Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 35

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 35
föstudagur 21. september 35 ISMN* i ISMar hí Ra£eindaþ jónusta Geri aðrir betur — Góður árangur hjá Scanmar Margir spáðu Scanmar skammlífi þegar fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum fjórum árum. Sem í sjálfu sér var ekkert skrítið, þar sem þeir höfðu háar hugmyndir um þróun og framleiðslu á veiðarfærastýr- ingu, til notkunar á veiðarfærum. Á sama tíma voru flestir markaðir í heiminum lokaðir að mestu, vegna slæms ástands í sjávarút- vegi. Reynslan á þessum árum hefur sýnt, að bjartsýnin getur borgað sig. Samvinna notendaogScanmar gerði þeim kleift að hanna, með nýrri tækni, tæki sem mikil þörf var fyrir og stuðlaði að hagkvæmni fyrir notendur. í dag líta menn á Scanmar veiðarfærastýringu sem fjárfestingu sem skilar sér fljótt aftur. Móttökur þær sem Scanmar hef- ur fengið hafa verið frábærar, ekki aðeins í Noregi þar sem tækin eru framleidd, heldur hjá flestum fiskiþjóðum heimsins. Scanmar veiðarfærastýring gef- ur þráðlausar upplýsingar frá trolli eða hringnót. Eru nemar settir á veiðarfærið, sem senda síðan upp- lýsingar upp til skipsins, í þar til gert botnstykki og þaðan í aflest- urstæki í brú. Nemar þeir sem fáanlegir eru í dag eru eftirfarandi: Aflamagnsnemar eru notaðir til þess að segja til um hvort afli er kominn þar sem þeir eru staðsettir á trollinu og hefur reynslan sýnt að þeir geta einnig sýnt mönnum hvar og hvenær fiskur kemur í trollið, þannig að menn geta snúið við og farið aftur yfir þá staði sem gefa fisk. Hitanemi gefur upplýsingar um hitastig sjávar, þar sem trollið er í sjónum og þar af leiðandi eykur möguleikann á að finna þau hita- skil sem fiskur heldur sig í. Dýpisnemi gefur upplýsingar um dýpi, sökk- og hífingarhraða á hringnót eða flottrolli. Höfuðlínuhœðarnemi gefur upplýsingar um hæð höfuðlínu frá botni, þ. e. opnun trollsins. Er þessi nemi sá nýjasti frá Scanmar. Vængenda- eða Hlerafjarlægð- arnetni. Nú þegar hafa verið smíð- uð prufueintök af þessum nema og er verið að gera tilraunir með hann. Væntanlega verður hann Færi ekki á loðnuveiðar á ný án Scanmar veiðar(ærastýringar“ — segir Sævar Þórarinsson Fyrsti íslenski loðnubáturinn, sem tók Scanmar veiðarfærastýringu í notkun var Albert GK-31, en fyrir síðustu loðnuvertíð voru settir Scanmar nemar á nótina. Það kom í ljós á loðnuvertíðinni að stór- kostlegt gagn er af þessum nemum og nú hafa verið pantaðir nemar á nætur fjölda loðnuskipa. Sævar Þórarinsson skipstjóri á Albert sagði þegar rætt var við hann, að hann hefði kunnað mjög vel við Scanmar veiðarfærastýringuna.“ Ég held því hiklaust fram, að ég hafi fengið meiri loðnu í vetur en ella, eingöngu vegna nemanna á nótinni.“ „Nemarnir hjálpuðu mér sér- staklega þegar við vorum að veið- um á grunnu vatni. Ég gat ávallt settur á markað fyrri hluta ársins 1985. Gefur hann upplýsingar um fjarlægð milli vængenda eða á milli hlera. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu á nemum, er um að ræða ýmislegt góðgæti fyrir fiskimenn. En Scanmar eru ekki þar með hættir, heldur halda þeir framþró- uninni stöðugt áfram. Tillögur um nýja nema streyma inn. Allir mið- ast þeir við að fá auknar upplýsing- ar um hvernig veiðarfærið, fiskur- inn og aðstæður í sjónum haga sér hverju sinni. Og ekki má gleyma því að upplýsingarnar, sem menn fá, eru oft meiri en heiti nemana gefa til kynna, t. d. mun vængendaneminn gefa til kynna ef leggur slitnar, ásamt því að segja til um fjarlægð milli vængendanna. Aflamagnsnemar hafa á sér hinar ýmsu hliðar, eins og að finna troll, finna fisk þar sem engar lóðningar eru, láta vita ef gat kemur á poka o. s. frv., o. s. frv. Við getum slegið því föstu að ánægja fiskimanna með Scanmar veiðarfærastýringu og leiðbeining- ar þeirra, hafa gert Scanmar að því veldi sem þeir eru í dag og um ókomna framtíð. „Hitamælirinn kannski það besta, - segir Ásgeir á Guðbiörgu frá ísafirði „Reynslan af Scanmar veiðarfæra- stýringunni, er betri en ég átti von á í byrjun. Við notum aflamælirinn mikið og kannski er hitamælirinn það besta við Scanmar veiðarfæra- stýringuna. Það er stórkostlegt að geta fengið upplýsingar um hitastig við botn upp í brú. Enda hefur það sýnt sig, að til dæmis þorskurinn heldur sig mikið í sama hitastiginu, það er að segja kringum 2 gráður C. Nú orðið gæti ég ekki hugsað mér að fara á ný til sjós án Scanmar veiðarfærastýringar, 2 sagði hinni kunni aflamaður Ás- geir Guðbjartsson þegar rætt var við hann. Það þarf vart að kynna skip Ásgeirs, sem er Guðbjörg ÍS 46 sem um langt árabil hefur verið aflasælasti togari íslendinga. „Það er líka gott að geta séð þegar fiskurinn kemur í trollpok- ann. Þó svo að dýptarmælarnir í brúnni séu góðir, þá sýna þeir ekki alltaf hversu mikill fiskur er í lóðningunum. Ef það er fiskur í lóðningunum, þá kemur það strax fram á aflamælunum," bætti Ás- geir við. Hann sagði ennfremur, að þegar hann notaði flottrollið, þá sýndi Scanmar kerfið hversu langt frá yfirborðinu trollið héldi sig og þær upplýsingar væru mikilvægar þeg- ar menn notuðu flottroll. snurpað á því dýpi, sem ég óskaði mér og er það mikill munur frá því sem áður var. Þegar við vorum að veiðum úti á dýpinu, gat ég alltaf fylgst með hversu hratt nótin sökk, og það er líka munur frá því sem áður var,“ sagði Sævar. Hann bætti því við, að nú gæti hann einnig séð þegar hann væri búinn að snurpa. Áður hefði hann alltaf þurft að hugsa um hvenær hann yrði búinn að snurpa,“ en með Scanmar getur maður séð þetta á móttakaranum í brúnni.“ „Nú myndi ég ekki fara til nótaveiða á ný án Scanmar. Ef ég myndi ráða mig á annan bát, myndi ég setja það sem skilyrði að Scanmar yrði keypt um borð,“ sagði Sævar að lokum. Reynslan er ólygnust! Reynsla meira en 400 Scanmar veiðarfærastýringa, þar af um 60 á íslandi, hefur opnað augu manna fyrir nýjum mögu- leikum. Á básnum okkar nr. C-15 í aðalsal Laugardalshallar sýnum við meðal annars Scanmar veiðarfærastýringar fyrir troll og hringnót ásamt mynd um notkun á tækjunum, Raytheon ratsjár, loran C, dýptarmæla o.fl., veðurkortaritarar frá JMC, Wesmar litasonar og stöðugleikatölvu. Rafeindaþjónustan ÍSMM2 hí. Borgartúni 29, Box 1369 121 Reykjavík Símar 29744 og 29767
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.