Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 6

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 6
6 föstudagur 21. september ,,Útflutningurinn sífellt vaxandi þáttur í starfemi fyrirtaekisins“ - segir Ævar Guðmundsson hjá Seif hf. Fyrirtækið Seifur hf. Grandagarði 13, í Reykjavík verður 15 ára í nóvember næstkomandi. Stofn- endur þess voru Ævar Guðmunds- son, Pétur Kidson og fleiri. I upphafí var innflutningur helsta viðskiptasviðið og einnig var um- boðssala veigamikill þáttur í starf- seminni. í fyrstu seldi fyrirtækið ýmiskonar varning og þá var starfs- maður ásamt Ævari, Stefán Stef- ánsson, en fyrir nokkru var fyrir- tækinu skipt, Stefán stofnaði Vélar og tæki hf., en Ævar hélt áfram með Seif. Starfsemi fyrirtækisins þróaðist þannig, að smá saman var lögð meiri og meiri áhersla á veið- arfærainnflutning og sölu veiðar- færa og er veiðarfærasala nú helsti þáttur fyrirtækisins ásamt útflutn- ingi á físki. „Það varð sífellt aukning í veið- arfærasölunni þar til fyrir tveimur árum, að hún fór að dragast saman og samdrátturinn í henni varir ennþá,“ segirÆvar Guðmundsson framkvæmdastjóri, „og ég á ekki von á að veiðarfærasalan aukist mikið í bráð, það er að segja á meðan núverandi ástand varir hjá fiskveiðiflotanum." Ævar, sem nú á fyrirtækið einn ásamt fjölskyldu sinni segir, að þegar á árinu 1977 hafi hann byrjað að þreifa fyrir sér með útflutning á fiskafurðum og hafi sá þáttur í starfsemi fyrirtækisins sí- fellt farið vaxandi. „Við höfum hug á að auka þennan þátt í starfseminni enn frekar, en fram að þessu höfum við fyrst og fremst flutt út ferskan fisk og síðan frysta rækju. f haust munum við hefja útflutning á ferskum flökum með flugvélum til Bandaríkjanna. Það sem gerir okkur það mögulegt meðal annars er að fyrirtækið yfirtók fiskverkun- arhús á Seltjarnarnesi sl. áramót. í sumar hefur verið unnið að því að yfirfara og standsetja húsin á ný, sem voru frekar illa farin, en við eigum að geta hafið vinnslu af fullum krafti með haustinu. Eins og fyrr segir, þá voru starfsmenn Seifs 2 í byrjun, en nú vinna 8 manns á skrifstofunni, og síðan bætast þeir við sem eru í fiskverkuninni. Á þessu ári hefur Seifur flutt út á þriðja hundrað tonn af frystri rækju í skel. Um þennan útflutn- ing segir Ævar, að þótt menn kvarti undan lágu rækjuverði í augnablikinu, þá lítist sér alls ekki illa á markaðinn og að markaðirnir í Evrópu og Japan eigi báðir eftir að verða góðir. „Þá horfi ég með miklum áhuga á Evrópumarkað í því skyni að selja þangað ferskar fiskafurðir. Að vísu eru mörg ljón á veginum við að brjótast inn á þann markað, meðal annars há flutningsgjöld frá íslandi. Þá skortir líka réttar um- búðir, sem dæmi má nefna að hér á landi vantar algjörlega frauð- plastumbúðir. Við erum í sífelldu sambandi við aðila í Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bret- landi og í framtíðinni tel ég að við eigum góða möguleika á að selja þangað rækju,“ segir Ævar. PS-10 flotin frá Nova bylting í floti á síidar- og loðnunætur Á síðustu árum hefur orðið mikil framþróun í gerð flotholta á síldar- og loðnunætur. Frauðplastflot hafa verið notuð á næturnar, allt frá því að hætt var að nota kork sem flot á árunum fyrir 1960. Frauðplastflotin höfðu gífurlega yfirburði fram yfir korkinn, en engu að síður höfðu þau þann galla að smá saman urðu þau stökk og vildu brotna af nótunum sér- staklega í frosti. Fyrirtækið NOVA a/s í Álasundi er nú komið með á markað nýja gerð af flotum fyrir nætur. Þessi nýju flot eru fyllt lofti og korkteinninn á nótinni PS-10 flot í notkun. gengur í gegnum þau mið. NOVA fyrirtækið reyndi þessi flot í tvö ár um borð í norskum skipum áður en þau voru sett á markað. Við notkun reyndust þessi flot mikið sterkari en hefðbundin plastflot, auk þess sem aldrei þurfti að setja aukabelgi á næturnar umhverfis poka, seint á loðnuvertíð eða þeg- ar vitað var að um stór köst gæti verið að ræða, en flotmagnið í PS-10 flotunum frá NOVA er mikið meira en menn eiga að venjast. Um 900 PS-10 flot fara á venju- lega hringnót, það er kringum 300 faðma nót, en að öllu jöfnu eru sett þrjú flot á hvern faðm. Hefðbundin flot hafa líka oft farið illa í kraftblökkunum, en PS-10 flotin þola allt það hnjask sem þau verða fyrir þar, án þess að það sjái á þeim. PS-10 flotin hafa líka þann kost að mjög létt er að leggja þau í nótakassa, enda eru þau fyrirferð- arminni en hefðbundin flot. Stærð PS-10 flotsins er: lengd 300 mm. Þvermál 240 mm, teinagat 24 mm. Mikill fjöldi vöruteg- unda Seifur flytur inn alls konar net og nótaefni frá Taiwan og Japan, ennfremur fiskilínu frá Noregi og fisiöngla frá Ameríku. Ennfremur selur fyrirtækið allskonar lása.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.