Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 51

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 51
föstudagur 21. september 51 Skynsamlegra að bæta aðstöð- una i vesturhöfninni en að byggfa nýjan slipp við Sundin segir Tryggvi Magnús- son hjá Slippfélaginu „í þau 82 ár sem Slippfélagið í Reykjavík hefur starfað hefur fyrirtækið einbeitt sér að viðhaldi á skipum, en ekki fengist við nýsmíði,“ sagði Tryggvi Magnús- son markaðsstjóri hjá Slippfélag- inu í Reykjavík í samtali við Fiskifréttir. „Fyrirtækið ræður nú yfir að- stöðu til að gera við 7 skip í senn, allt að 2400 þungatonnum, og er stærsta dráttarbraut landsins. Við erum alltaf að reyna að auka hagkvæmni og stytta þann tíma sem hvert skip þarf að vera í slipp. Þetta gerðum við með því að hafa samstarf við fyrirtæki sem sérhæfa sig í hinum einstöku verkþáttum við skipaviðgerðir og má í því sambandi nefna Stálsmiðjuna, Flamar og Rafbða hf., en öll þessi fyrirtæki vinna mjög mikið að skipaviðgerðum á athafnasvæði Slippfélagsins. Það má segja að valið standi á milli þess að fyrirtæk- ið sjálft hafi þessa sérfræðinga á sínum vegum, en við álítum að með því að fá slíka vinnu að getum við tryggt að „dauði tíminn“ verði ekki til að hækka tilkostnað við viðgerðir.“ Eins og fyrr segir er fyrirtækið ekki í nýsmíði, en samt má segja að ástandið í þeim efnum hafi mikil áhrif á framboð verkefna hjá Slippfélaginu. Um það sagði Tryggvi: „Þegar nýsmíðaverkefnum fækkar, fara skipasmíðastöðvar að sinna viðhaldsverkefnum sem þau líta ekki við þegar nóg er að gera í nýsmíði. Þetta gerir okkur vissu- lega erfitt fyrir, af því að þessi fyrirtæki reyna eins og þeim er unnt að lækka verðið. Og oft á tíðum eru tilboð í verk lægri en kostnaðurinn við þau. Það má segja að fleira komi til í því sambandi. Það er greinilegt að „byggðastefna“ stjórnvalda hefur veitt skipasmíðastöðvum og drátt- arbrautum víða um land verulegan fjárhagslegan stuðning. Þess eru dæmi að sveitarfélög eigi til dæmis aðstöðuna ásamt ríkinu og leigi síðan viðkomandi fyrirtæki og það borgar aðeins þá daga sem verið er með skip í slipp. Við höfum alls ekki notið skilnings skipulagsyfir- valda í Reykjavík og þess vegna gengur ekki nógu vel að bæta aðstöðuna." Þeir eru margir sem halda því fram að æskilegt sé að gera nýjan slipp einhvers staðar inn við Sund, en það tel ég vera mestu vitleysu. Það væri mun skynsamlegra að bæta aðstöðuna hér vestur frá. Þar er brýnast að afmarka slippinn betur, þannig að hægt sé að beita nýjustu tækni, til dæmis til að sprauta skip. Sé það reynt núna, er mjög hætt við að bílar sem lagt er utan við slipplóðina verði ærið mislitir. Það er nauðsynlegt að bæta aðstöðu fyrir sandblástur og málningu á skipum, en eins og sakir standa er ekki hægt að beita hagkvæmustu aðferðum," sagði Tryggvi. „Það er ekki algengt að fara þá leið í sambandi við slipprekstur eins og ég hef verið að lýsa hérna á undan. Algengast er að slippirnir hafi á sínum snærum sérfræðinga á öllum sviðum viðgerða. En við tókum þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara þessa leið og ég veit að t. d. Frakkar hafa gert það með ágætum árangri. En með þessu móti geta menn leitað til Slipp- félagsins og við leitum síðan til- boða í hina ýmsu verkþætti og þá fær sá sem býður best hvern verk- þátt fyrir sig. Þó má segja, að aðalvandamálið í sambandi við tilboðsgerð sé, að menn geri sér ekki fyllilega grein fyrir hversu mikið þurfi að gera, fyrr en skipið er komið í slipp.“ Að lokum sagði Tryggvi, að hann teldi það tvímælalaust kost, að geta leitað til aðeins eins aðila með allt viðhald. Fyrirtækið reyndi að veita sem allra besta þjónustu á hverju sviði fyrir sig í samráði við þau fyrirtæki sem það skipti mest við, sem væru Rafboði, Stálsmiðj- an og Hamar. Auk dráttarbrautar, rekur Slippfélagið í Reykjavík bygginga- og járnvöruverslun, timbursölu, trésmíðaverkstæði og málningar- verksmiðjuna í Dugguvogi. Oft á tíSum fara skipin ekki á land fyrr en öll málnin g er búin af botninum. Þá sest mikill botngróður á þau og olíueySsla verSur allt aS 20% meiri. - Hempels dynamic 7628 botnmálningin endist í 26 mánuSi. StÓrt 603 smátt HEMPEL’S úrvals málning á allar gerðir skipa við allar aðstæður HEMPALIN alkyd lökk og grunnur fyrir fiskiskip smíöuö úr tré, stáli eða áli. HEMPATEX klórgúm og acryl lökk og grunnar fyrir flutningaskip og utanborðs á stærri skut- togara. HEMPADUR expoxy málningar og grunnar á staði, þar sem sérlega mikið mæðir á. HEMPATHANE polyurethane lökk og grunnar á fiskiskip og skemmtibáta úr plasti. HEMPELS DYNAMIC 7628 botnmálning með 22-26 mánaða endingartíma. HEMPELS TROPIC 7644 botnmálning með 12-16 mánaða endingartíma. HEMPELS NORDIC 7133 botnmálning með 7-10 mánaða endingartíma. HEMPELS MILLE 0777 glær botnmáln'nq sem hindrar gróðurmyndun á sjólínu. HEMPELS HARD RACING botnmálning á plastfiskiskip. HEMPELS MILLE 7670 sjálfhreinsandi botn- málning fyrir fiskiskip og skemmtibáta úr plasti. Slippfélagid íReykjavíkhf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Simi84255

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.