Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 12
12
Sjómennska
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
Um borð í Huunghi 1974, með vænan humar úr Suður-Kínahafi.
Rannsóknaskipið Huunghi, farkosturinn sem við höfðum í Víetnam.
í Aden 1971. Börnin í skólabúningum á leið í skólann. Guðmundur,
Viktoría, Stella og Fanney.
ég tók á móti honum og var það
mitt fyrsta verk að fara með hann á
rakarastofu þar sem hann fékk
þriðju klippinguna á einni viku!“
Sviðinn hundur og
maríneraður
En þú komst víðar við á
Asíuslóðum?
„Frá Víetnam var ég sendur til
Filippseyja þar sem ég var í tvö ár
og síðan í tvö ár í Malasíu. Og nú
kom fjölskyldan aftur út og við
vorum saman þessi fjögur ár.
Fram til þessa hafði mitt starf
einkum beinst að rannsóknum en á
Filippseyjum starfaði ég á skóla-
skipi sem var undirbúningur að
stýrimannaskóla sem FAO stofnaði
í Manila. Þetta var sem sagt
kennsla í verklega þættinum.
Meirihluti Filippseyinga er
kristinnar trúar og það var alltaf frí
á sunnudögum um borð. Einn
sunnudaginn lágum við við akkeri
skammt frá eyju einni. Þá fór stýri-
maðurinn í land á skipsbátnum og
kom til baka eftir drjúga stund með
hund og svín. Eg renndi grun í að
nú ætti að slá upp veislu. Filippsey-
ingar byrjuðu nefnilega að éta
hunda á stríðsárunum þegar þröngt
var í búi og matarskortur og hafa
haldið þeim sið áfram. Báðum
skepnunum var þegar í stað slátrað
og hafist handa við tilreiðslu
þeirra. Auðséð var að menn kunnu
vel til þeirra verka. Svínið var
kalónað og síðan steikt en hundinn
hengdu þeir upp á afturlöppunum
og sviðu hann með kósangasloga.
Þegar allt hár var sviðið af honum
fláðu þeir hann, tóku síðan skinnið,
brytjuðu það niður og maríneruðu
og borðuðu sem meðlæti með
sjálfu kjötinu. Svo var tvíréttað um
kvöldið, hundur og svín. Auðvitað
fékk ég mér af hundakjötinu, ég
prófaði held ég allan þann mat sem
innfæddir lögðu sér til munns á
þeim tíma sem ég var ytra. En mér
fannst hundakjöt aldrei gott og
menn geta alveg verið rólegir með
sína hunda hér heima á Islandi,
mér hefur aldrei flogið í hug að
leggja mér þá fæðu til munns síðan
ég var á Filippseyjum."
Naumt skammtað fæði
hjá Khomeini erkiklerki
Varðstu aldrei leiður á þessu
Hfi?
„Nei, það get ég ekki sagt. Ef
maður er í starfi sem maður hefur
ánægju af og öðrum í fjölskyldunni
líður líka vel þá held ég að það sé
sama hvar maður er í veröldinni.
Þarna var ég búinn að vera í níu ár
við störf erlendis en nú var orðið
erfitt að finna störf á stöðum þar
sem hægt var að koma krökkunum
í skóla. Þess vegna ákváðum við að
fara heim til Islands, a.m.k. um
sinn, þannig að þau gætu klárað sitt
nám.
Árið 1979 komum við heim og
ég fór fljótlega til sjós, var afleys-
ingaskipstjóri á Eyjabátunum Hug-
in og Kap. En 1. janúar 1980 stofn-
uðu Isfélag Vestmannaeyja,
Vinnslustöðin og Fiskiðjan fyrir-
tækið Samtog til að halda utan um
togararekstur fyrirtækjanna. Eg var
ráðinn framkvæmdastjóri og gegn-
di því starfi í átta ár.
En þá ákvað ég að fara aftur út á
vegum FAO og nú var ferðinni
heitið til íran þar sem Khomeini
erkiklerkur réð ríkjum. Rannsaka
átti hvort unnt væri að stunda
snurpinótaveiðar í Persaflóa. Fjöl-
skyldur máttu ekki fara með starfs-
mönnum því að á þessum tíma
geisaði stríð milli Irana og fraka og
við urðum vel varir við þau átök.
Loftvarnamerki voru oft gefín að
næturlagi, við það var allt rafmagn
tekið af borginni og hún myrkvuð.
En ekki var nú vitið meira en guð
gaf hjá þeim, blessuðum, því að
allir bílar keyrðu áfram um borgina
með fullum ljósum þannig að
myrkvunin hafði lítið að segja. Við
heyrðum oft í sprengjuflugvélun-
um en lentum aldrei í loftárásum
þarna suður við flóann.
Þetta átti að vera ársverkefni en
varð ekki nema átta mánuðir. Ekki
var talið ráðlegt að halda áfram þar
sem tundurdufl voru lögð í
Persaflóann og þegar rækjubátur
sprakk í loft upp eftir að hafa lent á
slíku dufli var ákveðið að bíða
átekta með framhaldið.
Við sem vorum á sjónum vorum
fluttir til Teheran þar sem okkur
var haldið á hóteli í mánuð meðan
ákveðið var hvað gert yrði, hvort
við héldum áfram eða yrðum send-
ir heim. Það gerði dvölina í Teher-
an öllu bærilegri að ég var byrjað-
ur að spila golf, hafði byrjað á því
í Malasíu, og þarna fundum við
ágætan golfvöll sem létti biðina.
En ég lagði verulega af á þessum
RYGGING
byggð á reynslu
og sérþekkingu
Samábyrgðin byggir á reynslu og þekkingu sem sérhæft tryggingafélag
útgerða og sjómanna. Kynntu þér þjónustu Samábyrgðarinnar
á heimasíðunni, www.samabyrgd.is, eða hringdu í síma 568-1400.
Samábyrgð
Islands
Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568-1400, fax 581-4645, samabyrgd@samabyrgd.is
www.samabyrgd.is