Þjóðmál - 01.06.2017, Side 64

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 64
62 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 „Í stað þess að leyfa sósíalistunum að halda áróðri sínum áfram óáreittum ættum við að hafa nægilegt traust á kapítalismanum og láta hann sigra umræðuna í verki. Við skulum sjá hvernig íbúar á Kúbu bregðast við þegar þeir komast í snertingu við iPhone, nútíma bíla og ferðamenn með fullar fúlgur fjár sem vilja kaupa af þeim vöru og þjónustu. […] Ég óttast ekki samkeppni á milli sósíalismans og kapítalismans. Afléttum viðskiptabanninu og kapítalisminn mun smátt og smátt […] útrýma veikburða gripi sósíalismans. Íbúar Kúbu munu upplifa frelsi þegar þeir átta sig á því að fátækt og sósíalisminn fara hönd í hönd.“ Stíflan er brostin Og það eru fleiri á þessari línu. Doug Bandow, fræðimaður hjá Cato hugveitunni í Washing- ton og fv. aðstoðarmaður Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, fjallaði um útspil Trump í pistli á vef Cato. Bandow bendir á að Trump hafi mótmælt meðferð stjórnvalda á Kúbu á þegnum sínum, en hann hefði þó ekkert tjáð sig eða fjallað um kúgun stjórnvalda á þegnum sínum í nýlegri ferð sinni um Mið- Austurlönd, t.d. í Saudi-Arabíu. Bandow segir í pistli sínum að Kúba hafi verið á „vonda“ listanum í Washington frá því að byltingarmenn undir forystu Fidel Castro komust til valda árið 1959. Þá segir Bandow að Kúba hefði í raun haft litla þýðingu hefði Castro ekki sóst eftir stuðningi Sovétrík- janna á dögum kalda stríðsins. Hvað útspil Trump varðar segir Bandow að afturhvarf til misheppnaðar stefnu muni ekki frelsa íbúa Kúbu. Bandow segir að bandaríska viðskiptabannið hafi ekki komið höggi á Castro og félaga. Þvert á móti hafi það gefið þeim afsökun til að réttlæta misheppnaða efnahagsstefnu sína með áróðri sem fólst í því að kenna Bandaríkjamönnum um fátækt og vöruskort. Það hafi tekist þrátt fyrir að Evrópubúar hafi fjárfest á Kúbu í gegnu tíðina. Sjálfur dvaldi hann á hóteli í eigu Hollendinga þegar hann heimsótti landið fyrir rúmum áratug. Þá segir Bandow að í raun hafi lítil hugsun verið að baki því að viðhalda viðskiptabann- inu svo lengi sem raun ber vitni. Það hafi aðeins verið gert til að halda hópi Bandaríkja- manna af kúbverskum uppruna ánægðum en sá hópur er dyggur hópur kjósenda í Flórída ríki (Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur að skrá sig á kjörskrá fyrir kosningar og þeir sem eru af kúb- verskum uppruna eru mjög traustir kjósendur). „Stefna Bandaríkjanna í þessu máli er skil- greining á sturlun; að gera það sama aftur og aftur og búast við breyttri niðurstöðu,“ segir Bandow. Bandow er ósammála Trump um það hvernig rétt sé að nálgast Kúbu og bendir á að á dögum kalda stríðsins hafi Bandaríkjamenn átt diplómatísk samskipti við Sovétríkin, Austur-Evrópuþjóðir og á seinni árum við ýmsa einræðisherra þriðju heims ríkja. „Sendiráð er samskiptaráðs á milli stjórnvalda en ekki táknmynd um stuðning við stefnu stjórnvalda,“ segir Bandow. Þar beinir hann orðum sínum augljóslega í gagnrýni á þá stefnu Trump að vilja loka á ný sendiráði Bandaríkjanna á Kúbu. Bandow segir réttilega að frjáls viðskipti og fjár- festingar gagnist báðum aðilum efnahagslega. „Frjáls viðskipti grafa undan ofríki stjórnmála- mann og stuðla að bæði efnahagslegu og pólitísku frjálsræði,“ segir Bandow. „Viðskiptatengsl og hagvöxtur hafa stuðlað að því að örva lýðræðisþróun í ríkjum á borð við Mexíkó, Suður-Kóreu og Taívan. Frjáls viðskipti tryggja þó auðvitað ekki pólitíska umbreytingu. […] En áhrif kommúnismans fara þó þverrandi.“ Þá vísar hann í orð Christopher Sabatini, prófessors við Columbia University, sem sagði eftir heimsókn sína til Kúbu á síðasta ári „Við skulum sjá hvernig íbúar á Kúbu bregðast við þegar þeir komast í snertingu við iPhone, nútíma bíla og ferðamenn með fullar fúlgur fjár sem vilja kaupa af þeim vöru og þjónustu.”

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.