Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 12

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 12
12 föstudagur 21. september Netasalan hf. með alheimsfrumsýningu á Alþjóða sjávarútvegssýningunni 1984: Ný tækni I froðuhreinsun og hnútalausar loðnunætur „Ég held að það fari ekki milli mála að við munum kynna ýmsar gagnlegar nýjungar á sýningunni“, sagði Daníel Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Netasölunnar hf. í viðtali við Fiskifréttir. „Við mun- um leggja mikla vinnu í að kynna það sem við höfum að bjóða fyrir viðskiptavinum okkar og öðrum þeim sem sýninguna sækja“. Daníel sagði að Netasalan mundi sýna tæki og búnað fyrir bæði útgerðina og fiskvinnsluna. En skoðum fyrst það sem fyrirtæk- ið sýnir áhugasömum stjórnendum fiskvinnsluhúsa: Scanima-froðuhreinsitækið Danska fyrirtækið SCANIMA frumsýnir á sýningunni nýja gerð af froðuhreinsitæki, sem þeir kalla 2000 M, tæki sem er smíðað að langmestu leyti úr ryðfríu stáli. Froðan úr froðutækinu „hangir“ á veggjum og láréttum flötum og hreinsiefnið losar óhreinindin. Á eftir eru fletir spúlaðir og sápa og óhreinindi fara sína leið. „Við settum okkur það mark- mið að framleiða vél sem gerði hreint án þess að slíta óeðlilega viðkvæmum innréttingum“, segir Vagn Andersen deildarstjóri hjá Scanima, en hann mun verða í sýningardeild Netasölunnar hf. og svara fyrirspurnum viðskiptavina. „Auk þess lögðum við áherslu á að gera hreingerninguna þannig úr garði að hún kæmi til móts við allar kröfur nútímans og framtíð- arinnar auk þess sem hún skapaði þægilegan vinnustað.“ Og þetta telur hann að hafi einmitt tekist með smíði nýja froðuhreinsitækis- ins. Vélin framleiðir og dreifir „blautu“ froðuefni, sem er mynd- uð með þrýstivatnsdælu og loft- dælu. Blöndungur vélarinnar er nýlega hannaður og blandar hann saman vatninu og sápunni í hárná- kvæmum hlutföllum. í síðasta þrepi blöndungsins bætist þrýsti- loft við, en einmitt þetta gerir kleift að nota hreinsimiðla með afar lágu innihaldi löðurs, sem aftur eykur áhrifin af hreingern- ingunni. Efnið er lagt á með mjög lágum þrýstingi, 8 bar. Það þýðir ennfremur að ekki myndast aero- sol-þoka í vinnusalnum. Spúlað er eftir 5-20 mínútur með krafti sem er nálægt 30 bar, sem er lágur þrýstingur og hlífir viðkvæmum búnaði og innrétting- um. Þá getur vélin lagt úr sóttvarnar- efni á 12 bar þrýstingi. Vagn Andersen sagði að lokum að þeir hjá Scanima tryðu því að vélin yrði til þess að vernda heilsu fólks á vinnustöðum, auk þess sem þrifnaður stórykist frá því sem áður hefur tíðkast, og það byggðist á lágþrýstingi vélarinnar, sem er fimmfalt minni en við höfum þekkt til þessa. Plastkassar fyrir rækjuskipin Netasalan mun sýna enska plast- kassa frá hinu gamalkunna GPG International, einnig plastbakka frá sömu aðilum. Innflutningur á þessari vöru er tiltölulega nýlega hafinn og hefur þótt henta vel í rækjuskipunum. Þola kassarnir sérlega vel frost, enda úr öðru plasti en algengast er, brotna minna og endast því vel. Bindivélar og færibönd Fyrir pökkun og meðferð kassa hefur Netasalan upp á ýmislegt að bjóða, m. a. einkar netta og hand- hæga handbindivél fyrir plast. Þá verður kynnt á sýningunni rúllu og hjólafæribönd, ekki ósvipuð þeim sem við þekkjum frá flugvöllun- um. Hægt er að stilla þessi færi- bönd, lengd þeirra og stefnu. Þessi færibönd eru kynnt hér í fyrsta sinn. Vírar með innbyggða vörn gegn tæringu og ryði Frá H&T Marlow Ltd., stærsta tóframleiðanda Bretlands sýnir Netasalan m. a. víra með inn- byggðri vörn gegn tæringu og ryði. Auk þess verður sýnt ýmislegt annað frá þessu mikla fyrirtæki, m. a. Nelson-blýteinninn, land- festatóg, dragnótatóg og fleira. Japanir með nýtt og betra loðnu- nótarefni Að sjálfsögðu sýnir Netasalan net og nætur frá japansaka fyrirtækinu Nippon Kenno Co. Ltd., en það fyrirtæki hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð loðnunótaefnis, hnúta- lausu, sem vakið hefur mikla at- hygli. Reyndar svo miklar að Rúss- ar hafa fest kaup á slíkum nótum, og er þó sagt að mikið þurfi til að fá þá til að kaupa tækninýjungar frá öðrum löndum. Hnútalausa loðnunótarefnið er einkar staðfast, það hróflar sér ekki þrátt fyrir að mikið sé á það lagt við veiðarnar. Efnið er fyrirferðar- minna, sekkur betur en fyrri gerðir og styrkur þess er talinn vera 25-30% meiri. Mótstaða í kastinu verður mun minni. Nætur hafa mest slitnað á hnútunum, en hér er ekki hætta á slíku. Nótin safnar líka ekki í sig skít eins og eldri gerðir nóta. Þá eru nýjustu fréttir af þorska- netum, þrísterk net eru þau kölluð. Þetta eru þríþátta þræðir festir saman. Þetta net á að hafa miklu meiri endingu en þau sem til þessa hafa verið notuð við veiðar hér og spáði Daníel Þórarinsson því að það mundi vekja mikla athygli fiskimanna og útgerðar- stjóra á sýningunni. Ýmislegt fleira mun bera fyrir augu í sýningarbás Netasölunnar hf., m. a. má nefna brýningartæki frá Bandaríkjunum, sem sparar ekki aðeins tíma, heldur sér um að hnífarnir séu alltaf í toppformi, þegar á þarf að halda. Þá verða sýnd plastkör frá Dolav í ísrael, ný gerð sem eru útfærð með það fyrir augum að þrif verði auðveldari. Netasalan er um þessar mundir að flytja frá sínum gömlu höfuð- stöðvum við Klapparstíginn. Fyrirtækið verður í framtíðinni til húsa í Hafnarhúsinu í austurend- anum á 4. hæð. Þar verða bæði vörugeymslur og skrifstofur. NETASALAN KLAPPARSTÍG 29, 101 REYKJAVIK, S.24620 Daníel á skrifstofu Netasölunnar. Daníel Þórarinsson framkvæmdastjóri Netasölunnar á tali við viðskiptavin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.