Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 29
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 27 leiðtogi Íhaldsflokksins, hafði vonazt til þar sem hún missti þingmeirihluta sinn í stað þess að auka hann bætti flokkur hennar engu að síður við sig talsverðu fylgi frá kosningu- num 2015. Verkamannaflokkurinn bætti hins vegar við sig meiru. Vinsældir Íhaldsflokksins vegna Brexit Fylgisaukning Verkamannaflokksins, undir forystu Jeremys Corbyn, kom einkum til vegna framgöngu sem vinstriflokkar og aðrir lýðskrumsflokkar temja sér gjarnan. Það er að lofa fólki öllu mögulegu ókeypis á kostnað annarra og án þess að tilgreina nákvæmlega hvernig eigi að fjármagna það. Enda hafa forystumenn flokksins ekki getað svarað því þegar gengið hefur verið á þá. Verkamannaflokkurinn talaði viljandi lítið sem ekkert eða loðið um útgönguna úr Evrópusambandinu í kosningabaráttunni enda málið umdeilt aðallega í forystusveit hans. Frambjóðendum var þannig veitt svig- rúm til þess að tjá sig um málið eftir því sem þeim þótti henta í þeirra kjördæmi. Kosningastefna flokksins var þó afgerandi á þá leið að Bretland skyldi yfirgefa sambandið. Kosningabaráttan gekk framan af vel fyrir Íhaldsflokkinn þar til um miðjan maí þegar kosningastefnur stærstu stjórnmálaflokkanna höfðu verið kynntar. Fylgi Verkamanna- flokksins hafði þá þegar farið vaxandi eftir að boðað var til kosninganna mánuði áður með áherzlum einkum á heilbrigðismál og menntamál. Þá aðallega með loforðum um að allt í þeim efnum yrði ókeypis. Meðan umræðan um stefnu Íhaldsflokksins snerist um útgönguna úr Evrópusambandinu hélst fylgið hátt samkvæmt skoðanakön- nunum eins og það hafði verið allt frá því skömmu eftir þjóðaratkvæðið um veruna í sambandinu. Vinsældir flokksins komu fyrst og fremst þaðan ef marka má kannanir. Þegar umræðan fór að snúast um önnur mál breyttist hins vegar staðan. Þegar fylgi Verkamannaflokksins fór að aukast í aðdraganda þingkosninganna þjöppuðu flokksmenn sér að baki Corbyn en nú, nokkrum vikum eftir kosningarnar, er hins vegar allt komið upp í loft aftur í þingflokki flokksins. Corbyn hefur verið umdeildur leið- togi og þá einkum fyrir róttæka vinstripólitík sína. Hófsamari jafnaðarmenn hafa vilja losna við hann en gengið illa við það. Samkvæmt síðustu fréttum er alvarlega rætt um að Verkamannaflokkurinn kunni að klofna.2 Fylgisaukning Verkamannaflokksins, undir forystu Jeremys Corbyn, kom einkum til vegna framgöngu sem vinstriflokkar og aðrir lýðskrumsflokkar temja sér gjarnan. Það er að lofa fólki öllu mögulegu ókeypis á kostnað annarra og án þess að tilgreina nákvæmlega hvernig eigi að fjármagna það. Enda hafa forystu- menn flokksins ekki getað svarað því þegar gengið hefur verið á þá. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur verið umdeildur frá því að hann tók við formennsku í flokknum. Í aðdraganda þingkosningar tóku stuðningsmenn hans þó við sér þegar fylgi flokksins jóks, en eftir kosningar hefur aftur dregið úr stuðningi við leiðtogann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.