Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 6

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 6
6 föstudagur 21. september ,,Útflutningurinn sífellt vaxandi þáttur í starfemi fyrirtaekisins“ - segir Ævar Guðmundsson hjá Seif hf. Fyrirtækið Seifur hf. Grandagarði 13, í Reykjavík verður 15 ára í nóvember næstkomandi. Stofn- endur þess voru Ævar Guðmunds- son, Pétur Kidson og fleiri. I upphafí var innflutningur helsta viðskiptasviðið og einnig var um- boðssala veigamikill þáttur í starf- seminni. í fyrstu seldi fyrirtækið ýmiskonar varning og þá var starfs- maður ásamt Ævari, Stefán Stef- ánsson, en fyrir nokkru var fyrir- tækinu skipt, Stefán stofnaði Vélar og tæki hf., en Ævar hélt áfram með Seif. Starfsemi fyrirtækisins þróaðist þannig, að smá saman var lögð meiri og meiri áhersla á veið- arfærainnflutning og sölu veiðar- færa og er veiðarfærasala nú helsti þáttur fyrirtækisins ásamt útflutn- ingi á físki. „Það varð sífellt aukning í veið- arfærasölunni þar til fyrir tveimur árum, að hún fór að dragast saman og samdrátturinn í henni varir ennþá,“ segirÆvar Guðmundsson framkvæmdastjóri, „og ég á ekki von á að veiðarfærasalan aukist mikið í bráð, það er að segja á meðan núverandi ástand varir hjá fiskveiðiflotanum." Ævar, sem nú á fyrirtækið einn ásamt fjölskyldu sinni segir, að þegar á árinu 1977 hafi hann byrjað að þreifa fyrir sér með útflutning á fiskafurðum og hafi sá þáttur í starfsemi fyrirtækisins sí- fellt farið vaxandi. „Við höfum hug á að auka þennan þátt í starfseminni enn frekar, en fram að þessu höfum við fyrst og fremst flutt út ferskan fisk og síðan frysta rækju. f haust munum við hefja útflutning á ferskum flökum með flugvélum til Bandaríkjanna. Það sem gerir okkur það mögulegt meðal annars er að fyrirtækið yfirtók fiskverkun- arhús á Seltjarnarnesi sl. áramót. í sumar hefur verið unnið að því að yfirfara og standsetja húsin á ný, sem voru frekar illa farin, en við eigum að geta hafið vinnslu af fullum krafti með haustinu. Eins og fyrr segir, þá voru starfsmenn Seifs 2 í byrjun, en nú vinna 8 manns á skrifstofunni, og síðan bætast þeir við sem eru í fiskverkuninni. Á þessu ári hefur Seifur flutt út á þriðja hundrað tonn af frystri rækju í skel. Um þennan útflutn- ing segir Ævar, að þótt menn kvarti undan lágu rækjuverði í augnablikinu, þá lítist sér alls ekki illa á markaðinn og að markaðirnir í Evrópu og Japan eigi báðir eftir að verða góðir. „Þá horfi ég með miklum áhuga á Evrópumarkað í því skyni að selja þangað ferskar fiskafurðir. Að vísu eru mörg ljón á veginum við að brjótast inn á þann markað, meðal annars há flutningsgjöld frá íslandi. Þá skortir líka réttar um- búðir, sem dæmi má nefna að hér á landi vantar algjörlega frauð- plastumbúðir. Við erum í sífelldu sambandi við aðila í Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bret- landi og í framtíðinni tel ég að við eigum góða möguleika á að selja þangað rækju,“ segir Ævar. PS-10 flotin frá Nova bylting í floti á síidar- og loðnunætur Á síðustu árum hefur orðið mikil framþróun í gerð flotholta á síldar- og loðnunætur. Frauðplastflot hafa verið notuð á næturnar, allt frá því að hætt var að nota kork sem flot á árunum fyrir 1960. Frauðplastflotin höfðu gífurlega yfirburði fram yfir korkinn, en engu að síður höfðu þau þann galla að smá saman urðu þau stökk og vildu brotna af nótunum sér- staklega í frosti. Fyrirtækið NOVA a/s í Álasundi er nú komið með á markað nýja gerð af flotum fyrir nætur. Þessi nýju flot eru fyllt lofti og korkteinninn á nótinni PS-10 flot í notkun. gengur í gegnum þau mið. NOVA fyrirtækið reyndi þessi flot í tvö ár um borð í norskum skipum áður en þau voru sett á markað. Við notkun reyndust þessi flot mikið sterkari en hefðbundin plastflot, auk þess sem aldrei þurfti að setja aukabelgi á næturnar umhverfis poka, seint á loðnuvertíð eða þeg- ar vitað var að um stór köst gæti verið að ræða, en flotmagnið í PS-10 flotunum frá NOVA er mikið meira en menn eiga að venjast. Um 900 PS-10 flot fara á venju- lega hringnót, það er kringum 300 faðma nót, en að öllu jöfnu eru sett þrjú flot á hvern faðm. Hefðbundin flot hafa líka oft farið illa í kraftblökkunum, en PS-10 flotin þola allt það hnjask sem þau verða fyrir þar, án þess að það sjái á þeim. PS-10 flotin hafa líka þann kost að mjög létt er að leggja þau í nótakassa, enda eru þau fyrirferð- arminni en hefðbundin flot. Stærð PS-10 flotsins er: lengd 300 mm. Þvermál 240 mm, teinagat 24 mm. Mikill fjöldi vöruteg- unda Seifur flytur inn alls konar net og nótaefni frá Taiwan og Japan, ennfremur fiskilínu frá Noregi og fisiöngla frá Ameríku. Ennfremur selur fyrirtækið allskonar lása.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.