Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 2
2
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001
lausn
stærstu skipa s.s.
Ifétýringar, GPS plot-
iir dýptamæla, ásamt
sambyggðum tækjum með dýptarmæli-
/radar/GPS plotter á sama skjá.
Veitum allar nánari upplýsingar
I RIDRIK A. J(kSS«\ EHF.
Eyjarslóð 7,101 Reykjavík. Simi: 552 2111
Fax: 552 2115 Netfang: faj@islandia.is
SIMRAD
A KONGSBERG Company
www.simrad.com
einum
kenna
Fiskifræðingarnir
höfðu rétt fyrir sér
„Ég held að það sé ekki neinum
einum um að kenna hvernig þetta
hefur farið, hvorki fiskveiðistjórn-
unarkerfinu, fiskifræðingum né
öðrum. Sveiflurnar í náttúrunni eru
svona. Ég get ekki sagt að Haf-
rannsóknastofnunin hafi beðið
hnekki í mínum huga fyrir vikið
þótt þessar niðurstöður séu okkur
mikil vonbrigði. Fyrir nokkrum
árum urðum við varir við mikið af
stórum þorski og skipstjórar beittu
sér hart fyrir því að kvótinn yrði
aukinn en við því var ekki orðið. Ef
kvótinn hefði verið aukinn tel ég
að stofninn hefði hrunið miklu fyrr
en ella. Fiskifræðingarnir höfðu
rétt fyrir sér í því tel ég; þeir bentu
á að nýliðunin væri lítil og það er
bara að koma í ljós núna.“
Áfram sótt í þann stóra
Á sínum tíma voru menn að leg-
gja sig sérstaklega eftir stóra fisk-
inum vegna þess að það var svo
mikill verðmunur á honum og
minni fiski. Þessi verðmunur er
enn til staðar og enn er ásóknin
mikil í þann stóra. „Ef kvótinn
verður skorinn niður mun ásóknin í
stóra fískinn ekki minnka, heldur
aukast því menn vilja gera sér sem
mest verðmæti úr kvótanum. Það
eru bara markaðslögmálin sem
Það segir sig sjálft að þetta er
mikið áfall og ekki verður það
auðveldara að leigja til sín kvóta
en áður. Ég hef ekki enn séð nein-
ar tölur um ufsann frá Hafrann-
sóknarstofnuninni. Það er miklu
meira af honum en verið hefur en
það kemur að sjálfsögðu ekki
fram í veiðinni vegna þess að
enginn má veiða hann. Þetta er
flökkufiskur og það er best að
taka hann meðan hann gefur sig.
Ufsinn er eina ljóstýran í þessu
svartnætti og eina fisktegundin
sem má auka veiðina á. Á sínum
tíma þegar ufsakvótinn var skor-
inn niður var það gert að ábend-
ingu skipstjóra, enda viðurkenna
fiskifræðingar að þeir viti í raun
lítið um ufsastofninn. Það er sam-
dóma álit skipstjóra nú að ufsinn
hafi aukist og fiskifræðingar eiga
að taka mark á okkur. Ef það
verður ekki gert finnst mér að
þeir setji niður,“ sagði Oddur.
„Þessar tillögur eru í
samræmi við það sem ég
hef haft á tilfinningunni.
Það er mikið minna af
stærri fiski í sjónum en
verið hefur hver sem skýr-
ingin er. Svipað ástand og
þetta hefur komið upp
áður. Nú er eins og vanti
marga árganga inn í veið-
ina. Þó er bót í máli að við
megum eiga von á sterkari
árgöngum í framtíðinni.
Við höfum orðið víða varir
við smáfisk, jafnvel á stöð-
um sem aldrei hefur orðið
vart við smáfisk áður, svo
sem á miðunum fyrir aust-
an og með suðurströndinni,
á stöðum þar sem aðeins
veiddist stórfiskur,“ sagði
Oddur Sæmundsson, skip-
stjóri á Stafnesi KE 130, í
Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi KE:
Engum
um aó
samtali við Fiskifréttir er
hann var inntur álits á nið-
urstöðum Hafrannsókna-
stofnunarinnar um ástand
þorsksstofnsins.
Oddur sagði að það væri tvennt
sem hefði beint sókninni í vaxandi
mæli að stærri fiskinum. í fyrsta
lagi sú staðreynd að hærra verð er
greitt fyrir hann og í öðru lagi vant-
aði aðra árganga inn í veiðina frá
náttúrunnar hendi. „Við höfum
bara veitt stórþorskinn upp í róleg-
heitunum vegna þess að það bættist
svo lítið við af öðrum þorski.“
ráða ferðinni. Ég held að það sé al-
veg sama hvers konar fiskveiði-
stjórnunarkerfi er við lýði við
myndum alltaf reyna að veiða
verðmætasta fiskinn. Þótt við
skiptum yfir í sóknardagakerfi
myndi það ekki breytast.“
Ufsinn eina ljóstýran
Fram kom hjá Oddi að niður-
skurður þorskkvóta kæmi sér mjög
illa fyrir þá á Stafnesinu. „Ég hef
ekki enn lagt í að reikna það út
hvernig þetta kemur út fyrir okkur.
Árni Sigurösson, skipstjóri á Arnari HU:
Veröum aö stokka
þetta kerfi upp
„Þessi tíðindi koma eins og
köld vatnsgusa framan í mig. Ég
hef það á tilfinningunni að hér sé
um handahófskennd vinnubrögð
að ræða og það bætir ekki ímynd
Hafrannsóknastofnunarinnar
þegar í ljós kemur að árangur
fiskveiðistjórnunarinnar er ekki
meiri en raun ber vitni. Fyrir
nokkrum árum bentu togara-
skipstjórar Hafrannsóknastofn-
uninni á að mikið meira væri af
fiski en stofnunin lét í veðri vaka
en fiskifræðingar vildu ekki að
trúa því,“ sagði Árni Sigurðsson,
skipstjóri á Arnari HU 1, í sam-
tali við Fiskifréttir um skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Árni sagði að árið 1996 hefði
verið óhemjumikill fiskur í sjón-
um, alveg boltafiskur, og hefði
ákveðnum toppi verið náð þá.
„Okkur var neitað um að veiða
þorskinn á þeim tíma. Það átti að
geyma hann í sjónum eins og í
fiskabúri í nokkur ár. Síðan átti að
veiða þennan fisk um aldamótin en
hvar er hann nú? Ég skil ekki
hvernig stjórnvöld geta lengur tek-
ið mark á þessari ráðgjöf.“
Annað munstur á göngu
þorsksins
Árni sagði að erfitt væri að segja
til um hvar þessi fiskur væri nú. Ef
til vill hefði eitthvað af honum far-
ið til Færeyja. Einnig hefði það ef-
laust áhrif að þorskurinn var farinn
að éta undan sér að margra dómi
þegar mest var af honum því að
hann hafði ekki nægilegt æti. Á
það hefði verið bent á sínum tíma
en ekki var tekið mark á því. „Það
er rétt að víða er lítinn þorsk að
hafa þannig að minna virðist vera
af honum en oft áður. En það eru
líka að berast fréttir af þorski alls
staðar uppi í fjöru. Til dæmis hefur
mikill þorskur veiðst á grunnslóð í
Húnaflóa og víðar. Getur verið að
annað munstur sé á göngu þorsks-
ins en verið hefur?“
Gef lítið fyrir
togararallið
„Ég gef nú lítið fyrir þetta togar-
arall. Þeir hafa verið að toga á
sömu slóðinni ár eftir ár. Þeir
hreyfa sig ekki þótt maður láti þá
vita af fiski 1-2 mílur vestan eða
austan við togið hjá þeim. Þeir
kasta bara aftur á sama stað eins
og þorskurinn sé alltaf á „beit“ á
sömu „þúfunni". Og út frá þessu
reikna þeir stærð stofnsins. Við
erum búnir að vera með þetta
fiskveiðistjómunarkerfi í 16-17 ár
og stöndum enn á byijunarreit.
Við erum að veiða minni afla en
við veiddum áður en þetta kerfi
var tekið upp. Það er því eitthvað
að og við verðum að stokka þetta
kerfi upp. Á það hefur verið bent
að skynsamlegt gæti verið að
veiða meira en 25% af stofninum,
t.d. 30-35% eða meir. Er það ekki
ákveðin leið sem þarf að skoða?
Ég hef líka alltaf verið fylgjandi
því að leyfa að veiða 220-260
þúsund tonn af þorski á ári og
halda sig við þann fasta afla en
fylgja ekki öllum sveiflum í stærð
stofnsins eins og hún er metin
hverju sinni. Ég held að það sé
þjóðhagslega hagkvæmt og hag-
kvæmt fyrir hvern og einn að vita
að hverju hægt er að ganga,“
sagði Árni.