Þjóðmál - 01.06.2017, Page 29

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 29
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 27 leiðtogi Íhaldsflokksins, hafði vonazt til þar sem hún missti þingmeirihluta sinn í stað þess að auka hann bætti flokkur hennar engu að síður við sig talsverðu fylgi frá kosningu- num 2015. Verkamannaflokkurinn bætti hins vegar við sig meiru. Vinsældir Íhaldsflokksins vegna Brexit Fylgisaukning Verkamannaflokksins, undir forystu Jeremys Corbyn, kom einkum til vegna framgöngu sem vinstriflokkar og aðrir lýðskrumsflokkar temja sér gjarnan. Það er að lofa fólki öllu mögulegu ókeypis á kostnað annarra og án þess að tilgreina nákvæmlega hvernig eigi að fjármagna það. Enda hafa forystumenn flokksins ekki getað svarað því þegar gengið hefur verið á þá. Verkamannaflokkurinn talaði viljandi lítið sem ekkert eða loðið um útgönguna úr Evrópusambandinu í kosningabaráttunni enda málið umdeilt aðallega í forystusveit hans. Frambjóðendum var þannig veitt svig- rúm til þess að tjá sig um málið eftir því sem þeim þótti henta í þeirra kjördæmi. Kosningastefna flokksins var þó afgerandi á þá leið að Bretland skyldi yfirgefa sambandið. Kosningabaráttan gekk framan af vel fyrir Íhaldsflokkinn þar til um miðjan maí þegar kosningastefnur stærstu stjórnmálaflokkanna höfðu verið kynntar. Fylgi Verkamanna- flokksins hafði þá þegar farið vaxandi eftir að boðað var til kosninganna mánuði áður með áherzlum einkum á heilbrigðismál og menntamál. Þá aðallega með loforðum um að allt í þeim efnum yrði ókeypis. Meðan umræðan um stefnu Íhaldsflokksins snerist um útgönguna úr Evrópusambandinu hélst fylgið hátt samkvæmt skoðanakön- nunum eins og það hafði verið allt frá því skömmu eftir þjóðaratkvæðið um veruna í sambandinu. Vinsældir flokksins komu fyrst og fremst þaðan ef marka má kannanir. Þegar umræðan fór að snúast um önnur mál breyttist hins vegar staðan. Þegar fylgi Verkamannaflokksins fór að aukast í aðdraganda þingkosninganna þjöppuðu flokksmenn sér að baki Corbyn en nú, nokkrum vikum eftir kosningarnar, er hins vegar allt komið upp í loft aftur í þingflokki flokksins. Corbyn hefur verið umdeildur leið- togi og þá einkum fyrir róttæka vinstripólitík sína. Hófsamari jafnaðarmenn hafa vilja losna við hann en gengið illa við það. Samkvæmt síðustu fréttum er alvarlega rætt um að Verkamannaflokkurinn kunni að klofna.2 Fylgisaukning Verkamannaflokksins, undir forystu Jeremys Corbyn, kom einkum til vegna framgöngu sem vinstriflokkar og aðrir lýðskrumsflokkar temja sér gjarnan. Það er að lofa fólki öllu mögulegu ókeypis á kostnað annarra og án þess að tilgreina nákvæmlega hvernig eigi að fjármagna það. Enda hafa forystu- menn flokksins ekki getað svarað því þegar gengið hefur verið á þá. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur verið umdeildur frá því að hann tók við formennsku í flokknum. Í aðdraganda þingkosningar tóku stuðningsmenn hans þó við sér þegar fylgi flokksins jóks, en eftir kosningar hefur aftur dregið úr stuðningi við leiðtogann.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.