Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 37

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 37
föstudagur 21. september 37 Bjartsýni borgar sig ísmar hf., Rafeindaþjónusta var stofnuð um haustið 1982 og hóf starfsemi sína formlega í byrjun árs 1983. Þótti það mikil bjartsýni, á þeim tíma, að ætla að fara út í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileitartækjum. Útgerðin rekin með bullandi tapi og mikið óvissu- ástand með loðnuveiðar. Var fyrir- tækið stofnað fyrst og fremst í þeim tilgangi, að sjá um þjónustu og sölu á tækjum frá Scanmar a/s, í Noregi. Þau tæki voru óþekkt fyrirbrigði hér á landi, en heyrst hafði um góðan árangur í Noregi og Danmörku. í fyrstu voru starfsmenn ísmar hf. tveir, þeir Reynir Guðjónsson framkvæmdastjóri og Birgir Bene- diktsson rafeindavirkj ameistari. Var síðan hafist handa við mark- aðssetningu á Scanmar veiðarfær- astýringu. í þeim tilgangi voru 5 tæki sett til prufu í togara hér við land. Þessi fimm tæki urðu fljótt að tíu seldum tækjum og snjóbolt- inn var byrjaður að rúlla. Nú, rúmu einu og hálfu ári síðar, hafa verið seld yfir 60 Scanmar tæki. Er það meira en bjartsýnustu menn hafa þorað að vona, að ekki sé talað um að þessi tími hefur verið talinn erfitt árferði í útgerð hér á landi. En ísmar hf. hefur aflað sér fleiri umboða en Scanmar. Má þar nefna Raytheon, Wesmar, Japan Marina Co., Optik-Elektronic. Raytheon er löngu þekkt, bæði hérlendis og erlendis. Hafa þeir á boðstólum m. a. loran C, mikið úrval af ratsjám með dagsbirtu- skjám, litadýptarmæla fyrir minni báta, talstöðvar og fleira. Wesmar er bandarískt fyrirtæki, sem er þekkt fyrir fjölgeislasónara, en þessi sónartæki hafa verið að ryðja cr mikið til rúms síðustu árin, til dæmis hafa verið seld yfir 100 Wesmar sónartæki í Noregi síð- ustu tvö árin. Tæki þessi hafa þegar verið sett í íslenskt loðnu- skip og bíðum við og fleiri spenntir eftir að sjá hver árangurinn verður. En verð á 60 kHz sónar er aðeins 337.000.00 íslenskar krónur. Wesmar framleiðir einnig stöðugleikatöl vur, sj álfstýringar, litaratsjár og litavideoplotter, sem er væntanlegur frá þeim nú í haust. Japan Marina Co., eða JMC, framleiða m. a. veðurkorta- ritara og Optik-Elektronic eru með lokuð sjónvarpskerfi. Við látum þessa upptalningu frá ísmar nægja. Eigendur hins nýja fyrirtækis eru bjartsýnir á stofnun slíks fyrir- tækis, þrátt fyrir erfitt árferði í útgerðinni. „Vissulega má segja að þetta sé einn versti tíminn til að stofnsetja nýtt fyrirtæki og við gerðum okkur glögga grein fyrir þeim erfiðleikum og peningavandræðum, sem út- gerðin berst við,“ sagði Reynir Guðjónsson framkvæmdastjóri. „En það er líka margt, sem mælir með því að fara af stað núna. í rólegheitum verðum við betur undirbúnir og komnir úr starthol- unum, þegar ástandið fer að lagast. Við vonumst til að fá að sjá raunhæfar aðgerðir, til að koma eðlilegum rekstrargrundvelli undir þessa atvinnugrein, sem sjávarút- vegurinn er, sem er jú undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar.“ Við kappkostum að bjóða hér tæki og tilheyrandi fyrir útgerðar- aðila, tæki sem gera þeim auðveld- ara og ódýrara að afla verðmætis fyrir þjóðarbúið. Starfsmenn ísmar hf. eru nú fjórir, (sjá mynd). Starfsfólk ísmar hf. F. v. Ingólfur Jörgensen, Birgir Benediktsson, Reynir Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri og Inga Birna. í. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. Bjarni Sæmundsson RE 21. Drangey SK 41. Sjóli RE 22. Dagrún ÍS 42. Júlíus Geirmundsson ÍS 23. Bergvík KE 43. Arnar HU 24. Heiðrún ÍS 44. Árni Friðriksson RE 25. Sólrún ÍS 45. Guðbjörg ÍS 26. Dalborg EA 46. Sigluvík SI 27. Bjarni Ólafsson AK 47. Sigurpáll GK 28. Otur GK 48. Már SH 29. Júní GK 49. Sléttanes ís 30. StálvíkSI 50. Hoffell SU 31. Fengur 51. Akureyrin EA 32. Ingólfur Arnarson RE 52. Tálknfirðingur BA 33. Ásþór RE 53. Páll Pálsson ÍS 34. Júpiter RE 54. Elín Porbjarnardóttir ÍS 35. Framnes ÍS 55. Jón Baldvinsson RE 36. Guðbjartur ÍS 56. Albert GK 37. Gísli Árni RE 57. Ljósafell SU 38. Dagfari ÞH 58. Skafti SK 39. Ottó N. Þorláksson RE 59. Hegranes SK 40. Hjörleifur RE 60. Sléttbakur EA Svalbakur EA Sigurður RE Nýsmíði Vélsmiðju Seyðis Gullberg VE Guðmundur RE Krossvík AK Örvar HU Hilmir SU Hilmir II SU Erling KE Harðbakur EA Grindvíkingur GK Svanur RE Gullver NS Örn KE Harpa RE Hrafn GK Gyllir ÍS Ljósfari RE SCANMAR veiðafærastýring er eina tækið sinnar tegundar í heiminum sem gefur þráðlausar upplýsingar frá veiðarfærinu upp til skipsins. Tækið er hannað til notkunar á ýmsum veiðarfærum t.d. trolli, hringnót, og dragnót. ** i •> \ ’ «*» m ^ —...—*« Tækið gefur upplýsingar um aflamagn , í poka, hitastig við veiðarfæri, dýpi, * sökk- og hífingarhraða á veiðar- v færinu, höfuðlínuhæð á trolli. tö. •» : > Ómetanlegar upplýsingar fyrir skipstjóra. Rafeindaþjónustan ÍSMKR hf. Borgartúni 29, Box 1369 121 Reykjavík Símar 29744 og 29767 Öll viðgerða- og varahlutaþjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.