, þriggja birða vörpur, humar troll og rækju troll. Að auki setur fyrirtækið upp nætur fyrir nótaskip af öllum tegundum, þorskanet og fleiri gerðir veiðar- færa. Ennfremur framleiðir fyrirtækið „olíutroll", sem er notað til að safna saman olíu, ef olíuleki verð- ur einhversstaðar á hafinu eða í höfnum. f"S U, Norfloat selur nú belgi og flot í öllum heimsálfum Fyrirtækið Norfloat í Álasundi í Noregi hefur um árabil framleitt allskyns belgi og flot fyrir sjávarút- veginn og ennfremur fyrir skemmtibáta. Fyrirtækið selur framleiðsluna í öllum heimsálfum, enda hefur framleiðslan líkað mjög vel. Seifur h. f. hefur lengi selt framleiðslu þessa fyrirtækis hér á landi og nú er framleiðslan seld undir vörumerkinu Norfloat. Lið- in eru meira en 30 ár frá því að Norfloat hóf framleiðslu á flotum á veiðarfæri og hefur vara fyrir- tækisins verið seld undir mörgum merkjum fram til þessa. Fyrirtækið var fyrst allra til að nota hið svokallaða PVC plast í framleiðslu á belgjum, en þeir leystu hina óþjálu striga- og tjörubelgi af hólmi. Norfloat hefur alla tíð lagt mikla áherslu á þróun og rannsóknir í því skyni að auka gæði fram- leiðslunnar enn frekar. Norfloat baujur, belgir, flot og fríholt, eru aðeins framleidd af verksmiðju fyrirtækisins í Noregi og einnig af dótturfyrirtæki Norfloat Inc. Bandaríkjunum, en framleiðsla þeirrar verksmiðju fer fyrst og fremst á markað í Bandaríkjunum og Kanada. Belgir frá Norfloat. Höfuðaösetur Dantrawl A/S i Hirtshals. Seifur hf. er með bás nr. C-76 í aðalsal Laugardalshallar. Par mun fyrirtækið leggja áherslu á að kynna þau veiðarfæri sem það flytur inn, ennfremur umbúðir, sem það flytur inn frá Norðurlönd- um og einnig geta menn kynnt sér útflutningsstarfsemi fyrirtækisins á básnum. Velta Seifs hf. var á milli 40 og 50 milljónir króna á síðasta ári, en ljóst er að veltuaukning verður mikil á þessu ári. Seifur hf. flytur fyrst og fremst inn veiðarfæri frá Norðurlöndum og Þýskalandi. Meðal annarsflytur fyrirtækið inn trollvíra frá Þýska- landi og einnig er það með umboð fyrir stærstu nótaverksmiðju á vesturhveli jarðar, sem er Saga-net í Noregi. Ennfremur flytur fyrir- tækið inn þorskanet frá Japan og Taiwan. Innflutningur á öll- um tegundum veið- arfæra — Önnumst útflutn- ing á sjávara£urð- um Seifur hf. Grandagarði 13 PósthólC 1019 121 Reykjavík Sími: 621030 21030 21915 Telex: 2164 Seif IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.