Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 61

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 61
föstudagur 21. september 61 Póllinn á ísafirði: Setja upp frystihús á Fiskveiðasýningunní Pað má segja að þeir í Pólnum á ísafirði hafi núna lokað hringferl- inum í sambandi við vinnslurás frystihúsa og annarra fiskvinnslu- fyrirtækja með nýjasta framlagi sínu á markaðnum. Nú býður Póllinn h.f. upp á heildarpakka fyrir frystihúsin. í þessum pakka er nánast allt að finna: Tímaskráning, launaupp- gjör, fjárhags- og viðskiptamanna- bókhald, aflauppgjör, eftirlit með vogum í vinnslusal, bónusskráning og vinnsla, vélanýtingar, eftirlit, birgðabókhald. Þarna er einnig um að ræða útreikninga og spár um framlegð. Petta er ekki lítið, og að sögn Jónasar Ágústssonar sölustjóra fyrirtækisins, er allt hannað af þeim Pólsmönnum sjálfum. Til þessa hafa allskonar vogir tengdar tölvum verið aðal þeirra ísfirðinganna, en hér hefur stórt skref verið stigið fram á við. Pá býður Póllinn h.f. upp á útgerðarpakka svokallaðan með fjárhags og viðskiptabókhaldi, birgðabókhaldi og aflauppgjöri. „Á sýningunni í Laugardalnum ætlum við að setja upp lítið frysti- hús eða fiskvinnslufyrirtæki. Þar gefst mönnum kostur á að skoða allar vogirnar frá okkur, 7-8 gerðir auk samvalsvélarinnar. Og þarna verða líka sýnd tölvukerfin okkar og þá munu menn komast að raun um að við bjóðum nánast allt sem til þarf í þessum efnum,“ sagði Jónas Ágústsson. Annars eru Pólsvogirnar nýlega búnar að vera á sýningu, þar sem þær vöktu mikla athygli. Pað var í Þrándheimi í síðasta mánuði. Þar voru vogirnar sýndar tengdar inn á Pólskerfin. Útflutningur Pólsins á vogum hefur verið umtalsverður og fer vaxandi. Einkum er selt til Noregs og Færeyja, en nú hefur verið gerður samningur við Micro Tools í Bandaríkjunum um að það fyrir- tæki framleiði á framleiðsluleyfi vogir. Póllinn leggur til tækniþekk- ingu sína og nýtur í staðinn hluta af sölutekjum. Töldu þeir á ísafirði rétt að gera slíkan samning við fyrirtæki Þorsteins Þorsteinssonar, enda eiga þeir fullt í fangi með að sinna markaðnum í Noregi og Færeyjum eins og er, auk innan- landsmarkaðarins. Vogin sem framleidd verður í Bandaríkjun- um er pakkningavog eða borða- — og sýna þar fullkominn heildarpakka vog, en síðar verður ákveðið hvort farið verður út í að framleiða fleiri af vogum Pólsins vestra. Hjá Pólnum h.f. starfa nú 55 manns, þar af 3-4 í Kópavogi en þar er þjónustudeild fyrir við- skiptavini fyrirtækisins syðra, ekki aðeins fiskvinnslufyrirtækin held- ur einnig kjötvinnslur og mjólkur- bú og fleiri aðila. Nýlega keypti fyrirtækið stórt íbúðarhús á ísafirði og þar eru nú til húsa tölvudeild og framleiðsla tölvubúnaðar. Þar starfa þessa dagana fimm menn við að semja ný forrit, sem ætluð eru fiskiðnað- inum. Alls 600 vogir eru nú á markaðn- um frá Pólnum h.f., sem allar stuðla að aukinni sjálfvirkni við vinnsluna og þar með hagkvæmari rekstri fyrirtækjanna. „Sjónker£i(49 róbót- ar og pökkunarvélar í bás d26 kynnir John Aikman tvenns konar tækjalínur. Annars vegar pökkunarvélar af ýmsum tegundum og gerðum í samvinnu við Laursen & Co. Pak HB, og hinsvegar róbóta, sjálfvirknitæki og „sjónkerfi", sem kynnt eru í samráði við Tectrade Automation. Pökkunarvélarnar eru nánast af öllum hugsanlegum gerðum, og má segja að þær vélar, sem hér eru kynntar, geti annast alla pökk- unarþörf fiskiðnaðarins, þ. e. a. s. vélar sem pakka heilum fiski og fiskflökum, bæði ferskum og frosnum, vélar til að raða fisk- pökkum í kassa, sem róbótar geta síðan séð um að stafla á bretti. Einnig verða kynntar vélar til að pakka fiskpökkum í kraftpappír, og losna þannig við bárupappa- kassana, en þessi aðferð er nú órðin möguleg vegna gámaflutn- inga á frosnum fiski. Samvalsvigtar verða líka á dagskrá í bás D26, og þá vigtar sem náð geta um 0,5% nákvæmni í pakkaþyngd. Þá má minnast ápökkunarvélar fyrir lýsi og mjöl. Pökkunarvélarn- ar fyrir lýsið, eða önnur fljótandi efni, eru sérlega áhugaverðar, þar sem þær vinna nær algerlega sjálfvirkt: mannshöndin kemur hvergi nærri. Plasthráefni og lýsi, eða það sem pakka skal, eru sett í vélina og hún skilar lýsinu í lokaðri flösku, sem neytandinn síðan opnar. Eins og flestum mun kunnugt eru róbótar til margra hluta nyt- samlegir, t. d. við rafsuðu í skipa- smíði, við trefjaplastframleiðslu, við pökkun, röðun og stöflun, o. fl. o. fl. Róbótarnir, sem kynntir verða í bás D26 eru þeim eiginleik- um gæddir að auðvelt er að breyta skipunum, sem er stór kostur hér á okkar markaði, þar sem fram- leiðslumagn er fyrirleitt fremur lítið. Að lokum verður kynnt svokall- að „sjónkerfi“, Vision System, sem hægt er að tengja við róbóta og getur kerfið þá til dæmis stærð- arflokkað fisk, séð um að allir fiskar á færibandi snúi eins, kastað frá skemmdum fiski, og jafnvel snyrt flök, eða greint bein og aðra aðskotahluti í fiskflökum. Þetta eru þó aðeins nokkur dæmi, sem tengjast fiskiðnaði, en allar ofan- greindar vélar og tæki er auðvitað einnig hægt að nota við hvaða framleiðslu sem hugsast getur. Jungheinrich R100 róbót, snýst á 5 eða 6 ásum. Lyftigeta 15-30 kg. Stjórnstöðin getur stjórnað 10 ásum samtímis. Hægt er að tengja við móðurtölvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.