Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Síða 28

Fiskifréttir - 21.09.1984, Síða 28
28 föstudagur 21. september Hampiðjan: Rannsóknir og upplýsngar Úr vinnslusal Hampiðjunnar. „Yfirskrift báss Hampiðjunnar á Sjávarútvegssýningunni í Laugar- dalshöll verður: Rannsóknir og þróun í veiðarfæragerð og upplýs- ingastarfsemi um nýjungar og þróun,“ sögðu Gunnar Svavarsson forstjóri Hampiðjunnar og Guð- mundur Gunnarsson sölustjóri í viðtali við Fiskifréttir. „Okkur er það alveg ljóst, að það er nauðsynlegt að hafa sífelld- ar rannsóknir í gangi til að tryggja næg vörugæði. Við leggjun sífellt meiri áherslu á þann þátt til að við getum verið leiðandi afl bæði í framleiðslunni og einnig varðandi notkun úti á sjó. Það má segja að rannsóknaþátturinn sé tvíþættur. Annars vegar stundum við sjálfir rannsóknir og hins vegar leitum við upplýsinga um þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið ann- ars staðar." Peir Gunnar og Guðmundur kváðust vilja dreifa upplýsingum sem að gagni geta komið til þeirra sem kaupa vöruna. Farnar eru margar leiðir í því sambandi en þeir nefndu ferð sem Hampiðjan efndi til á síðasta ári í tilraunatank- inn í Hirtshals. Þar voru skoðuð og framkvæmdar mælingar á 7 trollmódelum sem notuð eru á íslandi. Vegna eindreginna óska, var gert myndband um þessar tilraunir sem dreift hefur verið hér á landi í á annað hundrað eintökum. „Hampiðjan hefur áhuga á að koma sér upp tilraunatanki hér á landi,“ sagði Gunnar, „en eins og ástandið er nú í íslenskum sjávar- útvegi höfum við ekkert bolmagn til þess.“ Þá greindu þeir frá heimsóknum Hampiðjumanna í verstöðvar. Það hefur til dæmis farið hópur til að kynna kostnaðarskiptingu við veiðar að því er lýtur að veiðarfær- um, og einnig var leiðbeint um hvernig eigi að umgangast veiðar- færin. Og þá sögðust þeir einnig njóta þess að tala við sjómenn og fræðast af þeirra reynslu. Aðspurðir um nýmæli hjá Hampiðjunni greindu þeir Gunnar og Guðmundur frá því, að á djúp- rækjuveiðum sem stundaðar hafa verið við Grænland hefðu verið notuð stór og mikil troll með smáum möskva. Hampiðjan hefur verið stór á markaði fyrir slík veiðarfæri • í Evrópu. En þessir smáu möskvar leiða af sér að mótstaða í sjónum er mjög mikil og þess vegna er olíunotkun mjög mikil. Því komu tilmæli til Hamp- iðjunnar frá útgerðarmanni í Dan- mörku, hvort fyritækið gæti ekki hannað grennra garn, sem hefði þó sama styrk. Farið var að rann- saka málið, sem endaði með hönn- un á garni, sem er 1,8 mm fléttað. Sami útgerðarmaður og óskað hafði eftir þessu prófaði það og stækkaði um leið hlerana. Þannig segist hann spara 10% í olíu, en líklegt er, að ef sama stærð af hlerum hefði verið notuð áfram, hefði sparnaðurinn orðið allt að 30%. Þetta garn er að ryðja sér til rúms, enda lipurt og þjált. „Talandi um rækjutroll," sagði Gunnar, „Þá hefur Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari á ísafirði sýnt það lofsverða framtak að kaupa til landsins tæki til neðan- sjávarmyndatöku. Þettatæki hefur mikið verið notað við rannsóknir á rækjutrollum í Djúpinu. Vélin hefur þó nýst til fleiri hluta. Hún var til dæmis nýtt við björgun þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fórst í Jökulfjörðum. Menn telja að það hefði verið óframkvæman- legt án þessa tækis.“ Hampiðjan hefur leigt þetta tæki ásamt sjtjórnanda til rann- sókna á þorskanetum í Breiðafirði í samvinnu við Guðna Þorsteins- son hjá Hafrannsóknastofnun. Höfundur þessa tækis er Breska hafrannsóknastofnunin í Aber- deen í Skotlandi. Nú standa yfir samningar við þá um að fá útgáfu- rétt á íslandi á 3 myndum sem sýna hegðun fisks gagnvart trolli og dragnót og ýmsum öðrum veiðar- færum. Ætlunin er að dreifa spól- unni til þeirra, sem áhuga kunna að hafa hér á landi, gegn vægu gjaldi. Að lokum sögðu þeir Gunnar Svavarsson og Guðmundur Gunn- arsson hjá Hampiðjunni að þeir byðu alla velkomna í bás Hamp- iðjunnar á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll. KVIKK 205 Hausskurðarvélin. Bylting í nýtingu þorskhausa Auka má nýtingu á slægðum þorski með haus um 5-13% eftir vinnsluaðferð. Vinnslumöguleikar: 1. Ferskt/frysting Við sýnum hausskurðarvélina í vinnslu á 3' Marningur sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 22.-26. september n. k. á bás D-34. KVIKK sf. Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík Sími 91-29177, tlx: 2213 vikur.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.