Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 46

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 46
46 föstudagur 21. september VÉLORKA HF. GARÐASTRÆTI 2. SIMI 621222 j D135 L *s De Smithske DK-9400 Nerresundby . Postbox 179 Tlf. (08) 17 81 11 . Telex: 6 96 20 Kynnir í D skála á Sjá varútvegssýningunni t i----- IÍD136 ■ I J I_____ ------------------ BUKHAS DK-4400 KALUNDBORG DENMARK ■ __________________J A/S De Smithske - sem í daglegu tali er nefnd DESMI - sýnir á bás nr D-135 sjálfsogandi miðflóttaafIsdælur af gerðinni MODULAR S og gerð SA. MODULAR S gerðin samanstendur af 14 stærðum með afkastagetu frá 1-400 m3/tíma með mótþrýsting upp í 150 mvs. Stærð Nr. 14, S100-80-200, hefur nýlega verið kynnt á markaðnum og innan fárra mánaða mun stærð nr 15. S50-32-220 verða kynnt. DESMI dælurnar eru afgreiddar með lausum ásenda, byggðar á undirstöður með rafmagns- eða glussa-mótor, bensin- eða dísel-vél. Ennfremur geta dælurnar verið afgreiddar með handstýrðri kúplingu fyrir reimdrif. Dælurnar í þessari seríu eru hreint hönnunar meistaraverk og modular uppbyggingin gerir það að verkum að hinir ýmsu hlutar dælunnar geta, að vissu marki verið notaðir í aðrar dælustærðir. SA-gerðin - samanstendur af 10 stærðum gerðar fyrir leiðslur frá 3/4“ upp í 8“. Afköstin eru frá 2-600 m3 með mótþrýsting upp í 90 metra vatnssúlu. Þessi gerð er ennfremur afgreidd með lausum ásenda, byggð á undirstöðu með rafmagns- eða glussa-mótor, bensín- eða diesel- mótor. Ennfremur afgreiddar með handstýrðri- eða rafmagns-kúplingu fyrir reimdrif, Sameiginlegt með báðum þessum gerðum er að þær eru sjálfsogandi. Þessi soggeta gerir dælunum mögulegt að lofttæma sogleiðslur án utanaðkomandi ventla eða annars búnaðar. A/S De Smithske er eitt af elstu iðnðarfyrirtækjum í Danmörku og í júní á þessu ári var haldið upp á 150 ára afmæli fyrirtækisins. Framleiðslan og salan er í dag byggð upp á dælum, drifum, auk búnaðar til hreynsunar á olíumengun í höfnum og víðar. Látið DESMI leysa dælumálin og þau eru í góðum höndum. DESMI dælurnar hafa verið mjög vinsælar á islenska markaðnum í fjölda ára sérstaklega sem bruna- sjó- og lensidælur um borð í íslenskum fiskiskipum og í frystihúsum. Einkaumboð fyrir A/S De Smithske á íslandi er Vélorka h/f, Garðastræti 2., Reykjavík. DESMI dælur eru afgreiddar af lager úr Tollvörugeymslunni í Reykjavík svo og liggur geysistór varahlutalager á íslandi. Vélorka h/f., er nýtt fyrirtæki sem stofnað var út frá einu af hinum eldri og gamalgrónu fyrirtækjum Þann 1. júlí í sumar tók síðan Vélorka h/f yfir rekstur, verzlunar og umboða Heildverzlunar Magn- úsar Ó. Ólafssonar Garðarstræti 2, Reykjavík, Vélorka er fyrirtæki sem er sér- hæft í sölu og þjónustu á alls konar búnaði fyrir fiskiskip svo sem aðalvélar, Ijósavélar, dælur, loftþjöppur og margt fl. Ennfrem- ur er fyrirtækið eitt af stærstu stálvírasölum á landinu. MELTUKERFI VÉLORKA HF. Garðarstræti 2 Reykjavík hefur nú hafið innflutning á tækjabúnaði til uppsetningar á meltukerfum, bæði í fiskiskipum og við fiskvinnslustöðvar í landi. Þar sem tekist hefur að finna dæl- ubúnað sem bæði getur hakkað og dælt fiski og fiskúrgangi með afköst- um u. þ. b. 10 tonn/klst upp í allt að 8 metra hæð miðað við 25% þurrefn- isinnihald efnisins, hefur reynst mögulegt að einfalda kerfið mjög frá því sem áður hefur þekkst og þá um leið að lækka stof nkostnað verulega. Kerfi þetta hefur verið byggt upp í fullu samráði og samvinnu við sérf- ræðinga Rannsóknarstofnunar Fiskiðnaðarins sem hafa fylgst menna mest með þróun þessara mála frá upphafi. í þessum búnaði er innifalið fyrr- nefnd hakkavél/dæla, ásamt hring- rásardælu sem fer sjálfvirkt í gang þegar efnið er komið í geymslutank og síðan sér timarofi um stjórnun hringrásar þar til komið er í land. Þá er hringrásardælan einnig notuð til að dæla meltunni í land úr skipinu. Sýrustigsmæling og skömmtun sýru í efnið er einnig sjálfvirk, þannig að á þessu sést að engin aukavinna á að koma á sjómennina um borð í skipunum. Fyrrnefndur búnaður, er allur frá viðurkenndum fyrirækum í Vestur-Þýskalandi og hefur verið val- inn til að uppfylla ströngustu kröf ur. Unnið er nú að niðursetningu áfyrsta kerfinu í nýsmíðað skip Einars Guð- finnssonar á Bolungarvík, SÓL- RÚNU ÍS-250, og fleiri eru í undir- buningi. Allar nánari upplýsingar ásamt teikn- ingum af kerfinu eru fyrir hendi á skrifstofu Vélorku h/f Garðastræti 2 Reykjavík sími 91-621222 Motorfabriken BUKH A/S var stofnað 1904 af verkfræðingunum BUKH og GRY. í upphafi voru framleiddar vindur og brunahreiflar sem urðu upphafið af að nýta slíka orku fyrir rafstöðvar. Þegar árið 1910, voru verksmiðjurnar álitnar tæknilega leiðandi fyrirtæki og ómissandi hlekkur í þróun og hönnun á fyrstu dönsku díselvélinni. Síðan þá hafa verksmiðjurnar framleitt fjölda gerða af dísei vélum til ýmissra nota. Vegna orðstírs þeirra um gæði framleið- sfunar og þróttmikillar starfsemi, hafa þessar vélar verið seldar til flestra landa heimsins Árið 1970, eftir margra ára stöðugar rannsóknir kom BUKH með vélagerð með innbyggðu kerfi til að losna við titring véianna, sem var hannað vegna sérstakra þarfa fyrir plastbáta. Reyndar hafa þessar vélar reynst það þróttmiklar að þær hafa ennfremur verið notaðar út um allan heim fyrir dælur, rafala ofl. Árið 1977 var bætt við þessa vélagerð 3ja strokka vél DV-36 sem afkastar 36 hestjöflum og ennfremur 3ja strokka vél með forþjöppu sem afkastar 48 hestöflum. Innbyggt í þessar vélar er kerfi til að losna við titring og ennfremur voru útfærðar í þessum 3ja strokka vélum nýjasta tækniþekking frá okkar eigin hönnunardeild og rannsóknum gerðum erlendis á okkar vegum. Hjá Motorfabriken BUKH A/S vinna 150 starfsmenn og eru útibú í Hollandi, Þýskalandi og Ítalíu, svo og samsetningarverksmiðja í Tunis fyrir vélar á markað vanþróaðra landa. Þar að auki hafa BUKH verksmiðjurnar umboðsmenn og þjónustukerfi í 72. öðrum löndum. Motorfabriken BUKH A/S er hluti af A.P. Mölier fyrirtækjasamsteypunni, sem í eru starfandi yfir 20.000 starfsmenn um allan heim. A BAS ER BUKH 136 VÉLIN Setjið vélina í gang og sannfærist um hversu þýðgeng hún er. BUKH er mjög hljóðlát og titringslaus - sértu í vafa - komdu þá við hjá okkur i bas 136 - og við setjum vélina í gang fyrir þig. í bás okkar á sýningunni erum viðmeð 20 hp og 48 hestafla vélar með gír, en ennfremur eina 48 hestafla vél sem hægt er að starta í gang, og láta ganga á staðnum. Yfir 400 BUKH dieselvélar eru í gangi á íslandi í dag. Einkaumboð fyrir BUKH á íslandi er VÉLORKA HF., Garðastræti 2., Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.