Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 66

Fiskifréttir - 21.09.1984, Blaðsíða 66
66 föstudagur 21. september ALPHA DIESEL - ÖM í Nafnið Alpha hefur verið sam- tengt hagnýtum og áreiðanlegum vélum fyrir smærri skip; fiskibáta, dráttarbáta, ferjur og strandferða- skip, síðan frá aldamótum. Orðstír Alpha stendur föstum fótum enn í dag, en Alpha vélar spanna nú yfir miklu stærra aflsvið og eru notaðar í allar stærðir skipa. Fyrir um það bil 50 árum varð Alpha dótturfyrirtæki Burmeister og Wain, hinna frægu dieselvéla- framleiðenda- í Kaupmannahöfn. Nýlega sameinaðist B&W diesel M.A.N. samsteypunni, öðru leið- andi fyrirtæki á sviði dieselvéla- framleiðslu, en fyrstu tilraunir Dr. Rudolph Diesels fóru einmitt fram hjá M.A.N. í Augsburg. Framtíðarþróun fjórgengisdies- elvéla er nú í höndum hinnar þrautreyndu hönnunardeildar M.A.N.en Alpha í Frederikshavn, heldur áfram hönnun á niður- færslugírum, skrúfuútbúnaði, fjar- stýribúnaði og öðrum búnaði fyrir fullkominn aðalvélabúnað. Þetta fyrirkomulag tryggir stöðuga framþróun að því marki, sem þeir hafa sett sér, að framleiða hagkvæmar, traustar og end- ingargóðar skipsvélar. Nú, eins og áður, standa kostir Alpha aðalvélabúnaðir fyrir sínu. Hugleiðið eftirfarandi: * Alpha aðalvélabúnaður er fram- leiddur af sérfræðingum, sem vinna hver á sínu sviði við framleiðslu á dieselvélum, gírum, skiptiskrúfum, fjarstýri- búnaði og samtengingu þessa alls, sem einnar heildar, undir sama þaki. * Að sérfræðileg ráðlegging Alpha í sambandi við aðalvéla- búnað er byggð á aldar reynslu í hönnun og framleiðslu. * Einstöku hlutar í Alpha aðal- vélabúnaðinum eru valdir af sérfræðingum Alpha til að ná hámarks notagildi. * Titringssnúningsvægi er reiknað fyrir allan aðalvélabúnaðinn í einu og titringseyðar og sveigj- anlegir liðir gerðir í samræmi við það. * Allir hlutir aðalvélabúnaðarins eru valdir og prófaðir af einum framleiðanda, en það er enn frekari trygging fyrir fullkomn- um aðalvélabúnaði. * Skiptiskrúfan frá Alpha er þekkt fyrir öryggi og notagildi. Fastar skrúfur fást einnig með Alpha aðalvélabúnaði. ★ Þegar skipt er við Alpha útilok- ast öll vandamál vegna sam- ræmingar milli framleiðenda. ★ Einn framleiðandi. Einn þjónustuaðili. Einn ábyrgðaraðili. Hið stöðuga markmið Alpha, er að gefa viðskiptavinum sínum rétt- an aðalvélabúnað miðað við þarfir. Vegna hins háa eldsneyt- isverðs eru gerðar æ meiri kröfur til sparnaðar og þess vegna lögð sérstök áhersla á eftirfarandi kröfur: * Aukinn eldsneytissparnað dísil- vélarinnar. * Aukna nýtingu skrúfunnar. M.A.N./Alpha Af fjölmörgum aðalvélabúnuðum sem Alpha framleiðir kynnum við nú á Sjávarútvegssýningunni nýj- asta aðalvélabúnaðinn; M.A.N./ Alpha sem samanstendur af: * M.A.N., gerð D 2542 MLE, 520 HÖ. * Niðurfærslugír 1800/300 s/mín. * Skiptiskrúfa * Fjarstýribúnaði, aðvörunarbún- að. Kostir þessa aðalvélabúnaðar eru: * Stutt og lágrýmd vél, með ábyggðum niðurfærslugír. * Ný hönnun á skiptiskrúfu sem er til þess gerð að ná hárri nýtingu við lágan snúnings- hraða. * Útilokun á tímafrekum sam- ræmingarvandamálum, þar sem allir hlutarnir koma frá einum og sama framleiðanda. * Einn framleiðandi. Einn þjónustuaðili. Einn ábyrgðaraðili. Yélin * Bein eldsneytisinngjöf með M.A.N. kveikjukerfinu, sem gefur mjög háa hitanýtingu. * Hár meðalþrýstingur, sem þýðir hámarks orkuframleiðslu innan hinna gefnu kraftlína. * Lágur kveikjuþrýstingur, sem þýðir litla vélarþyngd og þar með tilsvarandi aukningu á burðargetu skipsins. * Lítill hávaði, vegna hins hóflega þrýstings í strokkunum. * Lágur viðhaldskostnaður, sem ekki síst er fenginn með því að það næst auðveldlega til allra hluta, sem eftirlit þurfa og stilla þarf. * Allar vélarnar eru byggðar eftir staðli með tilliti til flokkunar- félaga. Nidurfærslugírinn: * Innbyggð kúpling. * Innbyggður „servo - motor“ fyrir skiptingu. * Innbyggð þrýstilega. * Aukaaflúttök. Skiptiskrúfubúnaður- inn: * Fullkomin nýhönnuð 4ra blaða skiptiskrúfa. * Fáir slitfletir í skrúfuhaus. * Olíufyllt stefnisrör með hvít- málmsfóðringum. * Stefnisrör sett í aftanfrá. * Fastur-eða stýrisskrúfuhringur. Fjarstýri- og aðvörunar- búnaðurinn: * Einföld stjórnun, sem krefst sem minnstrar athygli stjórn- andans. * Auðskildar og nauðsynlegar upplýsingar á áberandi stað. * Lágmarkskrafa um rými, sem er nauðsynlegt í hinu þrönga stýr- ishúsi nútíma skipa. * Einföld uppsetning, í grundvall- aratriðum ein kapaltenging og tveir vírar úr stýrishúss-stjórn- borðinu til vélarrúmsins. * Hámarks áreiðanleiki, og við bætist notkun sterkra og þaul- reyndra hluta, jafnframt 24 V. D.C. rafstraum. Fjarstýritækin eru: * Tvö handföng til stjórnar á snúningshraða vélar og skipti- skrúfu. * Mælaborð í stýrishúsi, sem er með mæla fyrir snúningshraða vélar, smurolíuþrýsting, skol- loftsþrýsting, kælivatnshita, af- gashita, olíuþrýsting á gír, þrýstihnappa fyrir kúplingu og þrýstihnapp til neyðarstöðvunar á vélinni. Aðvörunarmerki ásamt ljósum vegna minnkandi smurolíuþrýstings og gírolíu- þrýstings og hækkandi kæli- vatnshita. * Stjórnkassi í vélarrúmi með aðalrofa, gangsetningarrofa, þrýstihnapp til þess að útiloka aðvörunarmerki meðan á gang- setningu stendur, tímateljara og mæla fyrir smurolíuþrýsting og gírolíuþrýstng. Alphatronic Einnig sýnum við nýhannaðan fjarstýribúnað fyrir hina velþekktu Alpha aðalvélabúnaði, þ. e. a. s. Alpha L/V-23 og L/V-28. Yerið velkomin í Bás 120 MAN-B&W dísilvélar sf. Barónstíg 5 Sími 11280 - 11281 * M.A.N., gerð D 2542 MLE, 520 HÖ. * Nið urfærslugír 1800/300 s/mín. * Skiptiskrúfa * fjarstýribúnaður, aðvörunarbúnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.