Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 49

Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 49
föstudagur 21. september 49 Rekstrartækni hf. Eina ráðgjafarfyrirtækið sér- hæfit í launah vetj anadi kerfium Fyrirtækið Rekstrartækni s. f. er fyrir löngu orðið vel þekkt í fisk- iðnaðinum á fslandi, en frá upp- hafi fyrirtækisins 1972 hafa þeir Gísli Erlendsson og Kristján Sig- urgeirsson lagt megináherslu á ráðgjöf til þessa þáttar atvinnulífs- ins. „1 árslok 1972 gerðum við samn- ing um IBM-tölvu og urðum fyrstir til að nota tölvu við fiskiðnaðinn hér,“ segir Gísli Erlendsson í við- tali við Fiskifréttir. „Próunin í tölvutækninni var hæg og tók ekki stökk fyrr en 1978.“ í dag er Rekstrartækni með 32 manns í vinnu. Fyrirtækið skiptist í tvo meginþætti, tölvudeild og tæknideild. Tölvudeidlin sér um tölvu- vinnslu, t. d. bókhald og bónusút- reikninga, reikninga á framlegð og fleira. Annars sagði Gísli að það færðist stöðugt í þá átt að fyrirtæk- in önnuðust sjálf tölvubókhald á eigin skrifstofum á eigin tölvur, en ráðgjöf í kaupum á þeim búnaði og aðstoð við uppsetningu og rekstur þess hugbúnaðar sem þarf veitir Rekstrartækni í auknum mæli. Á vegum Rekstrartækni var komið á fót merkilegu samstarfi þeirra fyrirtækja, sem skipta við fyrirtækið. Það var 1977 að mis- munandi fyrirtæki í fiskiðnaði tóku að bera saman bækur sínar og fara yfir tölur hvers annars. Þetta reyndist gefa góða raun, menn lærðu mikið á þessum samanburði. í fyrstu voru menn nokkuð hikandi við þetta, en nú er þetta gert reglulega og hittast menn frá 10-12 fyrirtækjum reglulega einu sinni í mánuði og ræða fram og aftur um ýmis vandamál sem upp koma. Þetta samstarf hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur og erlendis. Tæknideildin hjá Rekstrartækni er í stöðugri aukningu. Hún sér um hverskonar almenna rekstrar- ráðgjöf, lay-outgerð (vinnslurásir) fyrir frystihús, forritunargerð fyrir hverskonar tölvubúnað, svo eitt- hvað sé nefnt. Á þessu ári hefur Rekstrartækni s.f. haft hönd í bagga með upp- byggingu átta frystihúsa. Fyrirtæk- ið gerir þá tillögur um ýmsar úrbætur, ræðir við forráðamenn um óskir þeirra og kröfur, og annast útboð á búnaði og tækjum, fylgist með smíði og uppsetningu tækja og innréttinga. Við gang- setningu húsanna útbýr Rekstrar- tækni s.f. staðaltíma fyrir bónus og sér um ákveðna verkkennslu. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í af- kastahvetjandi launakerfi, leið- andi ráðgjafarfyrirtæki í þeim efnum. Til þessa hefur einkum verið unnið fyrir frystihúsin en núna er farið að vinna í auknum mæli fyrir rækjuvinnslurnar á sama hátt. Hjá Rekstrartækni er nú verið að vinna við nýtt staðaltímakerfi fyrir landið allt og er það væntan- legt á markaðinn upp úr næstu áramótum. Með í vinnslu og út- færslu á hinu nýja kerfi hafa bæði SÍS og SH tekið þátt, auk verka- lýðshreyfingarinnar. Ekki kvaðst Gísli að svo stöddu geta úttalað sig um þetta kerfi, en það mundi vekja mikla athygli þegar það yrði kynnt. Á íslensku Sjávarútvegssýning- unni mun Rekstrartækni s.f. verða með tölvubúnað, IBM 36, eins og hefðbundin frystihús nota í dag. Við þessa vél verður tengd IBM einkatölva. „Við ætlum að leggja áherslu á að kynna tölvukerfin okkar fyrir fiskiðnaðinn og ætluð eru IBM 36 tölvunni. Þetta eru bónuspró- grömm, framlegðar, afla og birgðabókhaldsprógrömm, auk nýs launabókhaldskerfis. Þá verð- um við með fjárhagsbókhald fyrir IBM PC einkatölvuna og hug- myndir okkar um launabókhald fyrir minni fiskiðnaðarfyrirtækin, sem geta notað einkatölvuna í þessu skyni. Þá munum við reyna að höfða til útlendinganna með vinnslukerfinu frá Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði, en það tengist vigtunum sem Marel og Póllinn framleiða," sagði Gísli að lokum. Gísli Erlendsson framkvæmdastjóri á skrifstofunni sinni. ÚTGERÐARMEIVIV - S.IÚMEW

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.