Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 7

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 7
í samtali sem Fiskifréttir áttu við Kristján Þórarinsson sérfræð- ing LIU nýlega koma fram afar sérkennileg sjónarmið sem vert er að vekja athygli á. Undir millifyr- irsögninni „Er verið að stjórna veiðum?“ segir orðrétt: „ Við vit- um afeigin reynslu að effiskveið- um er á annað borð stjórnað veldur það ávallt einhverjum erf- iðleikum og sársauka. Ekki er að heyra að það hafi gerst í Fœreyj- um. Þar virðist allt vera í lukk- unnar velstandi, ef marka má fréttir. Maður hlýtur því að spyrja hvort í raun sé verið að stjórna veiðum. “ Hvaða tegund hugsunar er það sem metur stjórnun eftir þeim erf- iðleikum og sársauka sem hún veldur? Er það aðaltilgangur stjórnunar að láta finna fyrir sér? Ef þessi skoðun Kristjáns er ein- nig skoðun annarra sem standa að kvótakerfinu verður ýmislegt skiljanlegra í Islandssögu sfðustu tveggja áratuga. Eg á hins vegar erfitt með að trúa að forkólfar kerfisins muni kannast við að höf- uðtilgangur stjórnunar sé sadismi, þ.e. ef engin segir æ verðum við að klípa fastar. Veikur málstaður Öfugt við okkur Islendinga eru Færeyingar að stjórna sínum veiðum. Það er höfuðeinkenni góðrar stjómunar að flestum sé ljúft að lúta henni og að hagsmun- ir einstaklinga fari saman við hags- muni heildarinnar. Sú árangursríka leið sem Færey- ingar völdu er greinilega ekki að skapi LIU klíkunnar enda myndi hún setja allverulegar hömlur á at- hafnir margra umbjóðenda þeirra. Málstaður LÍÚ klíkunnar er hins vegar afar veikur svo ekki sé meira sagt. Eftir 17 ára rugl vantar 2,5 milljónir tonna af botnlægum fiski í bókhaldið og kerfinu er haldið gangandi með lygum og mútum. Vindhögg Á öðrum stað í umræddu samtali fer Kristján niðrandi orðum um fiskifræði Færeyinga. Þar segir meðal annars.: „Þeir vita því álíka „Hvaöa tegund hugsunar er þaö sem metur stjórnun eftir þeim erfióleikum og sársauka sem hún veldur?“ mikið um þorsk og ýsu hjá sér eins og við vitum um ufsann hjá okkur, — og það er ekki mikið. “ Hvað vitum við um ufsann hjá okkur? Jú, það er til meira af hon- um en flestir áttu von á. Væri ekki gott ef við vissum eitthvað svipað um þorskinn og ýsuna? Enn slær sérfræðingurinn vindhögg og ekki furða þar sem hvert reið- arslagið af öðru hefur dunið á þeim LIÚ mönnum um langa hríð. Eitt gullkornið enn Eitt gullkornið enn getur að líta skömmu síðar í umræddu samtali: ,,Hvatinn að brottkasti myndast þegar verið er að ná fiskistofnum upp og takmarka þarf veiðarnar, — sem aftur skapar efasemdir hjá mér um að þeir séu að takmarka nokkuð. “ Er nú brottkastið líka orðið vís- bending um gæði stjórnunar? Og hvernig fer það saman við reynslu okkar íslendinga sem búum við kerfi sem leiðir til þess að því minni sem kvótar eru því ríkari ástæða er til að henda? Er nokkur hissa á að ekki skuli nást þjóðarsátt um þetta rugl? Lifið heil. Höfundur er trillusjómaður. FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001 Skoöun Aö stjórna eða stjórna ekki — eftir Sveinbjörn Jónsson Útselsstofninn: Veiöar umfram afrakstursgetu Selastofnar við íslands virðast ekki vera nein sérstök plága við íslandsstrendur samanborið við það sem gerist í sumum öðrum löndum við Norður-Atlantshaf. Útselsstofninn var síðast talinn árið 1998 og reyndist þá um 6.000 dýr sem er helmings minnkun frá árinu 1990. Bráðabirgðaútreikn- ingar benda til þess að stofninn núna sé um 5.000 dýr og ljóst að veiðar undanfarinna ára hafa verið umfram afrakstursgetu stofnsins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Alls voru veiddir í fyrra 367 full- orðnir útselir og 104 útselskópar. Landselstofninn var metinn 15 þúsund dýr árið 1998 þegar síðast var talið og hafði ekki breyst frá talningu þremur árum fyrr. Veiði- þol stofnsins er óþekkt. Alls voru veiddir 595 landselskópar í fyrra. Flækingsselir svo sem blöðruselir og vöðuselir koma upp að strönd- um landsins á hverju ári, stundum í allmiklum fjölda, og geta gert fiskimönnum töluverðan óskunda. Alls 29 farselir voru veiddir á síð- asta ári. 7 SGANIA Vélarstærðir 210 til 589 hestöfl Mjög sparneytin Eyðsla 145 g/naJclst. við 1500 sn/mín. VÉLAR ®g) SKIP ©DðO'd Ábyggð smurolíu- skilvinda Hólmaslóð 4 • Sími 562 0095 Lægri rekstrarkostnaður wiiiMMiif luim to©ra^ íi mb Itotfsteiiifitíi ÍB/A VELSMIÐJAN FOSS ÓFEIGSTANGA 15 -780 HÖFN SÍMI: 478 2144 • FAX: 478 2145 • NETFANG: foss@eldhorn.is \ \ r . Niðurleggjarar fyrir allar stærðir netabáta Ryðfríir og soðnir á samskeitum • Slitfletir endurnýjanlegir Hlífðargúmí á rúllum • Danfoss rótor með hraðastilli • Stiglaus loki fyrir notkun • Olíumagn 15 til 20 lítrar Tilbúnir til notkunar IXIETASALAIM Skútuvogi 12-L • Sími 5GB 1819 • Fax 5GB 1824

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.