Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 42

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 42
42 föstudagur 21. september Vogir hf. Vogin verður að vera kjörgripur hinn mesti — of mikið um innflutning lélegra tækja, semenginn býður þjónustu og viðgerðir á Nákvæmni 1 að vega sjávarafla er mikilvæg eins og flestum er ljóst. Vogir þurfa því að vera kjörgripir hinir mestu, áreiðanlegar út í ystu æsar auk þess sem þær þurfa að standast ýmsar kröfur hér á landi, sem notendur erlendis gera ekki. Hér er m. a. átt við salt og raka. Elsta starfandi fyrirtæki landsins, sem sérhæft hefur sig í viðgerðum og viðhaldi á vogum er Vogir h. f. í Sundaborg 1 hér í Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað 1972 og leysti vandamál fiskiðnað- arins hvað snertir viðhald og við- gerðir á þeim vogum sem þá voru í notkun víðsvegar um landið. í ársbyrjun 1981 óskuðu Berkel- verksmiðjurnar hollensku eftir því að Vogir h. f. að fyrirtækið yrði umboðsmaður þess hér á landi. Berkel er þekkt fyrirtæki um allan heim og framleiðir vogir til nánast allrar vigtunar, sama hvaða nafni það nefnist. Margir aðilar hér á landi höfðu falast eftir um- boðinu, en það sem varð til þess að Berkel óskaði eftir samstarfi við Vogir h.f. var hin sterka staða Voga h.f. hvað snertir þjónustu við viðskipavinina. Hér á landi voru vogirnar frá Berkel kunnar víða, m. a. í fisk- iðnaðinum. í gegnum árin hafa SH og SÍS keypt Berkelvogir inn sam- eiginlega og mun það eini snerti- flöturinn á samvinnu þessa tveggja risa í fiskiðnaðinum. Fiskifréttir ræddu við þá Baldur Sigurjónsson og Gústaf Her- mannsson hjá Vogum h.f. Þeir sögðu að fyrirtækið legði megin- áherslu á að veita fullkomna þjón- ustu við viðskiptavini sína. Aðal- áherslan væri lögð á tvær gerðir voga, en báðar verða sýndar á Sjávarútvegssýningunni 22. til 26. sept. n. k. Þetta eru 1500 kílóa vog, Berkcl B71/LC með pallstærð 1,5 metrar x 1,25 metrar. Þetta er álitin besta vogin á markaðnum bæði hvað verð og gæði áhrærir og meðal þeirra sem líta svo á málin er SÍF. Hin vogin er 100 kílóa með pallstærð 60 sm = 60 sm. Við þessa vog hefur verið gerður sérstakur hugbúnaður fyrir þá sem eru í skreiðar og saltfiskverkun. Þannig má nota hugbúnaðinn og prentara við vogina. Varla þarf að taka fram að allar rafmagnsvogir Berk- el má tengja öllum helstu tölvu- kerfunum, sem notaðar eru í heim- inum í dag. Rafmagnsvogir Berkel hafa ver- ið framleiddar um allmörg ár, og eru arftakar gömlu vísavoganna. Þessar vogir eru framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum og reglu- gerðum sem EBE setur um tæki þessi, en þær kröfur gerast ekki strangari en einmitt hjá EBE. Allar Berkelvogir koma með löggildingu að utan en eru auk þess löggiltar af Löggildingarstof- unni hér, sem ætti að vera næg trygging fyrir kaupandann hér heima. Auk þess er eins árs ábyrgð á öllum vogum frá Berkel. Þeir Baldur og Gústaf sögðu að Berkel hefði lagt sig mjög fram við að mæta þeim aðstæðum, sem eru á markaði hér, og höfðu þá saltið og rakann með í myndinni. Því miður væru þess dæmi að hér hefðu verið seldar sáraódýrar vogir, t. d. frá Bandaríkjunum sem síðan hefðu enst stutt og enga þjónustu að fá neins staðar. Væri það í raun furðulegt hvað mönnum liðist í þessum efnum, því kaup- andinn stæði eftir með sárt ennið og gæti ekkert aðhafst. „Við viljum bjóða gesti á sýning- unni velkomna til okkar í bás B9. Við vitum að við getum kinnroða- laust sýnt framleiðslu Berkel í Hollandi og munum veita þeim sem áhuga hafa allar upplýsingar um okkar vöru,“ sögðu þeir félag- ar að lokum. Að lokum má geta nýjuna frá Hollandi. Þeir eru komnir með í sölu vogir sem notaðar eru úti á sjó. Sú vigt er ekki elektrónisk, en þykir henta vel t. d. á frystiskipum og útilegubátum sem vinna aflann um borð. Þá er á markaðnum hangandi vogir sem notaðar eru við uppskipun og eru búnar ljós- aborði þar sem vigtin kemur fram. Hluti af vogakerfi hjá Vogir hf. R. Sigmundsson: Hefur þjónað íslenska (lotanum í meira en 50 ár Fyrirtækið R. Sigmundsson hf. hefur þjónað íslenska skipaflotan- um í meira en 50 ár og alla tíð hefur fyrirtækið boðið nýjustu og fullkomnustu tæki hvers tíma. Fyrirtækið seldi í upphafi meðal annars fyrstu dýptarmælana og fyrstu ratsjárnar sem fóru um borð í íslensk skip. R. Sigmundsson hefur alla tíð selt og þjónað sigl- inga- fiskileitar- og fjarskiptatækj- um. Trausti Ríkharðsson fram- kvæmdastjóri R. Sigmundsson sagði að á sýningunni í Laugardals- höll myndi fyrirtækið kynna meðal annars eftirtaldar nýjungar: Kelv- in Hughes 1600 tölvuratsjá með plotter. Þá yrði kynntur Ansxhuts gyrostar gyroáttaviti og sjálfstýr- ing fyrir minni skip. Þá sagði hann, að nefna mætti Cetre K 7000 tölvustýringu, Int- ernav loran C leiðsögutæki, sem ynni á tveimur lorankeðjum. Ann- að leiðsögutæki verður á sýning- unni, Magnarox, sem ætlað er til notkunar að taka á móti merkjum frá gervitunglum og Omegakerf- inu. Frá japanska fyrirtækinu Kaijo Denki sýnir R. Sigmundsson fiski- leitartæki af ýmsum gerðum. Eitt fiskileitartækjanna frá Kaiojo Denki er með doppler litaskjá, sem sýnir straumhraða og straum- stefnu á mismunandi dýpi og þetta tæki er tengt við tæki, sem sýnir gervitunglamynd af veiðisvæðinu á litaskjá. Frá C-Tech sýnir R. Sigmunds- son Seamatic litasónar og frá Danmar sýnir fyrirtækið tölvu- stýrða SSB-talstöð. Ennfremur verða sýndar Dancall VHF-tal- stöðvar, Sagem hraða- og vegmæl- ar, Amplidor kall- og tónlistar- kerfi, Alden veðurkortaritarar og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.