Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 64

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 64
64 föstudagur 21. september Árið 1980 hóf Bátasmiðja Guð- mundar, Helluhrauni 6, Hafnar- firði, framleiðslu á skemmti- og fiskibátum úr plasti. í byrjun var framleiddur 6,15 m langur bátur sem var seldur undir nafninu Sómi 600. Báturinn varð strax mjög vinsæll þar sem hann hentar mjög vel til styttri skemmtisiglinga og sport- veiða. Sómi 600 er skráður 4 manna bátur en svefnpláss er fyrir 2. Fljótlega kom í ljós að margir óskuðu eftir stærri bát til lengri siglinga. Pá var hafist handa um smíði á Sóma 700 sem er 7,19 m langur. Um borð í Sóma 700 rúmast vel 6 manns en svefnpláss er fyrir 4. Sómi 700 hlaut strax svo miklar vinsældir að Bátasmiðja Guðmundar hefur varla getað ann- að eftirspurn. Síðla árs 1983 var svo hafin framleiðsla á Sóma 800, sem er stærstur Sóma bátanna, eða 7,98 m langur. Eins og Sómi 700 er hann skráður fyrir 6 manns, en þar sem lestin er 85 cm lengri en í Sóma 700 þá hentar hann sérstaklega vel til neta-, línu-, og handfæraveiða. Vinsældir Sóma 800 hafa aukist jaftn og þétt, enda hefur reynslan sýnt að hann er hagkvæmur í rekstri og snöggur á fiskimiðin og því mjög hentugur til þessara veiða. Bátarnir eru allir búnir vatns- þéttum skilrúmum sem skiptast í þrjú hólf og hægt er að dæla úr hverju fyrir sig. Bátarnir eru sérstaklega styrktir fyrir hið erfiða sjólag við ísland og hafa reynst afburða vel við stendur landsins. Hægt er að fá bátana búna vélum og tækjum að ósk kaup- enda. Allir bátarnir eru styrktir fyrir 30 sjómílna gang. Bátasmiðja Guðmundar fram- leiðir einnig trausta og sterk- byggða fiskibáta, BG 28, sem hafa reynst afbragðs vel. Ganghraði þeirra er 8 sjómílur ef miðað er við 45 ha. vél. Bátana er hægt að fá annaðhvort fram- eða aftur- byggða. Sómi 600 Lengd: 6,15 m Sómi 800 Lengd: 7,98 m Breidd: 2,42 m Breidd: 2,65 m Dýpt: 1,20 m Dýpt: 1,38 m Þyngd 1500 kg Þyngd 2400 kg Sómi 700 Lengd: 7,19 m BG 28 Lengd: 8,40 m Breidd: 2,65 m Breidd: 2,52 m Dýpt: 1,38 m Dýpt: 1,48 m Þyngd 2000 kg Þyngd 3000 kg Sómi 800. Rúmgóður og þægilegur alvöru fiskibátur. SÚMI Sómi 600 og Sómi 700 eru traustir, liprirog hraóskreióir skemmti- og fiskibátar. Nú er kominn glænýr bátur, Sómi 800, sérstaklega ætlaöur fyrir færaveióar. Unnt er aó fá bátana á öllum framleióslustigum. Aflið upp- Hagstæóir greiösluskilmálar. lýsinga hjá Bátasmióju Guömundar í síma 50818. Önnumst viðhald og vió- geróiráöllum plastbátum. kATÆ I SMIDJA ? GUÐMUNDAR j HELLUHRAUNI6 S 220 HAFNARFIRÐI S SÍMI50818 Ólafsvík Staldrað við á bryggj- unni i Ólafsvík —rætt við Erling Ólafsson skip• stjóra og útgerðarmann Fyrir skömmu þegar blaðamaður Fiskifrétta var á ferð um Ólafsvík var staldrað við á bryggjunni þar sem verið var að landa úr Ólafi Bjarnasyni SH 137. Báturinn er 115 tonn og er útgerðarmaður hans Erlingur Ólafsson en hann er jafnframt skipstjóri. Við tókum hann tali og spurðum hann fyrst að því hvað þeir hefðu fengist við og hvernig hefði gengið. „Við hættum veiðum 14. apríl enda þá komnir langt með kvótann og fór þá báturinn í slipp til viðgerða. Síðan byrjuðum við aft- ur í júní og hefur gengið mjög vel. Undanfarið hefur verið óhemju ýsuveiði og ýsan verið mjög stór og falleg.“ „Aðspurður sagði Erlingur þeir hefðu verið nokkuð ánægðir með kvótann sem þeir fengu en þó taldi hann að þetta fyrirkomulag myndi bitna sérstaklega á bátum við Breiðafjörð þar sem mest væri veitt af þorski.“ Matið taldi hann í nokkuð föst- um skorðum og meðalverðið kæmi svipað hvort sem um væri að ræða fiskitroll eða net. „Menn virðast ráða við tilskilinn netafjölda, sagði Erlingur, enda er stutt á mið. Ég held að menn skilji ekki við net vegna þess hversu stutt er. Ef farið er eftir settum reglum tel ég að ástandið á neta- veiðunum sé nokkuð gott.“ Að lokum inntum við Erling eftir því hvað hann teldi að myndi gerast í haust. „Ég sé ekki fram á annað en að stefni í allsherjarstopp vegna þess hve margir eru búnir með kvótann. Mér finnst að ákvarðanir komi allt of seint til að hægt sé að skipu- leggja veiðarnar“, sagði Erlingur Ólafsson að lokum. Ólafur Bjarnason SH-137 í höfninni á Ólafsvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.