Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 49

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 49
föstudagur 21. september 49 Rekstrartækni hf. Eina ráðgjafarfyrirtækið sér- hæfit í launah vetj anadi kerfium Fyrirtækið Rekstrartækni s. f. er fyrir löngu orðið vel þekkt í fisk- iðnaðinum á fslandi, en frá upp- hafi fyrirtækisins 1972 hafa þeir Gísli Erlendsson og Kristján Sig- urgeirsson lagt megináherslu á ráðgjöf til þessa þáttar atvinnulífs- ins. „1 árslok 1972 gerðum við samn- ing um IBM-tölvu og urðum fyrstir til að nota tölvu við fiskiðnaðinn hér,“ segir Gísli Erlendsson í við- tali við Fiskifréttir. „Próunin í tölvutækninni var hæg og tók ekki stökk fyrr en 1978.“ í dag er Rekstrartækni með 32 manns í vinnu. Fyrirtækið skiptist í tvo meginþætti, tölvudeild og tæknideild. Tölvudeidlin sér um tölvu- vinnslu, t. d. bókhald og bónusút- reikninga, reikninga á framlegð og fleira. Annars sagði Gísli að það færðist stöðugt í þá átt að fyrirtæk- in önnuðust sjálf tölvubókhald á eigin skrifstofum á eigin tölvur, en ráðgjöf í kaupum á þeim búnaði og aðstoð við uppsetningu og rekstur þess hugbúnaðar sem þarf veitir Rekstrartækni í auknum mæli. Á vegum Rekstrartækni var komið á fót merkilegu samstarfi þeirra fyrirtækja, sem skipta við fyrirtækið. Það var 1977 að mis- munandi fyrirtæki í fiskiðnaði tóku að bera saman bækur sínar og fara yfir tölur hvers annars. Þetta reyndist gefa góða raun, menn lærðu mikið á þessum samanburði. í fyrstu voru menn nokkuð hikandi við þetta, en nú er þetta gert reglulega og hittast menn frá 10-12 fyrirtækjum reglulega einu sinni í mánuði og ræða fram og aftur um ýmis vandamál sem upp koma. Þetta samstarf hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur og erlendis. Tæknideildin hjá Rekstrartækni er í stöðugri aukningu. Hún sér um hverskonar almenna rekstrar- ráðgjöf, lay-outgerð (vinnslurásir) fyrir frystihús, forritunargerð fyrir hverskonar tölvubúnað, svo eitt- hvað sé nefnt. Á þessu ári hefur Rekstrartækni s.f. haft hönd í bagga með upp- byggingu átta frystihúsa. Fyrirtæk- ið gerir þá tillögur um ýmsar úrbætur, ræðir við forráðamenn um óskir þeirra og kröfur, og annast útboð á búnaði og tækjum, fylgist með smíði og uppsetningu tækja og innréttinga. Við gang- setningu húsanna útbýr Rekstrar- tækni s.f. staðaltíma fyrir bónus og sér um ákveðna verkkennslu. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í af- kastahvetjandi launakerfi, leið- andi ráðgjafarfyrirtæki í þeim efnum. Til þessa hefur einkum verið unnið fyrir frystihúsin en núna er farið að vinna í auknum mæli fyrir rækjuvinnslurnar á sama hátt. Hjá Rekstrartækni er nú verið að vinna við nýtt staðaltímakerfi fyrir landið allt og er það væntan- legt á markaðinn upp úr næstu áramótum. Með í vinnslu og út- færslu á hinu nýja kerfi hafa bæði SÍS og SH tekið þátt, auk verka- lýðshreyfingarinnar. Ekki kvaðst Gísli að svo stöddu geta úttalað sig um þetta kerfi, en það mundi vekja mikla athygli þegar það yrði kynnt. Á íslensku Sjávarútvegssýning- unni mun Rekstrartækni s.f. verða með tölvubúnað, IBM 36, eins og hefðbundin frystihús nota í dag. Við þessa vél verður tengd IBM einkatölva. „Við ætlum að leggja áherslu á að kynna tölvukerfin okkar fyrir fiskiðnaðinn og ætluð eru IBM 36 tölvunni. Þetta eru bónuspró- grömm, framlegðar, afla og birgðabókhaldsprógrömm, auk nýs launabókhaldskerfis. Þá verð- um við með fjárhagsbókhald fyrir IBM PC einkatölvuna og hug- myndir okkar um launabókhald fyrir minni fiskiðnaðarfyrirtækin, sem geta notað einkatölvuna í þessu skyni. Þá munum við reyna að höfða til útlendinganna með vinnslukerfinu frá Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði, en það tengist vigtunum sem Marel og Póllinn framleiða," sagði Gísli að lokum. Gísli Erlendsson framkvæmdastjóri á skrifstofunni sinni. ÚTGERÐARMEIVIV - S.IÚMEW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.