Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 11
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
11
þess vel að borða eingöngu soðinn
mat, ekki hráan. En auðvitað
lyktaði maður eins og Arabi eftir
að vera búinn að vera á sjó með
þeim og borða karrífisk og karrí-
hænur.
Fjölskyldan kunni prýðilega við
sig þarna, engin vandamál voru í
sambandi við tungumál þar sem
flestir þarna tala ensku, enda var
Jemen áður bresk nýlenda. Krakk-
arnir gengu í skóla þar sem enska
var aðalmálið. Systkinin lærðu
einnig arabísku af leikfélögum sín-
um og voru orðin fljúgandi fær í
því máli eftir þau þrjú ár sem við
vorum í Jemen. Hið sama gerðist
þegar við vorum á Filippseyjum,
þá töluðu þau orðið mál innfæddra.
Aftur á móti lærði ég lítið sem ekk-
ert í þessum málum, enskan dugði
mér. Krakkar eru líka svo miklu
fljótari að læra mál en fullorðnir.
Aftur á móti held ég að þau séu
búin að týna niður þessari mála-
kunnáttu sinni núna.“
Kosturinn lifandi
um borð
Hvernig var aðbúnaður úti í sjó?
„Báturinn sem ég hafði til um-
ráða var um 90 feta langur, fram-
byggður bátur og alveg þokkalega
útbúinn. Ég var leiðangursstjóri og
eini útlendingurinn um borð en
áhöfnin var tíu manns, allt inn-
fæddir.
Yfirleitt tóku túrarnir tvær til
þrjár vikur og þar sem kæligeymsl-
ur um borð voru af skornum
skammti þá var kosturinn tekinn
lifandi um borð. Viggý kom ein-
hvern tírna um borð þegar við vor-
um að gera okkur klára í túr. Þá var
verið að skipa um borð nokkrum
kindum og hænsnum í búrunt og
Viggý spurði í forundran hvað í
ósköpunum við ætluðum að gera
við þessar skepnur í fiskiróðri. Ég
gleymi seint svipnum á henni þeg-
ar ég sagði henni að þetta væri nú
bara kosturinn. En þetta var ágætis
fyrirkomulag og engin hætta á að
maturinn skemmdist í hitanum.
Einu sinni vorum við teknir
fastir. Þá vorum við staddir nokk-
uð utan við bæ sem heitir Muk-
halla. Þar sem við vorum að lóna
við rannsóknir okkar sáum við allt
í einu hvar róðrarbátur með
nokkrum mönnum stefndi í áttina
til okkar. Nú var það ekkert
óvenjulegt að fiskibátar kærnu upp
að okkur en þegar þessi kom að
síðunni þá spruttu allt í einu upp
nokkrir menn, vopnaðir rifflum
sem þeir beindu að okkur. Þeir
tóku skipið með vopnavaldi og
skipuðu okkur að sigla inn. Á
leiðinni komst ég að því að þarna
voru á ferð fiskimenn sem voru
mótfallnir veiðum okkar. Við vor-
um færðir fyrir sýslumann á
staðnum þar sem upphófst eins
konar réttarhald. Við vorum sak-
aðir um að fæla sardínuna, eitt-
hvað af henni slyppi lifandi og
þær sardínur segðu hinum að
Á þorsknót á Ófeigi II árið 1964.
passa sig á veiðimönnum. Svo
dræpist eitthvað af sardínum líka
og félli til botns og það fældi hin-
ar sardínurnar frá. Ekki dugðu nú
þessi rök til að sannfæra sýslu-
mann og urðu lyktir þær að málið
var svæft og við fengum að halda
áfram okkar rannsóknum og veið-
um óáreittir.“
Klipptur þrisvar í
sömu vikunni
Hvað tók svo við eftir clvölina í
Jemen ?
„Þetta verkefni tók þrjú ár og þá
var ákveðið að ég færi til Singa-
pore og Víetnam. Vegna ástandsins
í Víetnam var tekið fyrir að starfs-
menn hefðu fjölskyldur sínar með
sér þannig að ég fór þangað ein-
samall en fjölskyldan fór heim til
Eyja á meðan.
FloScan sýna nákvæma eldsneytisnotkun við hvaða aðstæður sem er
■ Engar getgátur um eyðslu
■ 10-15% eldsneytissparnaður
■ Fyrir dísel og bensínvélar
■ Vakta vélina gegn óhöppum
■ Viðhaldsfrír búnaður
' Auðveld uppsetning
VELASALAN
VERKSTÆÐI EHF.
■ Mjög hagstætt verð
■ Borga sig upp á skömmum tíma
■ Samþykktir af flugmálayfir-
völdum í Bandaríkjunum vegna
áreiðanleika í mælingum á
flugvélaeldsneyti.
Bygggarðar 72, 170 Seltjarnanesi, Sími 561 8030. Utan vinnutima 894 0392.
AÆTLUÐ ELDSNEYTISNOTKUN HEYRIR NU SOGUNNITIL
í þessu verkefni var ég í eitt ár,
hálft ár í Singapore og hálft ár í
Saigon í Víetnam, en verkefninu
var stjórnað frá Singapore. Þarna
vorum við að rannsaka hvort unnt
væri að stunda línuveiðar með
botnlínu, á sama hátt og gert er hér
við Island.
Þetta var árin 1973 og 1974 og
stund milli stríða í Víetnam,
Bandaríkjamenn farnir en stutt í að
Norður-Víetnamarnir kæmu og yf-
irtækju allt. Þann tíma sem ég var í
Víetnam var allt með kyrrum kjör-
um en sá sem tók við af mér varð
að flýja land þegar Norður-Víetna-
marnir komu.
Ég held að Víetnamarnir séu
bestu verkmenn sem ég hef unnið
með. Þeir voru alveg óhemju dug-
legir. Líklega var aðalástæðan sú
að þeir fengu vel borgað. Ég komst
að því á þessum árum hvað kaupið
hafði mikið að segja. Sums staðar
borgaði ríkið aðeins fast kaup,
hvort sem farið var á sjó eða ekki.
Þar sem sá háttur var á hafður var
mannskapurinn yfirleitt húðlatur.
Aftur á móti þegar borgaðir voru
dagpeningar eða premía fyrir þann
tíma sem verið var á sjó, eins og
t.d. var í Víetnam, þá var útkoman
allt önnur og nóg af góðu og dug-
legu fólki að hafa.
Ég sá frarn á að halda jól ein-
samall í Víetnam árið 1973 en þá
var ákveðið að Jónas, sonur minn,
kæmi að heimsækja mig og auðvit-
að gladdist ég yfir því. Ég var með
bækistöðvar í Singapore og átti að
sigla með bátinn til Víetnam rétt
fyrir jól. Jónas var þá 16 ára, bítla-
tímabilið í algleymingi og hann
með hár niður á herðar. I Singapore
var mönnum aftur á móti heldur lít-
ið gefið um þá hártísku og Jónas
vissi að hann kæmist ekki inn í
landið nema láta klippa sig. Hann
fór þvf til Ragga rakara á Vest-
mannabrautinni sem tók af hárinu
og sagðist ábyrgjast að Singapore-
búar myndu ekki fetta fingur út
sídd hársins eftir þá meðferð. Það
reyndist þó ekki rétt hjá rakaranum
því að í útlendingaeftirlitinu í
Singapore fannst mönnum ekki
nóg að gert. Afhentu þeir Jónasi
skæri og sögðu honum að fara inn
á klósett og klippa meira af hárinu.
Þegar hann kom þangað inn hitti
hann enskan strák, sem eins var
ástatt um, og klipptu þeir hvor ann-
an nægilega mikið til að vera
hleypt inn í landið. Heldur þótti
mér hárið á syninum ótótlegt þegar
Sjómennska