Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 7

Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 7
föstudagur 21. september 7 Lásar og keðjur frá Ramnaas. hlekki og keðjur, meðal annars frá sænska fyrirtækinu Gunnebo- Ramnaas. Af íslenskum vörum sem Seifur selur til útgerðar má nefna allar vörur frá Hampiðjunni og Plast- einangrun hf. á Akureyri. Dantrawl A/S framleiðir allar gerðir veiðarfæra Dantrawl A/S í Hirtshals í Dan- mörku er eitt þeirra fyrirtækja sem Seifur er með umboð fyrir, en eins og nafnið gefur til kynna, þá fram- leiðir Dantrawl fyrst og fremst vörpur. Dantrawl var stofnað 1961, á sama tíma og ákveðin bylting varð í danska fiskveiðiflotanum, en þá tóku Danir fyrstu stál fiskiskipin í notkun. Á þeim rösklega 20 árum, sem fyrirtækið hefur starfað, hefur það stækkað mikið og er nú eitt af stærstu fyrirtæk jum í Danmörku á sviði veiðarfæragerðar. Dantrawl framleiðir nú margar gerðir varpa, eins og til dæmis flotvörpur, kol- munnavörpur, þriggja birða vörpur, humar troll og rækju troll. Að auki setur fyrirtækið upp nætur fyrir nótaskip af öllum tegundum, þorskanet og fleiri gerðir veiðar- færa. Ennfremur framleiðir fyrirtækið „olíutroll", sem er notað til að safna saman olíu, ef olíuleki verð- ur einhversstaðar á hafinu eða í höfnum. f"S U, Norfloat selur nú belgi og flot í öllum heimsálfum Fyrirtækið Norfloat í Álasundi í Noregi hefur um árabil framleitt allskyns belgi og flot fyrir sjávarút- veginn og ennfremur fyrir skemmtibáta. Fyrirtækið selur framleiðsluna í öllum heimsálfum, enda hefur framleiðslan líkað mjög vel. Seifur h. f. hefur lengi selt framleiðslu þessa fyrirtækis hér á landi og nú er framleiðslan seld undir vörumerkinu Norfloat. Lið- in eru meira en 30 ár frá því að Norfloat hóf framleiðslu á flotum á veiðarfæri og hefur vara fyrir- tækisins verið seld undir mörgum merkjum fram til þessa. Fyrirtækið var fyrst allra til að nota hið svokallaða PVC plast í framleiðslu á belgjum, en þeir leystu hina óþjálu striga- og tjörubelgi af hólmi. Norfloat hefur alla tíð lagt mikla áherslu á þróun og rannsóknir í því skyni að auka gæði fram- leiðslunnar enn frekar. Norfloat baujur, belgir, flot og fríholt, eru aðeins framleidd af verksmiðju fyrirtækisins í Noregi og einnig af dótturfyrirtæki Norfloat Inc. Bandaríkjunum, en framleiðsla þeirrar verksmiðju fer fyrst og fremst á markað í Bandaríkjunum og Kanada. Belgir frá Norfloat. Höfuðaösetur Dantrawl A/S i Hirtshals. Seifur hf. er með bás nr. C-76 í aðalsal Laugardalshallar. Par mun fyrirtækið leggja áherslu á að kynna þau veiðarfæri sem það flytur inn, ennfremur umbúðir, sem það flytur inn frá Norðurlönd- um og einnig geta menn kynnt sér útflutningsstarfsemi fyrirtækisins á básnum. Velta Seifs hf. var á milli 40 og 50 milljónir króna á síðasta ári, en ljóst er að veltuaukning verður mikil á þessu ári. Seifur hf. flytur fyrst og fremst inn veiðarfæri frá Norðurlöndum og Þýskalandi. Meðal annarsflytur fyrirtækið inn trollvíra frá Þýska- landi og einnig er það með umboð fyrir stærstu nótaverksmiðju á vesturhveli jarðar, sem er Saga-net í Noregi. Ennfremur flytur fyrir- tækið inn þorskanet frá Japan og Taiwan. Innflutningur á öll- um tegundum veið- arfæra — Önnumst útflutn- ing á sjávara£urð- um Seifur hf. Grandagarði 13 PósthólC 1019 121 Reykjavík Sími: 621030 21030 21915 Telex: 2164 Seif IS

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.