Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 22

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 22
22 föstudagur 21. september „Eina vélin sem sameinar sjálfvirka flokkun og samval — segir Ólafur Richardsson hjá Ólafi Gíslasyni „Ekkert tæki jafnast á við Aicorpo“ „Það er ekkert tæki sem jafnast á við Aicorpo við flokkun á fiski. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem lausfrystum flök,‘‘ sagði Borgar Ólafsson hjá Baldri hf. í Keflavík um Aicorpo samvalsvélina frá Ólafi Gíslasyni & Co. „Við höfum notað hana í 1 1/2 mánuð og hefur hún reynst mjög vel. Hún er mjög nákvæm, það er gott að vinna við hana. Hún er auðveld í hirðingu og eftirliti og hefur ótvíræða kosti fyrir okkur. Það væri hægt að gera þessa hluti án hennar, en það þarf færra fólk og hún þarf sáralítið eftirlit,“ sagði Borgar að lokum. „Það hafa verið fleiri aðilar með flokkunarvélar hér á landi, en engir aðrir hafa verið með vélar sem sameina sjálfvirkt flokkun og samval,“ sagði Asmundur Rich- ardsson hjá Ólafi Gíslasyni og Co er hann greindi blaðamanni Fiski- frétta frá nýrri örtölvustýrðri flokkunar- og samvalsvél frá AIC í Álaborg í Danmörku. Hann kvað þetta tæki hafa mjög mikið gildi fyrir fiskiðnaðinn, sem átt hefur í örðugleikum með að aðlaga sig að kröfum nútímamarkaðar um nýjar pakkningar og flokkun afurða. Þessi vél getur flokkað hvað sem er, en hér á landi kemur hún fyrst og fremst til með að nýtast í fiskiðnaði. Aicorpo, en það er vélin nefnd getur flokkað í 8, 16, 24 eða 32 flokka með fimm föstum prógrömmum í senn. Auðvelt er að skipta úr einni fisktegund eða pakkningu í aðra. En hverjir skyldu vera helstu kostirnir við vélina? - Aicorpo samvalsvélin er ör- tölvustýrð og því er unnt að breyta „prógrömmum“ hennar á fjöl- marga vegu og þannig mæta öllum hugsanlegum breytingum á pakkn- ingum og flokkun. - Stykkjafjöldi, heildarþungi og fjöldi pakkninga skráist jafnóð- um inn í minni vélarinnar og er hægt að kalla það fram á skjánum eða á prentara hvenær sem er dagsins. - Þungamörk hvers flokks, ásamt staðsetningu á færibandinu eru stimpluð inn í minni vélarinn- ar, en boð um lokun „porta“ miðast við lengd færibandsins en ekki tíma frá vigtun, því er hægt að velja hverjum flokk stað hvar sem er á færibandinu í allt að 100 metra fjarlægð. - Lengdarmæling á flokkunar- bandinu í stað tímamælingar, kemur í veg fyrir villur ef flök eða fiskur skríður til á vogarbandinu. - Fótósellur eru óþarfar við lengdarmælingu, sem er mikill kostur, því þær þola illa vatn og óhreinindi. - Stór kostur er, hversu ná- kvæm vogin er. Hún vegur stykkið 300 sinnum á vogarbandinu og allt að 200 stykki á mínútu. - Hún gefur merki eða lokar hólfi þegar ákveðinni þyngd eða fjölda er náð í einum eða fleiri flokkum. Önnur hólf taka við flokkuninni meðan þau fyrri eru tæmd. - Vélin er fullkomlega elek- trónísk og byggð á stöðluðum prentrásakortum, sem skipta má um og er því einföld í viðhaldi. - Vélin er smíðuð úr ryðfríu stáli og kerfið allt vatnsþétt. - Sjálfvirk núllstilling á milli hverrar vigtunar kemur í veg fyrir uppsöfnun þyngdar vegna bleytu og úrgangs á vogarbandinu. - Tengja má samvalsvélina tölvukerfum sem flest frystihús nota í dag. Verksmiðja Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby notar samvalsvél. Aicorpo er notuð með góðum árangri í nágranna- og samkeppnislöndum okkar íslend- inga og hér á landi eru þrjár í notkun, sú nýjasta kom nú í sumar til Baldurs hf. í Keflavík. Nýjasta gerðin af Aicorpo 332 hefur 30 prógrömm í stað 5. Með því móti eykst hæfni tækisins til alls eftirlits og framleiðslustýring- ar. Auk þess gerir það fram- leiðendum auðveldara að ganga frá framleiðslunni í neytenda- umbúðir í samræmi við kröfum Efnahagsbandalags Evrópu. Ólafur Gíslason & Co. vekja athygli á nýjung í flutningi hráefnis innan vinnslustöðva, kervog sem tengist lyftara. Aicorpo samvalsvélin hjá Baldri hf. í Keflavík. r Isvélar hf.: Framleiðir nú bæði £ersk- ísvélar og sjávarisvélar — Aukin ísnotkun um borð bætir gæði afians „Við höfum framleitt frystivélar í 10 ár,“ sagði Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri ísvéla hf. í sam- tali við Fiskifréttir. „Fyrirtækið hefur fengið mjög litla umfjöllun í fjölmiðlum, en þrátt fyrir það hefur það þjónað íslenskum sjá- varútvegi í áratug. Fyrstu átta árin fór þessi framleiðsla fram innan fyrirtækisins Stálver, en fyrir tveimur árum var fyrirtækið ísvél- ar hf stofnað. Á þessum tíu árum, höfum við framleitt á annað hundrað vélar og selt þær flestar á innanlandsmarkaði og lítilsháttar í Noregi og Bandaríkjunum.“ Aðspurður um, hvort fyrirtækið hefði í hyggju að reyna fyrir sér á öðrum mörkuðum sagði Sigurður, að fyrir einu ári hefði verið stofnað í Bandaríkjunum fyrirtækið Ice International. Starf þess fyrirtækis væri að selja framleiðslu ísvéla hf. Að undanförnu hafa verið kannað- ir af hálfu Ice International mark- aðir í Súdan, Nígeríu og Saudi- Arabíu. „Það má segja að við framleið- um vélar af öllum stærðum, allt frá vélum sem framleiða 1/2 tonn af ís á sólarhring til véla sem framleiða 20 tonn af ís á sólarhring. Þetta eru bæði ferskísvélar og sjávarísvélar. Vinsælastar eru þriggja Og tíu tonna vélarnar og eru þær mikið teknar í smærri fiskverkanir, rækjuvinnslur og frystihús," sagði Sigurður. „Um borð í togurum eru þetta 1, 2 eða 3 sjö tonna sjávar- ísvélar, en í bátum eru hins vegar oftast tveggja tonna vélar.“ Sigurður sagði að það mætti meðal annars þakka aukinni ís- notkun, hversu miklu betri afli hefur komið að landi að undan- förnu. Síðasta vertíð væri mjög gott sæmi um það. „Þegar byrjað var á framleiðslu ísvéla hér hjá ísvélum, var mjög lítill hluti vélarinnar smíðaður hér á landi. Hlutar vélanna voru flestir smíðaðir erlendis en settir saman hér. En þetta hefur verið að breyt- ast og nú er svo komið að vélin er alfarið íslensk framleiðsla,“ sagði Sigurður. Sé litið á núverandi stærð fyrir- tækisins er ljóst að íslenski mark- aðurinn er nógu stór. En ef við ætlum okkur að ná að auka okkar hlut, þá verðum við að líta til annarra landa. Og það er hug- myndin að baki Ice International. Við íslendingar erum að bjóða öðrum þjóðum sem talist geta vanþróaðar á sviði sjávarútvegs hugmyndir og kunnáttu. Við eig- um að láta fylgja með, að selja þeim íslenskan iðnvarning, tæki og búnað til nota í sjávarútvegi,“ sagði Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ísvéla að lokum. ISVELAR H.F. Funahöfða 17, 110 Reykjavík, lceland Telephone: +354-1 - 83444, Telex: 2012 virkir is Það stendur fyrir dyrum smíði ísverksmiðju í Þorlákshöfn, sem ætlað er að þjóna Þorlákshöfn. Eyrarbakka og Stokkseyri. Áætl- uð afkastageta hennar er 100 tonn á sólarhring og í samtali við Fiski- fréttir kvaðst Sigurður Sigurðsson hjá ísvélum hf. vonast til að fyrir- tækið annaðist smíði verksmiðj- unnar að einhverju eða öllu leyti. Þetta verður stærsta ísverksmiðja landsins og mun gert ráð fyrir að íslagerinn verði 1000 tonn. Stærsta verksmiðjan nú er í Grindavík og framleiðir hún 70 tonn á sólarhring og er lager hennar 600 tonn. Búist er við að framkvæmdir við verk- smiðjuna hefjist í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.