Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 26

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 26
26 föstudagur 21. september Hreinlætið aukið um leið og kostnaðurinn stórlækkar Á tímum skerts aflamagns er meira lagt upp úr betri og þarmeð dýrari matvöru frá sjávarútvegin- um. Hreinlæti hverskonar, hvort heldur er um borð í skipunum eða í fiskiðnaðarfyrirtækjunum skiptir æ meira máli. Víða hefur verið pottur brotinn í þessum efnum, og stjórnendur fyrirtækja hafa e. t. v. ekki gefið gaum að þessum þætti rekstrarins eins og vert er. Fyrirtækið Rekstrarvörur að Langholtsvegi 109 er mjög sérhæft fyrirtæki. Það leggur langmesta áherslu á hreinlætisþáttinn í matvælaiðnaði og hefur raunar náð skjótum árangri á þessu sviði, bætt hreinlæti á vinnustöum á sama tíma og kostnaður hefur lækkað. Fiskifræettir ræddu við eiganda Rekstrarvara, Kristján Einarsson. Hann stofnaði fyrirtæki sitt fyrir þremur árum í bílskúr í austur- borginni, en núna er hann fluttur í rýmra húsnæði og hjá honum starfa 8 manns. „Við erum búnir að ráða hingað matvælafræðing, sem starfaði hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða. Með ráðningu hans teljum við okkur geta boðið enn betri þjón- ustu við fiskiðnaðinn“, sagði Kristján . Kristján sagði að hægt væri að nefna ótal dæmi um það að hrein- gerningar og hollustumál í fiskiðn- aði hér væru handahófskennd og háð tilviljunum. Hreingerning fyrirtækisins væri yfirleitt síðast í vinnsluferli dagsins og oft á tíðum væri verkið „drifið af“, e. t. v. meira af kappi en forsjá. Sagðist hann til dæmis vita af fyrirtæki sem lét 25 starfsmenn vinna í 45 mínút- ur í lok starfsdags við hreinsun. Eftir að þau kerfi, sem hann býður upp á voru tekin í notkun, reynist unnt að láta tvo menn koma og þrífa allt skipulega. Tíma og pen- ingasparnaður fyrirtækisins á einu ári er umtalsverður. Rekstrarvörur vinna í samstarfi við danska fyrirtækið Blumpller - Scan Otarés, sem þekkt er fyrir samskonar störf fyrir dönsku sláturhúsin. Rekstrarvörur vinna nú eftir áætlunum þessa danska fyrirtækis og nýtur góðs af reynslu þess. Fyrirtækið gerir tillögur um vinnuaðferðir, tæki sem nota skal og réttu efnin til að ná sem bestum árangri. Þá er útbúið kennsluefni fyrir starfsmenn og haldin nám- skeið. Sem sagt, hér er boðið upp á heildarlausn á hreinlætismálum fiskiðnaðarfyrirtækisins. Áætlunin um hreingerningu er mjög nákvæm, þar er ekkert undan skilið. Markmiðið er betri vinnu- staður og aukin gæði matvörunn- ar, auk þess sem hreingerning- avinnan getur orðið ódýrari. „Staðreyndin er að þessi þáttur hefur óvíða verið verðlagður, en kostar oft á tíðum stórfé, þegar farð er að skoða málin“, sagði Kristján. „Oft er hægt að koma við mikilli hagræðingu á þessu sviði um leið og betri árangri er náð. Því miður veit ég til þess að slæm vara hefur orsakast af óhreinlæti, til dæmis slælegum kassaþvotti". Rekstrarvörur hafa á boðstólum ótal hreinsiefni fyrir matvöru- framleiðslufyrirtækin, rétt efni fyr- ir hvern krók og kima í öllu húsinu. Kristján sagði að til greina kæmi að fyrirtækið tæki í framtíðinni að sér verktakastörf hreingerningum matvælafyrirtækja, en það mál er enn sem komið er ekki frágengið en til athugunar. Þá selur fyrirætkið handþvotta- krem og handþvottafeni fyrir hverskonar vinnustaði, auk hand- þurrkna af ýmsum gerðum og wc-pappír. Einnig býður fyrirtæk- ið Rekstrarvörur upp á ýmsan vinnufatnað, t. d. gúmmístígvél með öryggissólum, en þau henta mjög vel í matvælaiðnaði og ann- ars staðar þar sem gólf gata reynst hættuleg vegna bleytu. Þá eru Rekstrarvörur með sérstaka gúmmíhanska sem henta vel í fiskiðnaði. Umboðsmenn Rekstrarvara eru á Akranesi, ísafirði, Akureyri, Þórshöfn, Egilsstöðum og í Vest- mannaeyjum. „Við hföumí raun sagt skilið við veiðimannaþjóðfélagið og lifum nú við þá staðreynd að fiskurinn er iðnaður, sem þarf að vera háþróuð grein, ef vel á að ganga, enda er fiskurinnokkar stóriðja. Það þarf því að vinna faglega að hverjum þætti þessarar miklu iðju“, sagði Kristján Einarsson að lokum. ■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Fiski fréttir ■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■ MOTOROLA Alternatorar 6-12-14-32-V 35 - 120 - A. Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700 iplwllll • Aðalvélar í skip og ^ Rafstöðvar til lands og Hliðarskrúfuvélar fyrir skip. Sér hannaðar vararafstöðvar fyrir sjúkra- hús, verslunarhús, verksmiðjur, banka o.fl. Vélar fyrir allar tegundir vinnuvéla. Landsþekkt varahluta- og viðgerðarþjón- K|f‘ fi'C'i 'iy - LEITIÐ UPPL ÝSINCA OC TILBOÐA ÍBÁS-D 156 Björn og Halldór hf. Vélaverkstæði — Síðumúla 9 — Símar 36030 og 36930 Vú.y'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.