Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 65

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 65
föstudagur 21. september 65 Marex hf. Aukín gæðí hafa skilað hærra verði — seglr Guðmundur Þormóðsson (ramkvæmda- stjóri um gáma£lutninga á ferskum fiski Líklega er flestum sem eitthvaö fylgjast með málefnum sjávarút- vegsins sú staöreynd kunn að mikil breyting hefur orðið á þeim flutn- ingsmáta sem viðhafður er í flutn- ingum á ferskum fiski. Stóraukn- ing hefur orðið á flutningum í gámum en að sama skapi hafa siglingar fiskiskipa minnkað veru- lega. Eitt þeirra fyrirtækja sem tekið hefur þátt í þessum breyting- um er MAREX hf., en fyrirtækið hefur annast milligöngu fyrir mörg af þeim útgerðarfyrirtækjum sem senda ferskan físk í gámum á markað í Evrópu. „Gámafiskurinn er mjög gott hrá- efni sem skilað hefur sér í hærra verði,“ sagði Guðmundur Þor- móðsson framkvæmdastjóri í sam- tali við Fiskifréttir nýlega. Hann sagði að þeir bátar sem lönduðu afla sínum í gáma færu venjulega stuttar veiðiferðir og skiluðu því mun betra hráefni en venja væri til. Sjómennirnir fengju hlutdeild í söluverðinu og væri það mikil hvatning fyrir áhafnir bátanna að vanda meðferð aflans. Sú meðferð sem gámafiskurinn fengi væri m. a. fólgin í því að hann væri settur í kör um borð í skipunum og lægi þar óhreyfður þar til hann kæmi á markaðinn. Þetta tryggði mun meiri gæði en með hefðbundnum aðferðum auk þess sem ísum væri auðveldari og körin tryggðu góða einangrun. Þau kör sem hér um ræðir eru að sögn Guðmundar framleidd af fyrirtækinu Normex hf. í Garðabæ en MAREX HF er umboðsaðili og annast sölu á þeim. Hægt er að fá þau í þrem stærðum þ.e. 1000, 750 og 660 lítra og er hönnunin á þeim sérstaklega miðuð við íslenskar aðstæður. Þau hafa reynst með þeim hætti að innflutt kör sjást nú vart auk þess sem verðið er mjög hagstætt. Körin má nota í saltfísk- vinnslu, pækilsöltun og til ísunar á ferskfiski, þau eru sérstaklega auð- veld í meðförum, þola mikið hnjask auk þess sem auðvelt er að þrífa þau. MAREX HF hefur ennfremur á boðstólum frauðkassa sem ætlaðir eru undir ferskan fisk til útflutn- ings. Þeir eru einkar hentugir til flutninga með flugvélum og einnig við beinar sölur til útlanda þar sem erfítt eða ógerlegt er að fá hin hefðbundnu kör eða kassa til baka. Guðmundur sagði að frauð- kassarnir væru mikið notaðir hjá nágrannaþjóðunum og í raun sú leið sem valin hefði verið til að varðveita gæði fersks fisks. Enn- fremur er lax eingöngu fluttur út með þessum hætti. Hér á landi væri þessi pökkunaraðferð á til- raunastigi og ýmsum spurningum ósvarað t. d. hvaða stærð væri heppilegust og hvaða meðferð þeir þyrftu að hljóta. Ljóst væri þó að frauðkassarnir gætu opnað íslend- ingum leið að nýjum og betri mörkuðum. Aðspurður sagði hann að komið hefði til tals að hefja framleiðslu á þessum kössum hér á landi en ennþá væri markaðurinn ekki nógu stór. Eins og áður sagði er MAREX HF umboðsaðili fyrir ýmsa aðila sem flytja fisk út í gámum. Hann var spurður að því hvert gámarnir færu og hvernig slíkir flutningar gengju fyrir sig. „Við seljum fisk til Bretlands, Belgíu og Þýskalands og er allur fiskur sem seldur er gegnum okkur nær eingöngu fluttur út í gámum. Við sjáum um sölu á allt að 100 tonnum á viku og er það í okkar verkahring að tryggja upplýsinga- streymi milli seljenda og kaupenda og koma sölunni í kring. Við sjáum um að gámar séu til staðar þar sem verið er að landa úr bátunum og skráum niður það magn og þær tegundir sem hver bátur kemur með að landi. Síðan er haft samband við kaupendurna úti og þeim tilkynnt að farmur sé á leiðinni. Umboðsmenn erlendis fylgjast síðan með hverri sölu og sjá til þess að allt fari rétt fram. Að sölunni lokinni fáum við tilkynn- ingu um hvernig salan fór og miðlum þeim upplýsingum til selj- endanna hér. Til þess að auðvelda okkur vinnuna höfum við tekið í notkun tölvu sem vinnur úr öllum upplýsingum jafnóðum og þær berast og því er hægt að fá útprent- að yfirlit yfir hverja sölu fljótlega eftir að hún hefur farið fram. Hér geta menn einnig fengið að sjá á myndbandi hvernig uppboð á fiski fara fram og hvernig hann er meðhöndlaður á markaðnum.“ Að sögn Guðmundar hefur þessi flutningsmáti að flytja fisk í gám- um tryggt það að ferskur fiskur berst nú frá íslandi til kaupenda erlendis allt árið og taldi hann að þeir væru farnir að reiða sig á íslenska fiskinn. „Þetta stöðuga og jafna framboð hefur haft í för með sér að verðið hefur haldist hærra en ella og hefur það komið þeim íslensku fiskiskipum sem sigla með afla sinn til góða. Belgíumenn eru farnir að treysta gæðunum og eru mjög ánægðir með þau. Af þessu má vera ljóst að gámaflutningarnir á ferskum fiski eiga tvímælalaust rétt á sér og eru mjög hagstæðir fyrir þá aðila sem áunnið hafa sér traust á hinum erlendu mörkuð- um,“ sagði Guðmundur Þormóðs- son að lokum. Þess má geta að MAREX HF kynnir vörur sínar og starfsemi í bás nr. C6 og C8 á S j ávarútvegssýningunni. Ferskur fiskur tilbúinn til útflutnings í frauðkassa frá Marex hf. Fiski skipað á land í kari frá Marex hf. John Aikmann: Einangrunareíiginleikar Urethane 50% betri en annarra efna Það er almennt viðurkennd stað- reynd í heiminum í dag, að albesta einangrunarefni, sem völ er á, sé úreþan, þ. e. a. s. pollyurethane (PUR) ogpolyisocyanurete (PIR). Einangrunareiginleikar þessarra efna eru að minnsta kosti 50% betri en þeirra efna sem næst komast. En hvað þýðir þessi mikli ein- angrunarhæfileiki í raun og veru? Ef steinull og úreþan eru borin saman, er um helmings munur á einangrunargildi þessarra tveggja efna, eða að helmingi þykkara lag þarf af steinull til að ná sömu einangrun. í framkvæmd þýðir þetta, að miðað við sama utanmál húss, þá er nýtanlegur gólfflötur um það bil 5% til 10% meiri ef notað er úreþan, en ef steinullin væri notuð. Sama á auðvitað við um frystigeymslur, frystilestar, kæligáma o. s. frv. Meðfylgjandi samanburðartafla skýrir ofanritað að nokkru leyti. Úreþan er einnig mjög fjölhæft einangrunarefni ef litið er til þeirra aðferða sem notaðar eru við að koma því fyrir: Innspýting, á- sprautun, holrúmsfylling eða álím- ing. í bás E58 kynna John Aikman og Resina Chemie V. O. F. úr- eþanhráefni og vélar til vinnslu úreþans í samvinnu við Tectrade Aps. Bæði vélar og hráefni hafa verið lengi í notkun hér á landi og eru vel kynnt, svo og tækniþjón- usta þessarra fyrirtækja. Einnig verða í básnum kynnt plasthráefni frá Chemische Werke Húls AG, sem m. a. eru notuð í net, kaðla og fiskkassa. Þá verða vélar til framleiðslu úr trefjaplasti kynntar í samráði við Tectrade ApS, svo og hráefni til þeirrar vinnslu. í bás E 58 verður einnig lögð áhersla á að öll framangreind fyrir- tæki veita mjög góða tæknilega þjónustu, og að John Aikman ÞYKK * T í MM 1 1 ÚREÞAN 20mm HVÍTT PLAST 3 3mm GLERULL 34mm STEINULL 41mm ÞANINN KORKUR 47mm Súlurit þetta sýnir þær mismun- andi þykktir einangrunarefna, sem þarf til að ná sama einangrunar- gildi. hefur sérhæft sig í útvegun tækni- þekkingar, „Know-How“, til iðn- aðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.