Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 69

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 69
föstudagur 21. september 69 Skeljungur hf.s Stef nt að auknu sam starfi vii vélstjóra Baldvin Thorarensen hjá Olíufélaginu Skeljungi. „Við hjá Skeljungi ætlum að vekja sérstaklega athygli á skipaþjón- ustu fyrirtækisins á sjávaraútvegs- sýningunni í Laugardalshöll. Þar á meðal kynnum við nýtt eftirlits- kerfi með smurolíu, sem við von- um að verði til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Bald- vin Thorarensen, umsjómarmaður skipa- og útvegsþjónustu Skelj- ungs í viðtali við Fiskifréttir. „Okkar hlutverk er að veita viðskiptamönnum þá tæknilegu þjónustu sem þeir óska og talið er eðlilegt að láta í té á hverjum tíma. Þar á meðal aflmælingar á vélum fiskiskipa. Stefnt er að því að hafa beint samband eftir því sem við verður komið við viðskiptavini félagsins með kerfisbundnum heimsóknum og stuðla þannig að því að þeim sé veitt eins góð þjónusta og kostur er“, sagði Baldvin aðspurður um í hverju skipaþjónustan væri fólgin. „Við viljum auka sambandið við vélstjórana sjálfa. Komi upp einhver vandamál hjá þeim, geta þcir leitað til ráðgefandi aðila hjá Skeljungi. Það gerist meðal annars þegar verið er að gera smurkort fyrir vélbúnaðinn“. Skipaþjónusta Skeljungs sér einnig um vörudreifingu og reynt er að útvega allar viðhaldsvörur sem þörf er á og olíu. Shell RLA er nafnið á hinu nýja eftirlitskerfi sem Skeljungur er að koma á fót hér á landi. RLA stendur fyrir „Rapid Lubricant Analysis“ og er fólgið í rannsókn- um á notaðri smurolíu. RLA er ætlað að auka öryggi þeirra sem stjóma vélum og greina bilanir á allra fyrstu stigum. Þá má ætla að slíkt eftirlit gæti bætt nýtingu olíunnar. í stuttu máli er framkvæmd þessarar rannsóknar með eftirfar- andi hætti. Tekið er 40 cl sýni af vélarolíu og sett í sérstakar um- búðir, sem fáanlegar eru hj á skipa- þjónustu Skeljungs. Það er sent í flugpósti til næstu rannsóknarstofu Shell. Sendingartími er aðeins 5 dagar að meðaltali. Olían er rann- sökuð sama dag og hún berst til rannsóknarstofunnar. Tölva með upplýsingum um við- komandi skip vinnur úr niðurstöð- um mælinganna og sýnir strax ef eitthvað er óeðlilegt við olíuna, sem getur síðan bent til þcss að eitthvað sé að vélinni. Niðurstöður rannsóknarinnar, ásamt ráðleggingum um hvernig bregðast skuli við þeim eru sendar á telexi til skipaþjónustu Skeljungs, sem kemur þeim tafar- laust á framfæri við skipafélagið og yfirvélstjórann. Þegar eitthvað er að, koma 20-30 atriði til athugunar um hvernig við því skuli brugðist. Þetta miðast allt við að vélstjórinn geti fylgst með ástandi vélar og einnig því að stuðla að fullnýtingu olíunnar. Efnasamsetning olíunn- ar getur leitt í ljós hvort og hvar vél slitnar og þá jafnframt hvað er farið að gefa sig. Helstu kostir SHELL RLA eru: Það veitir meiri upplýsingar um ástand mála en önnur kerfi sem verið hafa í notkun, þar á meðal um málma í olíunni. Það þarf miklu minna sýnishorn. Skeljungur leggur fram ílát, merkimiða og umslög. Skýrslugerð öll verður hrað- virkari vegna tölvunotkunar. Skipt er við aðeins eina rann- sóknarstofu, sem tryggir að allar upplýsingar fara inn, í einn heimildabanka. Hægt er að hagn- ýta sér upplýsingar tölvunnar um nákvæmlega hliðstæðar vélar o. s. frv. Framsetning upplýsinga er ein- föld og þær koma fljótt. Baldvin sagði að Skeljungur losaði skip við úrgangsolíu. Það hafa verið gerðar kröfur af hálfu Siglingamálastofn- unar um að safna henni allri saman og það er bannað að setja hana í sjóinn. „Við veitum allar upplýsingar sem við getum. Það er okkar hlutverk að veita upplýsingar og þjónustu til að viðskiptavinir okk- ar séu ánægðir og nái að reka skip sín á sem allra hagstæðastan hátt“, sagði Baldvin Thorarensen að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.