Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 64

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 64
62 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 „Í stað þess að leyfa sósíalistunum að halda áróðri sínum áfram óáreittum ættum við að hafa nægilegt traust á kapítalismanum og láta hann sigra umræðuna í verki. Við skulum sjá hvernig íbúar á Kúbu bregðast við þegar þeir komast í snertingu við iPhone, nútíma bíla og ferðamenn með fullar fúlgur fjár sem vilja kaupa af þeim vöru og þjónustu. […] Ég óttast ekki samkeppni á milli sósíalismans og kapítalismans. Afléttum viðskiptabanninu og kapítalisminn mun smátt og smátt […] útrýma veikburða gripi sósíalismans. Íbúar Kúbu munu upplifa frelsi þegar þeir átta sig á því að fátækt og sósíalisminn fara hönd í hönd.“ Stíflan er brostin Og það eru fleiri á þessari línu. Doug Bandow, fræðimaður hjá Cato hugveitunni í Washing- ton og fv. aðstoðarmaður Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, fjallaði um útspil Trump í pistli á vef Cato. Bandow bendir á að Trump hafi mótmælt meðferð stjórnvalda á Kúbu á þegnum sínum, en hann hefði þó ekkert tjáð sig eða fjallað um kúgun stjórnvalda á þegnum sínum í nýlegri ferð sinni um Mið- Austurlönd, t.d. í Saudi-Arabíu. Bandow segir í pistli sínum að Kúba hafi verið á „vonda“ listanum í Washington frá því að byltingarmenn undir forystu Fidel Castro komust til valda árið 1959. Þá segir Bandow að Kúba hefði í raun haft litla þýðingu hefði Castro ekki sóst eftir stuðningi Sovétrík- janna á dögum kalda stríðsins. Hvað útspil Trump varðar segir Bandow að afturhvarf til misheppnaðar stefnu muni ekki frelsa íbúa Kúbu. Bandow segir að bandaríska viðskiptabannið hafi ekki komið höggi á Castro og félaga. Þvert á móti hafi það gefið þeim afsökun til að réttlæta misheppnaða efnahagsstefnu sína með áróðri sem fólst í því að kenna Bandaríkjamönnum um fátækt og vöruskort. Það hafi tekist þrátt fyrir að Evrópubúar hafi fjárfest á Kúbu í gegnu tíðina. Sjálfur dvaldi hann á hóteli í eigu Hollendinga þegar hann heimsótti landið fyrir rúmum áratug. Þá segir Bandow að í raun hafi lítil hugsun verið að baki því að viðhalda viðskiptabann- inu svo lengi sem raun ber vitni. Það hafi aðeins verið gert til að halda hópi Bandaríkja- manna af kúbverskum uppruna ánægðum en sá hópur er dyggur hópur kjósenda í Flórída ríki (Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur að skrá sig á kjörskrá fyrir kosningar og þeir sem eru af kúb- verskum uppruna eru mjög traustir kjósendur). „Stefna Bandaríkjanna í þessu máli er skil- greining á sturlun; að gera það sama aftur og aftur og búast við breyttri niðurstöðu,“ segir Bandow. Bandow er ósammála Trump um það hvernig rétt sé að nálgast Kúbu og bendir á að á dögum kalda stríðsins hafi Bandaríkjamenn átt diplómatísk samskipti við Sovétríkin, Austur-Evrópuþjóðir og á seinni árum við ýmsa einræðisherra þriðju heims ríkja. „Sendiráð er samskiptaráðs á milli stjórnvalda en ekki táknmynd um stuðning við stefnu stjórnvalda,“ segir Bandow. Þar beinir hann orðum sínum augljóslega í gagnrýni á þá stefnu Trump að vilja loka á ný sendiráði Bandaríkjanna á Kúbu. Bandow segir réttilega að frjáls viðskipti og fjár- festingar gagnist báðum aðilum efnahagslega. „Frjáls viðskipti grafa undan ofríki stjórnmála- mann og stuðla að bæði efnahagslegu og pólitísku frjálsræði,“ segir Bandow. „Viðskiptatengsl og hagvöxtur hafa stuðlað að því að örva lýðræðisþróun í ríkjum á borð við Mexíkó, Suður-Kóreu og Taívan. Frjáls viðskipti tryggja þó auðvitað ekki pólitíska umbreytingu. […] En áhrif kommúnismans fara þó þverrandi.“ Þá vísar hann í orð Christopher Sabatini, prófessors við Columbia University, sem sagði eftir heimsókn sína til Kúbu á síðasta ári „Við skulum sjá hvernig íbúar á Kúbu bregðast við þegar þeir komast í snertingu við iPhone, nútíma bíla og ferðamenn með fullar fúlgur fjár sem vilja kaupa af þeim vöru og þjónustu.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.