Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 8
8
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
Sjómennska
Vestmannaeyingurinn Gísli Halldór Jónasson hefur á lífs-
leiðinni stundað öllu meira heimshornaflakk en gengur og
gerist með flesta Islendinga. Sjómennskan varð hans aðal-
starf, bæði við Islandsstrendur oh ekki síður á fjarlægum
slóðum þar sem hann dvaldi um margra ára skeið við rann-
sóknastörf og kennslu í fiskveiðum. Aðalvettvangur Gísla í
því starfi var í Asíulöndum en einnig kom hann við sögu í
Karabíahafinu og víðar.
Gísli hætti alfarið til sjós fyrir rúmum áratug og hefur
síðan rekið veiðarfæraverslunina G. Stefánsson í Vest-
mannaeyjum. I spjalli við Sigurgeir Jónsson segir Gísli und-
an og ofan af því sem gerst hefur á lífsferli hans sem um
margt verður að teljast óvenjulegur.
Alinn upp í Land-
eyjunum
„Ég fæddist í Reykjavík 13.
september 1933. Foreldrar mínir
voru Fanney Þorvarðárdóttir, ættuð
úr Hvolhreppi, og Jónas Ragnar
Jónasson frá Hólmahjáleigu í
Landeyjum. Faðir minn var sjó-
maður og verkamaður en lést úr
berklum þegar ég var sex ára. Þá
var mér komið í fóstur til föður-
systur minnar, Guðríðar Jónasdótt-
ur, og manns hennar, Guðmundar
Guðlaugssonar en þau bjuggu í
Hallgeirsey í Landeyjum. Guð-
mundur var bróðir Hróbjarts sem
bjó í Landlyst í Vestmannaeyjum. I
Hallgeirsey ólst ég upp og á marg-
ar góðar minningar um það ágæta
fólk sem þar bjó.
Það er nokkuð merkilegt að þeir
tveir menn sem hafa haft hvað mest
áhrif á lífshlaup mitt, voru báðir í
sveit hjá afa mínum, Jónasi í
Hólmahjáleigu í Austur-Landeyj-
um, þegar þeir voru strákar. Annar
þeirra var Oli í Skuld, sem ég var
stýrimaður hjá í fjögur ár og lærði
ég mikið af minni sjómennsku af
honum. Hinn var Guðlaugur Stef-
ánsson, Gulli í Gerði, en við vorum
saman í útgerð og seinna í verslun."
Þið eruð helvítis
kommúnistar!
hafinu en voru styttri ef fiskað var
á heimamiðum.
Ég var sjóveikur fyrsta árið en
svo rjátlaðist það af mér og ég get
varla sagt að ég hafi fundið fyrir
sjóveiki síðan.
Aðbúnaðurinn þótti góður um
borð í Jóni Bald, á þess tíma mæli-
kvarða. Við vorum fjórir til sex
saman í hásetaklefa og í þessum
löngu túrum varð að spara vatnið.
Aðeins var opnað fyrir vatnskran-
ann til þvotta í hálftíma í senn, í
kringum vaktaskipti, og hreinlætið
um borð fengi sjálfsagt ekki fyrstu
einkunn nú til dags.
Eftirminnilegastur af skipsfélög-
unum á Jóni Bald var bræðslumað-
urinn, Guðmundur Halldórsson,
faðir Guðmundar jaka, verkalýðs-
leiðtoga. Guðmundur bræðslumað-
ur var mikill íhaldsmaður, ólíkt
syninum sem fljótlega varð vinstri
sinnaður. Þær voru ófáar frívaktirn-
ar sem við settumst að karlinum og
Gísli H. Jónasson á skrifstofu sinni í Vestmannaeyjum.
Siðan fief ég ekki
étiö hundakjöt
Hvenær hófst þín sjómennska?
„Ég byrjaði til sjós á 18. ári, sem
hálfdrættingur, á togaranum Jóni
Baldvinssyni sem Bæjarútgerð
Reykjavíkur átti. A því skipi var ég
í tvö og hálft ár sem háseti en ég
held að ég hafi ekki verið hálf-
drættingur nema fyrsta túrinn. All-
an þennan tíma vorum við á salt-
fiski og túrarnir fremur langir, gátu
farið upp í sjö til átta vikur ef ver-
ið var við Grænland eða í Hvíta-
— rætt viö Gísla Halldór Jónasson sem m.a. starfaöi árum saman viö rann-
sóknastörf og kennslu í fiskveiöum í fjarlægum löndum á vegum FAO
þvörguðum við hann um pólitík og
verkalýðsbaráttu. Auðvitað höfð-
um við ekkert í hann að gera í
þessu þvargi, hann var vel skólaður
í pólitíkinni og trúði á Sjálfstæðis-
flokkinn eins og aðrir trúa á guð,
en samt var þvargað og alltaf vor-
um við allir á móti honum. Guð-
mundi var oft mikið niðri fyrir á
meðan á þessu stóð og oft öskraði
hann á okkur: -Þið eruð helvítis
kommúnistar! Guðmundur tók sér
ekki oft frí frá sjónum en alltaf
þegar landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins var haldinn þá tók hann
sér frí.“
Konan fór með
mig til Eyja
Hvenœr komstu fyrst til Vest-
mannaeyja ?
„Ég kom til Eyja á vertíð 1954
og reri þá hjá Óla í Skuld á Ófeigi,
25 tonna trébát. Síðan var ég um
nokkurt skeið til skiptis á bátum og
togurum og 1956 var ég í sigling-
um á Goðafossi áður en ég fór í
Stýrimannaskólann í Reykjavík þá
um haustið.
Ég útskrifaðist úr farmannadeild
Stýrimannaskólans 1958. Þá var ég
orðinn fjölskyldumaður, ég kynnt-
ist eiginkonunni, Viktoríu Karls-
VARMASKIPTAR hafa ótvíræða kosti
Danfoss hf
SKÚTUVOGI 6 SÍMI 510 4100
Til dæmis á ofnhitakerfi, neysluvatnskerfi og snjóbræðslukerfi