Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 30

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 30
30 föstudagur 21. september Kristinn Gunnarsson & Co.: Allar upplýslngar inn á stjórntölvu i brúnni Eins og að líkum lætur mun fyrir- tækið Kristinn Gunnarsson & Co á Grandagarði 7 láta að sér kveða í sambandi við sýningu á fíngerðri tækjunum í brúnni. Meðal erlendra fyrirtækja sem Kristinn Gunnarsson hefur urnboð fyrir og kynnir á Alþjóðlegu fisk- veiðisýningunni eru Krupp Atlas- Electronik, Texas Instruments Marine Products, C. Plath og Motorola Communication Divis- ion. Það sem sýningargestir munu án efa raka augun í fyrst í sýningar- deildinni eru nýjungar Texas Instruments, stjórntölvukerfi fyrir allar stærðir skipa. Á þetta tæki má kalla fram ótal margar upplýs- ingar frá hinum ýmsu siglingatækj- um og vélbúnaði skipsins. Meðal þess sem þetta tæki getur veitt upplýsingar um er olíueyðsla, snúningshraði, rekaviðvörun, svo eitthvað sé talið. Þá vinnur tölvar upplýsingar frá lorantækunum á plotter. Hagræðið er augljóst: Þarna get- ur skipstjórnarmaður setið í brúnni og kallað fram ótal upplýs- ingar, í einu tæki. Lorsat Navigations heitir nýtt kerfi sem byggist upp á tveim sjálfstæðum tækjum en vinna sam- an og leiðrétta hvort annað. Þetta eru gerfitunglamóttakari TI 5000 og Loran C TI9900 eða 9902. Með gerfitunglamóttakaranum er gamli Lóraninn gerður stórum öruggari og nákvæmari en fyrr, og þá er mikið sagt. Og talandi um Loran C, þá kynnir Texas Instruments nýjan slíkan TI 9900 II, fullkominn tölvulóran sem hægt er að tengja við Lorsat-kerfið. Krupp Atlas-Electronik frá Þýskalandi hefur unnið sér gott nafn á markaði hér á undanförnum árum. Atlas litafisksjáin verður sýnd í allmörgum útgáfum á sýn- ingunni. Aðalnýjungin í þessum fisksjám er hinn geysifullkomni myndlampi tækisins, sem fram- kallar mun fíngerðari mynd er gerst hefur. Myndlampinn gefur fjórar mismunandi myndir á skerminum. Nokkrar útgáfur þessa tækis verða á sýningunni. Meðal þeirra er gerðin 782 sem hefur tvær tíðnir og er búinn skrifara auk skermsins, en margir söknuðu þess að litsjáin var ekki búin skrifara í byrjun. Útgáfan 792DS er djúpsjávarfisksjá fyrir stærri skipin og er með hallastýrðu botnstykki, þannig að sendiátt brenglast ekki, jafnvel þótt skipið velti nokkuð. Og fleira mun Kristinn Gunn- arsson sýna. Við nefnum þar gíró- kompásinn frá þýska fyrirtækinu C. Plath í Hamborg, en þessi kompás er sambyggður sjálfstýr- ingunni. Þetta er nýjasta fram- leiðsluvara C. Plath á þessu sviði og við hana eru bundnar miklar vonir. Þá mun verða kynntur ýmiskon- ar fjarskiptaútbúnaður frá Motor- ola Communications Division. Kristinn Gunnarsson á skrifstofu sinni. Héðinn hf Þjónusta víð sjávarútveginn fyrirferðarntiki! innan fyrirtækisíns, segir Sverrir Sveinsson. „Síðustu tvö árin hafa átt sér stað skipulagsbreytingar í fyrirtækinu, sem miða að auknum tengslum við viðskiptavinina. Við erum nú með sérhæft starfslið á öllum sviðum, sem á að tryggja betri þjónustu," sagði Sverrir Sveinsson forstjóri Vélsmiðjunnar Héðins í samtali við Fiskifréttir. Hann kvað fyrir- tækið skiptast niður í fjóra flokka undir sinni yfirstjórn. Fyrst má nefna vélsmiðju, sem Guðmundur Sveinsson sér um rekstur á. Þar fara fram allar almennar vélaviðgerðir og þjón- usta og þá meðal annars skipavið- gerðir. Vélsmiðjan hefur umboð og þjóustu fyrir Hydraulik Bratt- vaag AS í Noregi, sem framleiðir spilkerfi fyrir allar gerðir skipa, og séð er um að allir varahlutir séu ávallt fyrirliggj andi í Tollvöru- geymslu. I því sambandi er rétt að geta þess að Héðinn sér um þjón- ustu fyrir grænlenska togara. Þá hefur fyrirtækið á boðstólum AUTOTRAWL, sem ætlað er að jafna átak á togvíra og stýra hler- um betur. Vélsmiðjan hefur nýlega tekið við umboði fyrir Stord-Bartz, sem framleitt hefur um 90% af öllum tækjabúnaði í norskar fiskimjöls- verksmiðjur. Þá stendur það fyrir- tæki mjög framarlega í sambandi við búnað til bættrar orkunýtingar í fiskimjölsverksmiðjum. Nú um þessar mundir er verið að setja slíkan búnað til reynslu á Stöðvar- firði. Vélsmiðjan annast sérsmíði ým- iss konar, svo sem snigla og flutn- ingskerfi fyrir fiskimjölsverk- smiðjur. Loks smíðar Héðinn allar gerðir fólks- og vörulyfta og er fyrirtækið með hæsta markaðs- hlutfall íslenskra fyrirtækja á því sviði. Gísli Jóhannsson er fram- kvæmdastjóri í verslun og sölu- og innflutningsdeild fyrirtækisins. Hún flytur inn vörur sem nýtast í hverskonar iðnaði og framleiðslu. Frá Danfoss eru flutt inn hvers konar stjórntæki, hraðabreytar, hitastillar, rofar, ventlar, mælar, vökvakerfi og margt fleira. Frá Höganás er fluttur inn eld- fastur múrsteinn, gólf og veggflís- ar, sen nýtast meðal annars í fiskimjölsverksmiðjum og fisk- verkunarstöðvum. Frá Joki eru fluttir inn lokaðir færibandamótorar. Flygt selur hingað margs konar dælur. Frá ESAB kemur rafsuðuvír og tæki til rafsuðu. En ESAB er nú stærsta fyrirtæki í Evrópu á því sviði. Rafmótorar eru fluttir inn í fjöl- brevtfu úrvali frá FARSTRUP. Þa má nefna margvíslegan ann- an búnað sem þessu tengist og koma frá fjölmörgum öðrum um- boðs- og viðskiptaaðilum víða um heim. Að lokum selur söludeildin loftræstiviftur sem Héðinn h/f framleiðir. Garða-Héðinn er til húsa í Garðabæ og þar stjórnar Markús Sveinsson. Fyrirtækið annast stál- smíði hverskonar. Þar eru sntíðuð stálgrindahús af fjölmörgum gerðum. Þau geta nýst á margvís- legan hátt, bæði til geymslu og einnig til fiskverkunar. í verk- smiðjunni er formað í þremur gerðum Bárustál eða Garðastál á þök og veggi. Það er bæði litað og ólitað og afgreitt í lengjum eftir óskum og þörfum viðskiptavin- anna. Þá annast Garða-Héðinn blikksmíði allskonar og þar eru einnig smíðaðar hurðir fyrir iðnað- arhúsnæði, rúlluhurðir, fellihurðir og flekahurðir. Að síðustu ber að geta þess, að Héðinn h/f á 50% eignaraðild að Járnsteypunni h/f og Stálsmiðjunni h/f. Þau fyrirtæki annast einkum skrokkviðgerðir á skipum, og vinna við virkjunaríramkvæmdir. sem og almenna stálsmíði. „Af þessari upptalningu má sjá,“ sagði Sverrir Sveinsson, „að Héðinn annast á margvíslegan hátt, beint og óbeint þjónustu við sjávarútveginn ogfiskiðnaðinn. Sú þjónusta hefði alltaf verið fyrir- ferðarmikil innan fyrirtækisins og svo yrði áreiðanlega einnig í fram- t íðinni. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.