Þjóðmál - 01.06.2017, Page 37

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 37
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 35 Glass-Steagall verður til McDonald rifjar upp að á árunum 1929 - 32 hafi hátt í 5.800 bankar vestanhafs orðið gjaldþrota og á árinu 1933 hafi 4.000 fallið til viðbótar. Þegar Franklin D. Roosevelt tók við embætti í byrjun mars 1933 stóð yfir meiri- háttar bankaáhlaup þar sem almenningur tók út nánast allt sitt fjármagn. Eftir aðeins tvo daga í embætti, þann 6. mars 1933, lét Roosevelt loka öllum bönkum landsins í fjóra daga til að hrinda frá frekari áhlaupum innstæðueigenda. Þann 9. mars voru sett á neyðarlög í landinu (e. Emerg- ency Banking Act) sem samþykkt höfðu verið í báðum deildum þingsins samdægurs. Neyðarlögin heimiluðu opnun þeirra banka sem taldir voru nægilega stöðugir fjárhags- lega til að standa af sér hóflegt áhlaup. Lögin juku að einhverju leyti traust á bönkunum og í lok mars hafði almenningur lagt aftur inn um tvo þriðju þess fjármagns sem tekið hafði verið út áður. Tveir þingmenn Demókrata nýttu sér vantraust almennings í garð bankanna til að kynna nýja löggjöf. Öldungadeildarþing- maðurinn og fv. fjármálaráðherrann Carter Glass fékk fulltrúardeildarþingmanninn Henry Steagall, sem þá var formaður fasta- nefndar þingsins um fjármálamarkaði, til að styðja með sér löggjöf sem átti að koma í veg fyrir óhóflega spákaupmennsku og fjárfest- ingar viðskiptabanka í fjármálagerningum. Löggjöfin, sem varð kennd við eftirnöfn hvatamanna hennar, var samþykkt í full- trúardeild bandaríska þingsins þann 23. maí 1933 og í öldungadeild tveimur dögum síðar. Steagall hafði gert kröfu, og fengið í gegn, að settur yrði á fót tryggingasjóður innstæðu- eigenda, sem einungis myndi veita viðskipta- bönkum aðstoð. Þeir Glass og Steagall héldu því fram að löggjöfinni væri m.a. ætlað að koma í veg fyrir að sjóðir hins opinbera yrðu nýttir til þess að „fjármagna fjárhættuspil“ annarra banka eins og þeir orðuðu það í umræðum í þinginu. Þessi rúmlega 80 ára orðræða heyrist enn í dag. McDonald vekur í grein sinn sérstaka athygli á 16. gr. Glass-Steagall löggjafarinnar. Með henni fengu viðskiptabankar heimild til að stunda hefðbundna bankastarfsemi, taka við innlánum, veita lán o.s.frv. Þeim var óheimilt Þegar Franklin D. Roosevelt tók við embætti forseta Bandaríkjanna í byrjun mars 1933 stóð yfir meiriháttar bankaáhlaup þar sem almenningur tók út nánast allt sitt fjármagn. Eftir aðeins tvo daga í embætti, 6. mars 1933, lét Roosevelt loka öllum bönkum landsins í fjóra daga til að hrinda frá frekari áhlaupum innstæðueigenda. Þann 9. mars voru sett á neyðar- lög í landinu (e. Emergency Banking Act) sem samþykkt höfðu verið í báðum deildum þingsins samdægurs. Þegar hann tók við embætti lofaði hann því að næstu 100 dagar yrðu vel nýttir til að koma efnahagsmálunum í rétt horf. Þaðan þekkjum við hugtakið um „fyrstu 100 dagana í embætti” sem enn er notað í dag af stjórnmálamönnum víða um heim.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.